Enski boltinn

Everton ekki að bjóða í Evans

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Evans í leik með Manchester United.
Evans í leik með Manchester United. Vísir/Getty
Jonny Evans, varnarmaður Manchester United, er ekki á leið til Everton eins og fjölmiðlar í Englandi héldu fram í gær.

Þetta segir Roberto Martinez, stjóri Everton, í dag en bæði Daily Mail og Guardian fullyrtu í gær að Evans væri við það að fara til Everton fyrir átta milljónir punda.

Sylvain Distin og Antolin Alcarez eru báðir farnir frá Everton en Martinez sagði að félagið væri ekki á höttunum eftir Evans. Fréttirnar væru rangar.

„Ég hef alltaf sagt að ég muni ekki tjá mig um sögusagnir um einstaka leikmenn en ég get þó sagt að það er ekkert satt í þessum fréttum,“ sagði Martinez. Þeir John Stones og Jack McCarthy verða í stóru hlutverki í vörn Everton á næstu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×