Innlent

Ræninginn játaði

Birgir Olgeirsson skrifar
Myndir sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti af ræningjanum.
Myndir sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti af ræningjanum.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur upplýst tvö rán, sem voru framin í versluninni Samkaup í Hófgerði í Kópavogi í gær og á laugardag. Karl á þrítugsaldri hefur játað sök, en hann viðurkenndi við yfirheyrslur að hafa verið að verki í bæði skiptin. Birtar voru myndir af ræningjanum, en í kjölfarið bárust ábendingar sem leiddu til handtöku mannsins.

Maðurinn ógnaði starfsmanni verslunarinnar með hnífi í seinna ráninu en samkvæmt upplýsingum frá Heimi Ríkarðssyni, hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, hafði ræninginn um 15 til 20 þúsund krónur úr hvoru ráninu.

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×