Nokkrir félagar höfði sett á svið falda myndavél. Maður að nafni Michael henti sér í hvítan kanínubúning og átti hann einfaldlega að bregða fólki sem gekk um götur borgarinnar.
Um er að ræða þátt á YouTube sem nefnist the Royal Stampede en margir vilja meina að þarna hafi menn farið yfir strikið.
Hann gerði það nokkrum sinnum, en hrekkurinn tók snöggan endir þegar Michael hélt að hann hefði gefið eldri manni hjartaáfall.
Við atvikið hlupu allir í genginu að manninum og reyndu að aðstoða hann og dóttir hans. Það sem Michael vissi ekki var að allir nema hann voru með í hrekknum.
Hér að neðan má síðan sjá hvernig til tókst en við skulum segja að Michael var ekkert sérstaklega sáttur.