Erlend leigubílaþjónusta ekki æskileg Linda Blöndal skrifar 9. júlí 2015 19:30 Hefðbundnir leigubílar eru nú víða um borgir heims í harðri samkeppni við alþjóðleg fyrirtæki eins og Uber og Lyft, þar sem símaöpp eru notuð til að panta bíl og engin leigubílastöð rekin. Nærri hver sem er getur unnið sem bílstjóri á eigin bifreið undir merkjum þessara fyrirtækja sem lofa hraðari þjónustu, rafrænt í símanum sem veitir allar mögulegar upplýsingar um ferðina. Teikn eru á lofti um að leigubílamarkaðurinn hér á landi taki breytingum á næstunni með aukinni samkeppni. Taka Uber appið sér til fyrirmyndarBifreiðastöð Reykjavíkur, BSR sem hefur starfað síðan árið 1921 hefur gert smáforrit fyrir snjallsíma, líkt og Hreyfill-Bæjarleiðir sem er stærsta stöð landsins. Í Fréttablaðinu í dag segir hins vegar frá nýlegri stöð á Íslandi, Taxi Service sem mun nota forrit svipað og Úber og spara þannig rekstrarkostnað. Bílstjórarnir verði þó allir að hafa tilskilin leyfi samkvæmt reglum hérlendis. Ráðherra skoðar aukið frelsiÓlöf Nordal samgönguráðherra skoðar nú hvort rýmka ætti reglur fyrir leigum eins og Uber sem hefur þó til dæmis verið hafnað í Þýskalandi og Frakklandi. Guðmundur Börkur Framkvæmdastjóri BSR segist fagna áhuga ráðherra en slík þjónusta myndi að sínu mati ekki breyta miklu hér á landi varðandi verð og þjónustu leigubifreiða. „Bílarnir okkar eru komnir á staðinn eftir um það bil fimm mínútur. Varðandi Uber, þá er þetta bókunarsíða. Þetta er ekki leigubílastöð, þetta er ekki leigubíll. Þetta er bókunarkerfi sem virkar í appinu sem tekur þóknun. Þeir peningar fara út úr landinu, skila sé ekki inn í hagkerfið og í dag er þetta tíu present”, sagði Guðmundur í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.Yfirbygging leigubílsstöðva ekki kostnaðarsömGuðmundur segir rekstur leigubílastöðva ekki dýra. Eigi að lækka verð á leigubílafarinu myndi það bitna á launum bílstjóranna. „Að reka leigubílastöð og þá þjónustu sem hún veitir leigubílstjórunum sem felst í símaþjónustu allan sólarhringinn, þvottaaðstöðu og kaffistofu og svo framvegis. Það er líklega tólf present af tekjum eða innkomu stöðvarinnar”, segir Guðmundur. Skapa atvinnu og öryggi Aðspurður hvort að þessi þjónusta við bílstjórana sé þó nauðsynleg segir Guðmundur að það verði til þess að það verði kannski tveimur prósentum dýrara en sem Uber rukkar. „Við sköpum atvinnu, erum með starfsfólk í vinnu og fólk getur hringt í okkur og lagt fram sín erindi. Þú hringir ekki í Uber og þeir sem keyra leigubíl fyrir þá þurfa ekki að skila sakavottorði eða hafa tilskilin réttindi til leigubílaaksturs eins og kerfið krefst í dag hér”, sagði Guðmundur ennfremur. Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Hefðbundnir leigubílar eru nú víða um borgir heims í harðri samkeppni við alþjóðleg fyrirtæki eins og Uber og Lyft, þar sem símaöpp eru notuð til að panta bíl og engin leigubílastöð rekin. Nærri hver sem er getur unnið sem bílstjóri á eigin bifreið undir merkjum þessara fyrirtækja sem lofa hraðari þjónustu, rafrænt í símanum sem veitir allar mögulegar upplýsingar um ferðina. Teikn eru á lofti um að leigubílamarkaðurinn hér á landi taki breytingum á næstunni með aukinni samkeppni. Taka Uber appið sér til fyrirmyndarBifreiðastöð Reykjavíkur, BSR sem hefur starfað síðan árið 1921 hefur gert smáforrit fyrir snjallsíma, líkt og Hreyfill-Bæjarleiðir sem er stærsta stöð landsins. Í Fréttablaðinu í dag segir hins vegar frá nýlegri stöð á Íslandi, Taxi Service sem mun nota forrit svipað og Úber og spara þannig rekstrarkostnað. Bílstjórarnir verði þó allir að hafa tilskilin leyfi samkvæmt reglum hérlendis. Ráðherra skoðar aukið frelsiÓlöf Nordal samgönguráðherra skoðar nú hvort rýmka ætti reglur fyrir leigum eins og Uber sem hefur þó til dæmis verið hafnað í Þýskalandi og Frakklandi. Guðmundur Börkur Framkvæmdastjóri BSR segist fagna áhuga ráðherra en slík þjónusta myndi að sínu mati ekki breyta miklu hér á landi varðandi verð og þjónustu leigubifreiða. „Bílarnir okkar eru komnir á staðinn eftir um það bil fimm mínútur. Varðandi Uber, þá er þetta bókunarsíða. Þetta er ekki leigubílastöð, þetta er ekki leigubíll. Þetta er bókunarkerfi sem virkar í appinu sem tekur þóknun. Þeir peningar fara út úr landinu, skila sé ekki inn í hagkerfið og í dag er þetta tíu present”, sagði Guðmundur í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.Yfirbygging leigubílsstöðva ekki kostnaðarsömGuðmundur segir rekstur leigubílastöðva ekki dýra. Eigi að lækka verð á leigubílafarinu myndi það bitna á launum bílstjóranna. „Að reka leigubílastöð og þá þjónustu sem hún veitir leigubílstjórunum sem felst í símaþjónustu allan sólarhringinn, þvottaaðstöðu og kaffistofu og svo framvegis. Það er líklega tólf present af tekjum eða innkomu stöðvarinnar”, segir Guðmundur. Skapa atvinnu og öryggi Aðspurður hvort að þessi þjónusta við bílstjórana sé þó nauðsynleg segir Guðmundur að það verði til þess að það verði kannski tveimur prósentum dýrara en sem Uber rukkar. „Við sköpum atvinnu, erum með starfsfólk í vinnu og fólk getur hringt í okkur og lagt fram sín erindi. Þú hringir ekki í Uber og þeir sem keyra leigubíl fyrir þá þurfa ekki að skila sakavottorði eða hafa tilskilin réttindi til leigubílaaksturs eins og kerfið krefst í dag hér”, sagði Guðmundur ennfremur.
Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira