Fangi á Litla-Hrauni hjó nærri Íslandsmeti í sterafalli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. júní 2015 09:00 Umræddur fangi situr inni á Litla-hrauni. Vísir/Vilhelm Fangi á Litla-Hrauni kolféll á dögunum á lyfjaprófi en talið er að um næsthæsta hlutfall testeróns sé að ræða sem fundist hefur í lyfjaprófi hér á landi. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir mörg hundruð próf framkvæmd á ári hverju þar sem leitað er að allt frá áfengi og þekktum fíkniefnum yfir í ávanabindandi efni og stera. Fangar fá allt frá áminningu yfir í einangrunarvistun þegar þeir falla á prófum. T/E hlutfallið í sýni fangans var 107 samkvæmt heimildum Vísis. Um anabólíska stera er að ræða sem notaðir eru til að auka vöðvamassa. Hlutfallið er afar hátt en til samanburðar var T/E hlutfall handboltakappa sem féll á lyfjaprófi í febrúar í kringum 8. T/E er hlutfall testosterone (T) á móti epitestosterone (E) í líkamanum. Því er um rúmlega þrettánfalt magn að ræða þegar 107 er borið saman við mál handboltakappans sem töluvert var til umfjöllunar.Skúli Skúlason hjá lyfjaráði ÍSÍ.VísirHæst greinst 114 „Átta er ekki sérstaklega hátt,“ segir Skúli Skúlason, formaður Lyfjaráðs. Í þeim tilfellum sem íþróttamenn falli hér á landi sé T/E hlutfallið yfirleitt á bilinu 20-30. Öll sýni með hlutfall lægra en 10 eru send til sérstakrar skoðunar þar sem í kringum 2% karlmanna séu með náttúrulega hátt hlutfall T/E. Vísir hafði samband við Skúla til að fá skýringar á svo háu hlutfalli sem ekki er algengt að komi inn á borð lyfjaeftirlitsins. „Við höfum greint hæst í okkar prófum 114,“ segir Skúli. Um var að ræða keppanda á fitnessmóti fyrir um áratug. Hann þekkir ekki fleiri dæmi þess að T/E hlutfall hafi mælst yfir 100 hér á landi. Hann segir stærðargráðuna T/E í kringum 20-30 algengasta þegar menn eru greindir hér á landi.Páll Winkelvísir/gvaGetur þýtt einangrunarvist Páll Winkel fangelsismálastjóri segir í samtali við Vísi að lyfjapróf séu framkvæmd reglulega á Litla-Hrauni. Mælt er fyrir öllum þekktum fíkniefnum ávanabindandi efnum sem og sterum. Um sé að ræða mörg hundruð prufur á ári og það gerist reglulega að menn falli. Finnist efni í sýnum fanganna hefur það agaviðurlög í för með sér „Þeir sem eru í opnum fangelsum hafa þá verið fluttir í lokað fangelsi. Ef menn eru í lokuðum fangelsum fá þeir allt frá áminnningu yfir í einangrun fyrir ítrekuð og alvarleg brot,“ segir Páll. Páll segir þónokkur dæmi hafa komið upp í fangelsum hér á landi þar sem fangar mælast á sterum. Í kjölfarið hafi verið farið af stað með fræðslu innan veggja fangelsanna um hættueiginleika mismunandi efna. „Þetta er auðvitað eitthvað sem við höfum miklar áhyggjur af.“Verulega öflug notkun á sterum Sem fyrr segir er að öllum líkindum um næsthæsta T/E hlutfall að ræða sem fundist hefur í mælingu hér á landi. „Til þess að hlutfallið fari yfir 100 þarf að vera verulega öflug notkun á sterunum,“ segir Skúli aðspurður um hvernig svo hátt hlutfall geti eiginlega verið til komið. „Annað sem skiptir máli í þessu er hve stutt er síðan viðkomandi var að taka sterana,“ bætir Skúli við. Hafi sýnið verið tekið þegar fanginn var á hápunkti í inntöku sinni á sterum, oft kölluð „meðferð“, þá mælast hlutföllin mjög há. Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Fangi á Litla-Hrauni kolféll á dögunum á lyfjaprófi en talið er að um næsthæsta hlutfall testeróns sé að ræða sem fundist hefur í lyfjaprófi hér á landi. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir mörg hundruð próf framkvæmd á ári hverju þar sem leitað er að allt frá áfengi og þekktum fíkniefnum yfir í ávanabindandi efni og stera. Fangar fá allt frá áminningu yfir í einangrunarvistun þegar þeir falla á prófum. T/E hlutfallið í sýni fangans var 107 samkvæmt heimildum Vísis. Um anabólíska stera er að ræða sem notaðir eru til að auka vöðvamassa. Hlutfallið er afar hátt en til samanburðar var T/E hlutfall handboltakappa sem féll á lyfjaprófi í febrúar í kringum 8. T/E er hlutfall testosterone (T) á móti epitestosterone (E) í líkamanum. Því er um rúmlega þrettánfalt magn að ræða þegar 107 er borið saman við mál handboltakappans sem töluvert var til umfjöllunar.Skúli Skúlason hjá lyfjaráði ÍSÍ.VísirHæst greinst 114 „Átta er ekki sérstaklega hátt,“ segir Skúli Skúlason, formaður Lyfjaráðs. Í þeim tilfellum sem íþróttamenn falli hér á landi sé T/E hlutfallið yfirleitt á bilinu 20-30. Öll sýni með hlutfall lægra en 10 eru send til sérstakrar skoðunar þar sem í kringum 2% karlmanna séu með náttúrulega hátt hlutfall T/E. Vísir hafði samband við Skúla til að fá skýringar á svo háu hlutfalli sem ekki er algengt að komi inn á borð lyfjaeftirlitsins. „Við höfum greint hæst í okkar prófum 114,“ segir Skúli. Um var að ræða keppanda á fitnessmóti fyrir um áratug. Hann þekkir ekki fleiri dæmi þess að T/E hlutfall hafi mælst yfir 100 hér á landi. Hann segir stærðargráðuna T/E í kringum 20-30 algengasta þegar menn eru greindir hér á landi.Páll Winkelvísir/gvaGetur þýtt einangrunarvist Páll Winkel fangelsismálastjóri segir í samtali við Vísi að lyfjapróf séu framkvæmd reglulega á Litla-Hrauni. Mælt er fyrir öllum þekktum fíkniefnum ávanabindandi efnum sem og sterum. Um sé að ræða mörg hundruð prufur á ári og það gerist reglulega að menn falli. Finnist efni í sýnum fanganna hefur það agaviðurlög í för með sér „Þeir sem eru í opnum fangelsum hafa þá verið fluttir í lokað fangelsi. Ef menn eru í lokuðum fangelsum fá þeir allt frá áminnningu yfir í einangrun fyrir ítrekuð og alvarleg brot,“ segir Páll. Páll segir þónokkur dæmi hafa komið upp í fangelsum hér á landi þar sem fangar mælast á sterum. Í kjölfarið hafi verið farið af stað með fræðslu innan veggja fangelsanna um hættueiginleika mismunandi efna. „Þetta er auðvitað eitthvað sem við höfum miklar áhyggjur af.“Verulega öflug notkun á sterum Sem fyrr segir er að öllum líkindum um næsthæsta T/E hlutfall að ræða sem fundist hefur í mælingu hér á landi. „Til þess að hlutfallið fari yfir 100 þarf að vera verulega öflug notkun á sterunum,“ segir Skúli aðspurður um hvernig svo hátt hlutfall geti eiginlega verið til komið. „Annað sem skiptir máli í þessu er hve stutt er síðan viðkomandi var að taka sterana,“ bætir Skúli við. Hafi sýnið verið tekið þegar fanginn var á hápunkti í inntöku sinni á sterum, oft kölluð „meðferð“, þá mælast hlutföllin mjög há.
Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira