Byggt ofan á skjálftasprungu Linda Blöndal skrifar 20. júní 2015 19:30 Kísilverið sem rísa á iðnaðarsvæðinu á Bakka norðan Húsavíkur stendur á miðju skjálftasvæði sem er það virkasta á Norðurlandi, segir Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur. Staðurinn sé sá versti mögulegi fyrir starfsemina. Sveitarstjóri Norðurþings segir áhættuna hafa verið metna samkvæmt opinberum viðmiðum og breyti ekki því að verkefnið haldi áfram.Á barmi helsta skjálftasvæði landsins Páll bendir á að lóðin þar sem kísilverið á að rísa sé á barmi virkasta misgengis á landinu. Það sé helsta skjálftasvæði Norðurlands. „Þarna munu í framtíðinni verða stórir skjálftar sem eiga upptök sín í sprungunni sjálfri og það er hreinlega ekki hægt að komast nær henni heldur en þetta. Það er akkúrat þar sem maður vill ekki hafa viðkvæman atvinnurekstur”, sagði Páll í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Þetta er hreinlega á bakkanum á sprungunni sjálfri. Öll byggingarlóðin er innan við fimm hundruð metra allt saman frá virku misgengi,”Páll Einarsson jarðeðlisfræðingurByggingarlóðin færð nær misgenginuTveir staðir á landinu er slík flekamót sem búa til stóra jarðskjálfra, bendir Páll á. Annars vegar á suðurlandsundirlendinu og hins vegar við ströndina á norðurlandi. „Þar eru flekaskilin greinótt. Ein greinin liggur hreinlega þarna um Húsavíkurmisgengin”, segir Páll og bætir við að þetta hafi legið fyrir allan tímann sem rætt hefur verið um kísilver á Bakka. En af einhverjum ástæðum hafi byggingarlóðin verið færð nær misgenginu heldur en allar rannsóknir beindust að áður.Húsin standa en starfsemin viðkvæmÞýska fyrirtækið PCC ætlar að hefja framleiðslu kísilmálms á Bakka í lok ársins 2017 en fyrr í mánuðinum var raforkusamningur við Landsnet tryggður. Síðast varð stór skjálfti á Húsavíkursvæðinu árið 1872 en minni skjálftar hafi verið tíðir fram á áttunda áratug síðustu aldar. Páll segir að þegar skjálfti verði, upp á jafnvel sjö stig eins og reikna má reikna má með útfrá fyrri skjálftum, þá geti byggingar allt eins staðið það af sér en starfsemi eins og kísilver ekki.Óvissa„Það er engin leið að reikna út hve hröðunin og hreyfingin verður mikil þarna. Hver svo sem hún verður þá er afskaplega erfitt að reka málmbræðslu með bræðsluofnum og bræðsluofnasal þar sem folk á að vinna við þessar aðstæður”, segir Páll.Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri NorðurþingsAllir opinberir staðlar uppfylltirKristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings bendir á að á löngum ferli málsins sé búið að fara í gegnum allt mögulegt áhættumat. Umhverfismat og starfsleyfi uppfylli allar opinberar kröfur. „Þegar fyrirtækið PCC sótti um þessa tilteknu lóð þá var þetta vitað og ítarlegar rannsóknir og áhættumat hefur farið fram og tillit tekið til þessa varðandi hönnunina á mannvirkjunum sem hefur staðið undanfarin ár”, sagði Kristján í fréttatímanum.Langur tími í rannsóknirHann telur áhættuna af málmbræðslu inni í verinu miðað við jarðskjálftahættu vera vel ígrundaða af hálfu yfirvalda og fyrirtækisins þýska. „Ég svo sem ekki forsendur sjálfur til að meta það annað en að fyrirtækið sjálft og hönnuðir þess hafi farið að leikreglum sem snúa að mannvirkjum og starfsemi kveða á um. Undirbúningur verkefnisins er búinn að fara í gegnum langt og strangt ferli. Iðnaðarsvæðið á Bakka hefur verið til umræðu mjög lengi og farið í gegnum margskona mat í gegnum árin”, segir Kristján. Ekkert sé nú að vanbúnaði að hefja uppbyggingu á staðnum. Menn vinni einfaldlega eftir stöðlum og reglum sem gilda á hverju svæði. Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Kísilverið sem rísa á iðnaðarsvæðinu á Bakka norðan Húsavíkur stendur á miðju skjálftasvæði sem er það virkasta á Norðurlandi, segir Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur. Staðurinn sé sá versti mögulegi fyrir starfsemina. Sveitarstjóri Norðurþings segir áhættuna hafa verið metna samkvæmt opinberum viðmiðum og breyti ekki því að verkefnið haldi áfram.Á barmi helsta skjálftasvæði landsins Páll bendir á að lóðin þar sem kísilverið á að rísa sé á barmi virkasta misgengis á landinu. Það sé helsta skjálftasvæði Norðurlands. „Þarna munu í framtíðinni verða stórir skjálftar sem eiga upptök sín í sprungunni sjálfri og það er hreinlega ekki hægt að komast nær henni heldur en þetta. Það er akkúrat þar sem maður vill ekki hafa viðkvæman atvinnurekstur”, sagði Páll í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Þetta er hreinlega á bakkanum á sprungunni sjálfri. Öll byggingarlóðin er innan við fimm hundruð metra allt saman frá virku misgengi,”Páll Einarsson jarðeðlisfræðingurByggingarlóðin færð nær misgenginuTveir staðir á landinu er slík flekamót sem búa til stóra jarðskjálfra, bendir Páll á. Annars vegar á suðurlandsundirlendinu og hins vegar við ströndina á norðurlandi. „Þar eru flekaskilin greinótt. Ein greinin liggur hreinlega þarna um Húsavíkurmisgengin”, segir Páll og bætir við að þetta hafi legið fyrir allan tímann sem rætt hefur verið um kísilver á Bakka. En af einhverjum ástæðum hafi byggingarlóðin verið færð nær misgenginu heldur en allar rannsóknir beindust að áður.Húsin standa en starfsemin viðkvæmÞýska fyrirtækið PCC ætlar að hefja framleiðslu kísilmálms á Bakka í lok ársins 2017 en fyrr í mánuðinum var raforkusamningur við Landsnet tryggður. Síðast varð stór skjálfti á Húsavíkursvæðinu árið 1872 en minni skjálftar hafi verið tíðir fram á áttunda áratug síðustu aldar. Páll segir að þegar skjálfti verði, upp á jafnvel sjö stig eins og reikna má reikna má með útfrá fyrri skjálftum, þá geti byggingar allt eins staðið það af sér en starfsemi eins og kísilver ekki.Óvissa„Það er engin leið að reikna út hve hröðunin og hreyfingin verður mikil þarna. Hver svo sem hún verður þá er afskaplega erfitt að reka málmbræðslu með bræðsluofnum og bræðsluofnasal þar sem folk á að vinna við þessar aðstæður”, segir Páll.Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri NorðurþingsAllir opinberir staðlar uppfylltirKristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings bendir á að á löngum ferli málsins sé búið að fara í gegnum allt mögulegt áhættumat. Umhverfismat og starfsleyfi uppfylli allar opinberar kröfur. „Þegar fyrirtækið PCC sótti um þessa tilteknu lóð þá var þetta vitað og ítarlegar rannsóknir og áhættumat hefur farið fram og tillit tekið til þessa varðandi hönnunina á mannvirkjunum sem hefur staðið undanfarin ár”, sagði Kristján í fréttatímanum.Langur tími í rannsóknirHann telur áhættuna af málmbræðslu inni í verinu miðað við jarðskjálftahættu vera vel ígrundaða af hálfu yfirvalda og fyrirtækisins þýska. „Ég svo sem ekki forsendur sjálfur til að meta það annað en að fyrirtækið sjálft og hönnuðir þess hafi farið að leikreglum sem snúa að mannvirkjum og starfsemi kveða á um. Undirbúningur verkefnisins er búinn að fara í gegnum langt og strangt ferli. Iðnaðarsvæðið á Bakka hefur verið til umræðu mjög lengi og farið í gegnum margskona mat í gegnum árin”, segir Kristján. Ekkert sé nú að vanbúnaði að hefja uppbyggingu á staðnum. Menn vinni einfaldlega eftir stöðlum og reglum sem gilda á hverju svæði.
Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira