Háskóli Íslands ætlar ekki að upplýsa um niðurstöðuna í ritgerðarmálinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. júlí 2015 16:00 Frá rektorskjöri í Háskóla Íslands á dögunum. Vísir/GVA Þrír nafngreindir viðmælendur í ritgerð til BS-gráðu við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands segja að aldrei hafi verið rætt við sig við smíði ritgerðarinnar. Heilu kaflarnir eru endurbirtir úr eldri ritgerð án þess að vísað sé til heimilda. Nemandinn, Halldór Gunnarsson, fyrrum formaður Mágusar - félags viðskiptafræðinema við Háskóla Íslands, fékk átta í einkunn fyrir ritgerð sína og útskrifaðist í febrúar síðastliðnum. Málið hefur verið til rannsóknar innan háskólans frá því í apríl og nú er komin niðurstaða í málið. Umræddur nemandi hefur nýtt andmælarétt sinn. Háskólinn mun þó ekki greina frá því hver niðurstaða skólans er og vísar til ráðlegginga lögfræðinga skólans. Skólinn tjái sig ekki um málefni einstakra nemenda. „Ég fer bara eftir tilmælum lögfræðings háskólans og þeirra niðurstaða er skýr hvað þetta varðar,“ segir Daði Már Kristófersson, forseti Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands, í samtali við Vísi. Í þeim tilfellum sem niðurstaðan er að nemandi hafi svindlað fái hann núll fyrir ritgerðina. Þar sem um lokaritgerð er að ræða ætti háskólagráðan að verða um leið ógild. Háskóli Íslands vill þó ekki staðfest neitt er snertir umrædda ritgerð.Friðrik PálssonUmmæli og gögn skálduðFréttablaðið greindi fyrst frá því að pottur virtist brotinn þann 5. júní síðastliðinn. Friðrik Pálsson, hótelstjóri á Hótel Rangá, hafði fengið ábendingu um að hann væri viðmælandi í ritgerðinni sem kom honum í opna skjöldu. Ekki aðeins voru ummæli hans skálduð heldur sagði hann einnig töluleg gögn skálduð. „Ég gerði Háskóla Íslands viðvart um þetta þegar ég varð þessa vís,“ sagði Friðrik í samtali við Fréttablaðið. Ritgerðin var birt í Skemmu, rafrænu gagnasafni háskólans, í janúar en aðganginum var lokað í lok maí að beiðni viðskiptafræðideildar HÍ. Í kjölfarið kom á daginn að tveir aðrir viðmælendur í ritgerðinni könnuðust hvorki við að hafa hitt né svarað spurningum frá höfundi. Sem fyrr segir fékk nemandinn átta í einkunn fyrir ritgerð sína sem þó er full af málfars- og stafsetningavillum til viðbótar við uppspuna á viðtölum og staðreyndum.Sjá einnig: Sjáðu brot úr ritgerðinni Stór hluti ritgerðarinnar virðist byggja á meistararitgerð Magnúsar Hauks Ásgeirssonar frá því sumarið 2014. Það sem er athyglisvert við það er að sami leiðbeinandi er að báðum ritgerðum - Þórhallur Örn Guðlaugsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Ekki náðist í Þórhall Örn við vinnslu fréttarinnar en hann sagðist í viðtali við Vísi þann 5. júní, líkt og forseti félagsvísindasviðs, ekki vilja tjá sig um málefni einstrakra nemenda. Aðspurður um ábyrgð leiðbeinanda, hans sjálfs í þessu tilfelli, sagði Þórhallur Örn: „Nemendur bera ábyrgð á sínum verkum fyrst og fremst.“Daði Már Kristófersson.Ráðleggingar lögfræðinga HÍDaði Már Kristófersson, forseti Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands, segir í Fréttablaðinu í morgun að niðurstaða í málinu liggi fyrir. Raunar hafi hún legið fyrir í nokkurn tíma en nemendur eigi rétt á að andmæla. Hann leggur mikla áherslu á að svör hans séu almenn og tjái sig ekki um þetta tiltekna mál. Nemendur nýti í flestum tilfellum andmælarétt sinn og í kjölfarið liggi niðurstaða fyrir. Aðspurður eftir hvaða reglum sé farið þegar vísað sé til þess að skólinn tjái sig ekki um einstök mál segir Daði ekki vita það nákvæmlega. „Ég fer bara eftir tilmælum lögfræðings háskólans og þeirra niðurstaða er skýr hvað þetta varðar.“Líkindin með spurningalista í ritgerðunum tveimur eru mikil.Klikkaði Turnitin eða fór ritgerðin ekki í skoðun?Daði Már segir að allar lokaritgerðir eigi að fara í gegnum forritið Turnitin, hugbúnað til varnar ritstuldi sem gerir kleift að bera innsent efni saman við vefsíður, rafræn gagnasöfn og hundruð milljóna nemendaverka. Meðal þeirra gagnasafna sem leitað er í er Skemman. Daði Már tjáir sig sem fyrr segir ekki um einstök mál en öllum má vera ljóst að pottur hefur verið brotinn varðandi skil á umræddri ritgerð. Ekki liggur þó fyrir hvort ritgerðin hafi ekki farið í gegnum forritið eða forritið ekki virkað sem skildi. „Við erum auðvitað alltaf að skoða gæðastaðla og gæðakröfur. Svona mál eru sem betur fer ekki óskaplega algeng en koma upp,“ segir Daði Már.Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.Fréttablaðið/GVARektor ekki kunnugt um niðurstöðunaVísir hefur náð tali af nokkrum starfsmönnum viðskiptafræðideildar í morgun. Engum var kunnugt um niðurstöðuna en málið var skoðað af fámennum hópi. Mörgum lék forvitni á að vita niðurstöðuna enda um fordæmisgefandi mál að ræða. Jón Atli Benediktsson, nýkjörinn rektor Háskóla Íslands, var í sumarfríi þegar blaðamaður náði af honum tali í morgun. Honum var ekki kunnugt um niðurstöðuna og vísaði á Runólf Smára Steinþórsson, deildarforseta Viðskiptafræðideildar. Ekki hefur náðst í Runólf þar sem af er degi. Aðspurður hvort ekki væri eðlilegt að háskóli, sem stefndi hátt og vildi láta taka sig alvarlega, upplýsti hver viðurlög í málinu væru vísaði Jón Atli aftur á Runólf Smára. Ekki hefur náðst í Runólf Smára í dag þrátt fyrir endurteknar tilraunir.Háskóli Íslands.Vísir/GVALeggja áherslu á virðingu fyrir hugverkum annarraDaði Már útskýrir að vinna sé stöðugt í gangi að bæta vinnu- og gæðaferla í tengslum við ritgerðaskil. Félagsvísindadeild hafi raunar verið á undan öðrum deildum hvað þetta varði þar sem hlutföll kennara á hvern nemanda séu sérstaklega erfið. Hann segir að allar lokaritgerðir og sömuleiðis öll meiriháttarskil í stærri áföngum fari í gegnum Turnit. Daði Már segir ennfremur, og ítrekar að hann sé að ræða almennt en ekki um umrædda ritgerð, að kynslóðin sem nú fari í gegnum háskólanám nálgist upplýsingar með öðrum hætti en hans eigin kynslóð. Virðing fyrir höfundarétti virðist minni þegar upplýsingaöflun fer að miklu leyti fram með aðstoð leitarvéla á borð við Google en í þeim tilfellum þegar upplýsingar eru sóttar í bækur á bókasafni. „Við leggjum gríðarlega áherslu á virðingu fyrir hugverkum annarrra,“ segir Daði Már. Þó sé það ekki þannig að fólk í háskólanámi í dag sé eitthvað verra fólk en áður. Viðmiðin séu bara önnur. Ekki hefur náðst í Halldór Gunnarsson í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Hann hefur til þessa ekki viljað tjá sig um málið. Tengdar fréttir Lokaritgerð háskólanema virðist uppspuni frá rótum Viðmælendur í háskólaritgerð kannast ekki við að hafa verið í viðtali. Gögn ritgerðarinnar virðast vera uppspuni. Háskóla Íslands gert viðvart. Nemandinn sem fékk 8 í einkunn er útskrifaður viðskiptafræðingur. 5. júní 2015 07:00 Sjáðu brot úr ritgerð viðskiptafræðinemans: Sami leiðbeinandi að ritgerðinni sem fengin var að láni Svo virðist sem líkön, spurningalistar og heilir kaflar hafi verið teknir ófrjálsri hendi úr meistararitgerð sem skilað var inn til leiðbeinanda viðskiptafræðinemans í fyrra. 11. júní 2015 12:30 Ritgerðinni var læst að beiðni viðskiptafræðideildar „Nemendur bera ábyrgð á sínum verkum fyrst og fremst,“ segir leiðbeinandinn. 5. júní 2015 10:23 Rannsókn lokið á ritgerð viðskiptafræðinema sem á að hafa skáldað ummæli Forseti Félagsvísindasviðs Háskóla Ísland neitar að upplýsa hver niðurstaðan var. 15. júlí 2015 07:00 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Sjá meira
Þrír nafngreindir viðmælendur í ritgerð til BS-gráðu við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands segja að aldrei hafi verið rætt við sig við smíði ritgerðarinnar. Heilu kaflarnir eru endurbirtir úr eldri ritgerð án þess að vísað sé til heimilda. Nemandinn, Halldór Gunnarsson, fyrrum formaður Mágusar - félags viðskiptafræðinema við Háskóla Íslands, fékk átta í einkunn fyrir ritgerð sína og útskrifaðist í febrúar síðastliðnum. Málið hefur verið til rannsóknar innan háskólans frá því í apríl og nú er komin niðurstaða í málið. Umræddur nemandi hefur nýtt andmælarétt sinn. Háskólinn mun þó ekki greina frá því hver niðurstaða skólans er og vísar til ráðlegginga lögfræðinga skólans. Skólinn tjái sig ekki um málefni einstakra nemenda. „Ég fer bara eftir tilmælum lögfræðings háskólans og þeirra niðurstaða er skýr hvað þetta varðar,“ segir Daði Már Kristófersson, forseti Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands, í samtali við Vísi. Í þeim tilfellum sem niðurstaðan er að nemandi hafi svindlað fái hann núll fyrir ritgerðina. Þar sem um lokaritgerð er að ræða ætti háskólagráðan að verða um leið ógild. Háskóli Íslands vill þó ekki staðfest neitt er snertir umrædda ritgerð.Friðrik PálssonUmmæli og gögn skálduðFréttablaðið greindi fyrst frá því að pottur virtist brotinn þann 5. júní síðastliðinn. Friðrik Pálsson, hótelstjóri á Hótel Rangá, hafði fengið ábendingu um að hann væri viðmælandi í ritgerðinni sem kom honum í opna skjöldu. Ekki aðeins voru ummæli hans skálduð heldur sagði hann einnig töluleg gögn skálduð. „Ég gerði Háskóla Íslands viðvart um þetta þegar ég varð þessa vís,“ sagði Friðrik í samtali við Fréttablaðið. Ritgerðin var birt í Skemmu, rafrænu gagnasafni háskólans, í janúar en aðganginum var lokað í lok maí að beiðni viðskiptafræðideildar HÍ. Í kjölfarið kom á daginn að tveir aðrir viðmælendur í ritgerðinni könnuðust hvorki við að hafa hitt né svarað spurningum frá höfundi. Sem fyrr segir fékk nemandinn átta í einkunn fyrir ritgerð sína sem þó er full af málfars- og stafsetningavillum til viðbótar við uppspuna á viðtölum og staðreyndum.Sjá einnig: Sjáðu brot úr ritgerðinni Stór hluti ritgerðarinnar virðist byggja á meistararitgerð Magnúsar Hauks Ásgeirssonar frá því sumarið 2014. Það sem er athyglisvert við það er að sami leiðbeinandi er að báðum ritgerðum - Þórhallur Örn Guðlaugsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Ekki náðist í Þórhall Örn við vinnslu fréttarinnar en hann sagðist í viðtali við Vísi þann 5. júní, líkt og forseti félagsvísindasviðs, ekki vilja tjá sig um málefni einstrakra nemenda. Aðspurður um ábyrgð leiðbeinanda, hans sjálfs í þessu tilfelli, sagði Þórhallur Örn: „Nemendur bera ábyrgð á sínum verkum fyrst og fremst.“Daði Már Kristófersson.Ráðleggingar lögfræðinga HÍDaði Már Kristófersson, forseti Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands, segir í Fréttablaðinu í morgun að niðurstaða í málinu liggi fyrir. Raunar hafi hún legið fyrir í nokkurn tíma en nemendur eigi rétt á að andmæla. Hann leggur mikla áherslu á að svör hans séu almenn og tjái sig ekki um þetta tiltekna mál. Nemendur nýti í flestum tilfellum andmælarétt sinn og í kjölfarið liggi niðurstaða fyrir. Aðspurður eftir hvaða reglum sé farið þegar vísað sé til þess að skólinn tjái sig ekki um einstök mál segir Daði ekki vita það nákvæmlega. „Ég fer bara eftir tilmælum lögfræðings háskólans og þeirra niðurstaða er skýr hvað þetta varðar.“Líkindin með spurningalista í ritgerðunum tveimur eru mikil.Klikkaði Turnitin eða fór ritgerðin ekki í skoðun?Daði Már segir að allar lokaritgerðir eigi að fara í gegnum forritið Turnitin, hugbúnað til varnar ritstuldi sem gerir kleift að bera innsent efni saman við vefsíður, rafræn gagnasöfn og hundruð milljóna nemendaverka. Meðal þeirra gagnasafna sem leitað er í er Skemman. Daði Már tjáir sig sem fyrr segir ekki um einstök mál en öllum má vera ljóst að pottur hefur verið brotinn varðandi skil á umræddri ritgerð. Ekki liggur þó fyrir hvort ritgerðin hafi ekki farið í gegnum forritið eða forritið ekki virkað sem skildi. „Við erum auðvitað alltaf að skoða gæðastaðla og gæðakröfur. Svona mál eru sem betur fer ekki óskaplega algeng en koma upp,“ segir Daði Már.Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.Fréttablaðið/GVARektor ekki kunnugt um niðurstöðunaVísir hefur náð tali af nokkrum starfsmönnum viðskiptafræðideildar í morgun. Engum var kunnugt um niðurstöðuna en málið var skoðað af fámennum hópi. Mörgum lék forvitni á að vita niðurstöðuna enda um fordæmisgefandi mál að ræða. Jón Atli Benediktsson, nýkjörinn rektor Háskóla Íslands, var í sumarfríi þegar blaðamaður náði af honum tali í morgun. Honum var ekki kunnugt um niðurstöðuna og vísaði á Runólf Smára Steinþórsson, deildarforseta Viðskiptafræðideildar. Ekki hefur náðst í Runólf þar sem af er degi. Aðspurður hvort ekki væri eðlilegt að háskóli, sem stefndi hátt og vildi láta taka sig alvarlega, upplýsti hver viðurlög í málinu væru vísaði Jón Atli aftur á Runólf Smára. Ekki hefur náðst í Runólf Smára í dag þrátt fyrir endurteknar tilraunir.Háskóli Íslands.Vísir/GVALeggja áherslu á virðingu fyrir hugverkum annarraDaði Már útskýrir að vinna sé stöðugt í gangi að bæta vinnu- og gæðaferla í tengslum við ritgerðaskil. Félagsvísindadeild hafi raunar verið á undan öðrum deildum hvað þetta varði þar sem hlutföll kennara á hvern nemanda séu sérstaklega erfið. Hann segir að allar lokaritgerðir og sömuleiðis öll meiriháttarskil í stærri áföngum fari í gegnum Turnit. Daði Már segir ennfremur, og ítrekar að hann sé að ræða almennt en ekki um umrædda ritgerð, að kynslóðin sem nú fari í gegnum háskólanám nálgist upplýsingar með öðrum hætti en hans eigin kynslóð. Virðing fyrir höfundarétti virðist minni þegar upplýsingaöflun fer að miklu leyti fram með aðstoð leitarvéla á borð við Google en í þeim tilfellum þegar upplýsingar eru sóttar í bækur á bókasafni. „Við leggjum gríðarlega áherslu á virðingu fyrir hugverkum annarrra,“ segir Daði Már. Þó sé það ekki þannig að fólk í háskólanámi í dag sé eitthvað verra fólk en áður. Viðmiðin séu bara önnur. Ekki hefur náðst í Halldór Gunnarsson í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Hann hefur til þessa ekki viljað tjá sig um málið.
Tengdar fréttir Lokaritgerð háskólanema virðist uppspuni frá rótum Viðmælendur í háskólaritgerð kannast ekki við að hafa verið í viðtali. Gögn ritgerðarinnar virðast vera uppspuni. Háskóla Íslands gert viðvart. Nemandinn sem fékk 8 í einkunn er útskrifaður viðskiptafræðingur. 5. júní 2015 07:00 Sjáðu brot úr ritgerð viðskiptafræðinemans: Sami leiðbeinandi að ritgerðinni sem fengin var að láni Svo virðist sem líkön, spurningalistar og heilir kaflar hafi verið teknir ófrjálsri hendi úr meistararitgerð sem skilað var inn til leiðbeinanda viðskiptafræðinemans í fyrra. 11. júní 2015 12:30 Ritgerðinni var læst að beiðni viðskiptafræðideildar „Nemendur bera ábyrgð á sínum verkum fyrst og fremst,“ segir leiðbeinandinn. 5. júní 2015 10:23 Rannsókn lokið á ritgerð viðskiptafræðinema sem á að hafa skáldað ummæli Forseti Félagsvísindasviðs Háskóla Ísland neitar að upplýsa hver niðurstaðan var. 15. júlí 2015 07:00 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Sjá meira
Lokaritgerð háskólanema virðist uppspuni frá rótum Viðmælendur í háskólaritgerð kannast ekki við að hafa verið í viðtali. Gögn ritgerðarinnar virðast vera uppspuni. Háskóla Íslands gert viðvart. Nemandinn sem fékk 8 í einkunn er útskrifaður viðskiptafræðingur. 5. júní 2015 07:00
Sjáðu brot úr ritgerð viðskiptafræðinemans: Sami leiðbeinandi að ritgerðinni sem fengin var að láni Svo virðist sem líkön, spurningalistar og heilir kaflar hafi verið teknir ófrjálsri hendi úr meistararitgerð sem skilað var inn til leiðbeinanda viðskiptafræðinemans í fyrra. 11. júní 2015 12:30
Ritgerðinni var læst að beiðni viðskiptafræðideildar „Nemendur bera ábyrgð á sínum verkum fyrst og fremst,“ segir leiðbeinandinn. 5. júní 2015 10:23
Rannsókn lokið á ritgerð viðskiptafræðinema sem á að hafa skáldað ummæli Forseti Félagsvísindasviðs Háskóla Ísland neitar að upplýsa hver niðurstaðan var. 15. júlí 2015 07:00