Innlent

Kynferðisleg áreitni alls ekki liðin á Secret Solstice

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Secret Solstice fer fram í Laugardalnum um helgina.
Secret Solstice fer fram í Laugardalnum um helgina. vísir/andri marinó
Egill Ólafur Thorarensen, einn af skipuleggjendum Secret Solstice, harmar atvik sem áttu sér stað á tónlistarhátíðinni í gær og Vísir fjallaði um fyrr í dag. Var þar rætt við Bylgju Babýlons, leikkonu og uppistandara, sem sagði frá því á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi að hann hefði verið ógnað og kynferðislega áreitt af karlmönnum á hátíðinni.

„Það fyrsta sem ég gerði var að hafa samband við Bylgju. Ég bað hana um að segja mér hvar þetta hefði gerst og hvort hún gæti jafnvel borið kennsl á þessa menn ef hún sæi þá aftur. Við líðum svona einfaldlega alls ekki á Secret Solstice. Það er búið að tala við gæsluna og það eru skýrar línur frá okkur að ef við sjáum eitthvað í líkingu við kynferðislega áreitni þá verða böndin klippt hjá fólki og þeim vísað út af svæðinu,“ segir Egill í samtali við Vísi.

Egill bendir á að í fyrra hafi engin kynferðisbrot komið upp á hátíðinni né önnur ofbeldisbrot og það sem af er hátíðinni hefur ekki verið tilkynnt um neinar líkamsárásir eða annað slíkt. Hann segir að gæslan á hátíðinni verði engu að síður hert enda sé skipuleggjendum mikið í mun að allt fari vel fram í Laugardalnum um helgina.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×