Ásatrúarfélaginu berast stuðningskveðjur að utan Bjarki Ármannsson skrifar 15. júlí 2015 21:35 Hilmar Örn og félagar njóta stuðnings netverja. Vísir Hilmar Örn Hilmarsson, allsherjargoði Ásatrúarfélagsins, sagði í fréttum Stöðvar tvö í vikunni að félagið hefði sætt gagnrýni að utan fyrir umburðarlyndi sitt og afstöðu til samkynhneigðra. Honum hefðu borist fregnir af hópum sem ætluðu að vitja nýs hofs félagsins, sem á að rísa í Öskjuhlíð á næsta ári, og helga það á sinn hátt svo hægt væri að leiðrétta rangar áherslur frjálslyndra Íslendinga. „Við höfum því miður fengið hatursgusur að utan fyrir það til að mynda að við höfum látið málefni samkynhneigðra okkur varða og börðumst lengi fyrir þeim rétti að fá að gefa saman samkynhneigð pör,“ sagði Hilmar Örn á mánudaginn. Viðbrögð erlendra lesenda við frétt Vísis og Iceland Magazine um málið benda til þess að þessir hópar séu í minnihluta í samfélagi heiðinna. Langflestir sem tjá sig í ummælakerfi Iceland Magazine og í umræðum um fréttina á samskiptavefnum Reddit segjast styðja Ásatrúarfélagið og afstöðu þeirra gagnvart samkynhneigðum. „Ég er bandarískur heiðingi og þið hafið allan stuðning minn,“ skrifar til að mynda einn lesandi. „Það hefur greinilega farið fram hjá nokkrum þessara gagnrýnenda að það að sækja annan heim er helgur virðingarvottur.“ Aðrir segjast deila upplifun Hilmars af yfirlýstum Ásatrúarmönnum sem fordæmi samkynja hjónavígslur þrátt fyrir heimildir sem bendi til þess að heiðingjar á Norðurlöndum hafi ekkert haft á móti samkynhneigð. Þá lýsa margir yfir áhuga á að heimsækja hofið þegar það opnar. „Ég styð vinnubrögð Ásatrúarfélagsins í nútímasamfélagi okkar,“ skrifar annar bandarískur heiðingi. „Heimsókn í hofið er á fötulistanum mínum. Heilsa!“ Tengdar fréttir Ofstækismenn vilja í nýtt hof Ásatrúarfélagsins Allsherjargoði Hilmar Örn Hilmarsson segir Ásatrúarfélagið hafa sætt gagnrýni fyrir umburðarlyndi sitt og afstöðu til samkynhneigðra. Hilmari hafa borist fregnir af hópum sem ætla að vitja hofsins og helga það á sinn hátt svo hægt sé að leiðrétta rangar áherslur frjálslyndra Íslendinga. 13. júlí 2015 21:15 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira
Hilmar Örn Hilmarsson, allsherjargoði Ásatrúarfélagsins, sagði í fréttum Stöðvar tvö í vikunni að félagið hefði sætt gagnrýni að utan fyrir umburðarlyndi sitt og afstöðu til samkynhneigðra. Honum hefðu borist fregnir af hópum sem ætluðu að vitja nýs hofs félagsins, sem á að rísa í Öskjuhlíð á næsta ári, og helga það á sinn hátt svo hægt væri að leiðrétta rangar áherslur frjálslyndra Íslendinga. „Við höfum því miður fengið hatursgusur að utan fyrir það til að mynda að við höfum látið málefni samkynhneigðra okkur varða og börðumst lengi fyrir þeim rétti að fá að gefa saman samkynhneigð pör,“ sagði Hilmar Örn á mánudaginn. Viðbrögð erlendra lesenda við frétt Vísis og Iceland Magazine um málið benda til þess að þessir hópar séu í minnihluta í samfélagi heiðinna. Langflestir sem tjá sig í ummælakerfi Iceland Magazine og í umræðum um fréttina á samskiptavefnum Reddit segjast styðja Ásatrúarfélagið og afstöðu þeirra gagnvart samkynhneigðum. „Ég er bandarískur heiðingi og þið hafið allan stuðning minn,“ skrifar til að mynda einn lesandi. „Það hefur greinilega farið fram hjá nokkrum þessara gagnrýnenda að það að sækja annan heim er helgur virðingarvottur.“ Aðrir segjast deila upplifun Hilmars af yfirlýstum Ásatrúarmönnum sem fordæmi samkynja hjónavígslur þrátt fyrir heimildir sem bendi til þess að heiðingjar á Norðurlöndum hafi ekkert haft á móti samkynhneigð. Þá lýsa margir yfir áhuga á að heimsækja hofið þegar það opnar. „Ég styð vinnubrögð Ásatrúarfélagsins í nútímasamfélagi okkar,“ skrifar annar bandarískur heiðingi. „Heimsókn í hofið er á fötulistanum mínum. Heilsa!“
Tengdar fréttir Ofstækismenn vilja í nýtt hof Ásatrúarfélagsins Allsherjargoði Hilmar Örn Hilmarsson segir Ásatrúarfélagið hafa sætt gagnrýni fyrir umburðarlyndi sitt og afstöðu til samkynhneigðra. Hilmari hafa borist fregnir af hópum sem ætla að vitja hofsins og helga það á sinn hátt svo hægt sé að leiðrétta rangar áherslur frjálslyndra Íslendinga. 13. júlí 2015 21:15 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira
Ofstækismenn vilja í nýtt hof Ásatrúarfélagsins Allsherjargoði Hilmar Örn Hilmarsson segir Ásatrúarfélagið hafa sætt gagnrýni fyrir umburðarlyndi sitt og afstöðu til samkynhneigðra. Hilmari hafa borist fregnir af hópum sem ætla að vitja hofsins og helga það á sinn hátt svo hægt sé að leiðrétta rangar áherslur frjálslyndra Íslendinga. 13. júlí 2015 21:15