Byggt ofan á skjálftasprungu Linda Blöndal skrifar 20. júní 2015 19:30 Kísilverið sem rísa á iðnaðarsvæðinu á Bakka norðan Húsavíkur stendur á miðju skjálftasvæði sem er það virkasta á Norðurlandi, segir Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur. Staðurinn sé sá versti mögulegi fyrir starfsemina. Sveitarstjóri Norðurþings segir áhættuna hafa verið metna samkvæmt opinberum viðmiðum og breyti ekki því að verkefnið haldi áfram.Á barmi helsta skjálftasvæði landsins Páll bendir á að lóðin þar sem kísilverið á að rísa sé á barmi virkasta misgengis á landinu. Það sé helsta skjálftasvæði Norðurlands. „Þarna munu í framtíðinni verða stórir skjálftar sem eiga upptök sín í sprungunni sjálfri og það er hreinlega ekki hægt að komast nær henni heldur en þetta. Það er akkúrat þar sem maður vill ekki hafa viðkvæman atvinnurekstur”, sagði Páll í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Þetta er hreinlega á bakkanum á sprungunni sjálfri. Öll byggingarlóðin er innan við fimm hundruð metra allt saman frá virku misgengi,”Páll Einarsson jarðeðlisfræðingurByggingarlóðin færð nær misgenginuTveir staðir á landinu er slík flekamót sem búa til stóra jarðskjálfra, bendir Páll á. Annars vegar á suðurlandsundirlendinu og hins vegar við ströndina á norðurlandi. „Þar eru flekaskilin greinótt. Ein greinin liggur hreinlega þarna um Húsavíkurmisgengin”, segir Páll og bætir við að þetta hafi legið fyrir allan tímann sem rætt hefur verið um kísilver á Bakka. En af einhverjum ástæðum hafi byggingarlóðin verið færð nær misgenginu heldur en allar rannsóknir beindust að áður.Húsin standa en starfsemin viðkvæmÞýska fyrirtækið PCC ætlar að hefja framleiðslu kísilmálms á Bakka í lok ársins 2017 en fyrr í mánuðinum var raforkusamningur við Landsnet tryggður. Síðast varð stór skjálfti á Húsavíkursvæðinu árið 1872 en minni skjálftar hafi verið tíðir fram á áttunda áratug síðustu aldar. Páll segir að þegar skjálfti verði, upp á jafnvel sjö stig eins og reikna má reikna má með útfrá fyrri skjálftum, þá geti byggingar allt eins staðið það af sér en starfsemi eins og kísilver ekki.Óvissa„Það er engin leið að reikna út hve hröðunin og hreyfingin verður mikil þarna. Hver svo sem hún verður þá er afskaplega erfitt að reka málmbræðslu með bræðsluofnum og bræðsluofnasal þar sem folk á að vinna við þessar aðstæður”, segir Páll.Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri NorðurþingsAllir opinberir staðlar uppfylltirKristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings bendir á að á löngum ferli málsins sé búið að fara í gegnum allt mögulegt áhættumat. Umhverfismat og starfsleyfi uppfylli allar opinberar kröfur. „Þegar fyrirtækið PCC sótti um þessa tilteknu lóð þá var þetta vitað og ítarlegar rannsóknir og áhættumat hefur farið fram og tillit tekið til þessa varðandi hönnunina á mannvirkjunum sem hefur staðið undanfarin ár”, sagði Kristján í fréttatímanum.Langur tími í rannsóknirHann telur áhættuna af málmbræðslu inni í verinu miðað við jarðskjálftahættu vera vel ígrundaða af hálfu yfirvalda og fyrirtækisins þýska. „Ég svo sem ekki forsendur sjálfur til að meta það annað en að fyrirtækið sjálft og hönnuðir þess hafi farið að leikreglum sem snúa að mannvirkjum og starfsemi kveða á um. Undirbúningur verkefnisins er búinn að fara í gegnum langt og strangt ferli. Iðnaðarsvæðið á Bakka hefur verið til umræðu mjög lengi og farið í gegnum margskona mat í gegnum árin”, segir Kristján. Ekkert sé nú að vanbúnaði að hefja uppbyggingu á staðnum. Menn vinni einfaldlega eftir stöðlum og reglum sem gilda á hverju svæði. Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Sjá meira
Kísilverið sem rísa á iðnaðarsvæðinu á Bakka norðan Húsavíkur stendur á miðju skjálftasvæði sem er það virkasta á Norðurlandi, segir Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur. Staðurinn sé sá versti mögulegi fyrir starfsemina. Sveitarstjóri Norðurþings segir áhættuna hafa verið metna samkvæmt opinberum viðmiðum og breyti ekki því að verkefnið haldi áfram.Á barmi helsta skjálftasvæði landsins Páll bendir á að lóðin þar sem kísilverið á að rísa sé á barmi virkasta misgengis á landinu. Það sé helsta skjálftasvæði Norðurlands. „Þarna munu í framtíðinni verða stórir skjálftar sem eiga upptök sín í sprungunni sjálfri og það er hreinlega ekki hægt að komast nær henni heldur en þetta. Það er akkúrat þar sem maður vill ekki hafa viðkvæman atvinnurekstur”, sagði Páll í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Þetta er hreinlega á bakkanum á sprungunni sjálfri. Öll byggingarlóðin er innan við fimm hundruð metra allt saman frá virku misgengi,”Páll Einarsson jarðeðlisfræðingurByggingarlóðin færð nær misgenginuTveir staðir á landinu er slík flekamót sem búa til stóra jarðskjálfra, bendir Páll á. Annars vegar á suðurlandsundirlendinu og hins vegar við ströndina á norðurlandi. „Þar eru flekaskilin greinótt. Ein greinin liggur hreinlega þarna um Húsavíkurmisgengin”, segir Páll og bætir við að þetta hafi legið fyrir allan tímann sem rætt hefur verið um kísilver á Bakka. En af einhverjum ástæðum hafi byggingarlóðin verið færð nær misgenginu heldur en allar rannsóknir beindust að áður.Húsin standa en starfsemin viðkvæmÞýska fyrirtækið PCC ætlar að hefja framleiðslu kísilmálms á Bakka í lok ársins 2017 en fyrr í mánuðinum var raforkusamningur við Landsnet tryggður. Síðast varð stór skjálfti á Húsavíkursvæðinu árið 1872 en minni skjálftar hafi verið tíðir fram á áttunda áratug síðustu aldar. Páll segir að þegar skjálfti verði, upp á jafnvel sjö stig eins og reikna má reikna má með útfrá fyrri skjálftum, þá geti byggingar allt eins staðið það af sér en starfsemi eins og kísilver ekki.Óvissa„Það er engin leið að reikna út hve hröðunin og hreyfingin verður mikil þarna. Hver svo sem hún verður þá er afskaplega erfitt að reka málmbræðslu með bræðsluofnum og bræðsluofnasal þar sem folk á að vinna við þessar aðstæður”, segir Páll.Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri NorðurþingsAllir opinberir staðlar uppfylltirKristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings bendir á að á löngum ferli málsins sé búið að fara í gegnum allt mögulegt áhættumat. Umhverfismat og starfsleyfi uppfylli allar opinberar kröfur. „Þegar fyrirtækið PCC sótti um þessa tilteknu lóð þá var þetta vitað og ítarlegar rannsóknir og áhættumat hefur farið fram og tillit tekið til þessa varðandi hönnunina á mannvirkjunum sem hefur staðið undanfarin ár”, sagði Kristján í fréttatímanum.Langur tími í rannsóknirHann telur áhættuna af málmbræðslu inni í verinu miðað við jarðskjálftahættu vera vel ígrundaða af hálfu yfirvalda og fyrirtækisins þýska. „Ég svo sem ekki forsendur sjálfur til að meta það annað en að fyrirtækið sjálft og hönnuðir þess hafi farið að leikreglum sem snúa að mannvirkjum og starfsemi kveða á um. Undirbúningur verkefnisins er búinn að fara í gegnum langt og strangt ferli. Iðnaðarsvæðið á Bakka hefur verið til umræðu mjög lengi og farið í gegnum margskona mat í gegnum árin”, segir Kristján. Ekkert sé nú að vanbúnaði að hefja uppbyggingu á staðnum. Menn vinni einfaldlega eftir stöðlum og reglum sem gilda á hverju svæði.
Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Sjá meira