Stór hluti þeirra sem sóttu um í Verzló mun ekki fá inngöngu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. júní 2015 15:04 555 nemendur sóttu um í Verzló í fyrsta vali en 280 pláss eru í boði. Visir/Vilhelm Svo gæti farið að nemendur með mjög háar einkunnir komist ekki inn í draumaframhaldsskólann sinn í haust vegna plássleysis. Þannig sóttu um tvisvar sinnum fleiri útskrifaðir 10. bekkingar um nám við Verzlunarskóla Íslands en skólinn getur tekið á móti. Verzló virðist langvinsælasti menntaskólinn um þessar mundir miðað við fjölda umsækjenda. Frestur til að sækja um í framhaldsskóla rann út á miðnætti í gær. Kvennaskólinn í Reykjavík, Menntaskólinn í Reykjavík, Menntaskólinn við Hamrahlíð og Verzlunarskóli Íslands eru vinsælustu skólar landsins ef miðað er við þann fjölda sem sótti um. Skólarnir fjórir búa allir við þann vanda að geta ekki tekið við öllum sem sóttu um. 555 nemendur settu Verzló í 1. sæti í vali sínu en nemendur velja tvo skóla, svokallað fyrsta og annað val. 280 laus pláss eru í skólanum þannig að helmingur þeirra sem sóttu um þurfa frá að hverfa. Þá settu 140 Verzló í annað sætið.Fjöldi umsækjenda í fyrsta og öðru vali í skólunum fjórum ásamt þeim plássum sem eru í boði.Kristrún Birgisdóttir hjá Námsmatsstofnun segir í samtali við Vísi að fjöldinn sem sæki um skólavist í ár sé sambærilegur því sem var í fyrra. Hins vegar dreifist enn fleiri nemendur á fyrrnefnda fjóra skóla. Samkeppnin er meiri sem verður til þess að krafan um hærri einkunnir, sem flestir skólanna miða við þegar ákveðið er hvaða nemendur fá inngöngu, verður meiri. „Það gætu verið nemendur með mjög háar einkunnir sem komast ekki í sitt fyrsta val,“ segir Kristrún. Um 87% nemenda komust inn í þann skóla sem þeir settu í 1. val í fyrra og um 99% nemenda komust inn í annan af skólunum tveimur. 40 nemendur þurftu að leita í aðra skóla.Frá busavígslu í MR.Vísir/GVASkólarnir vinna úr umsóknunum þannig að þeir raða upp nemendum sem sóttu um, flestir miðað við einkunnir, óháð fyrsta eða öðru vali. Þeir fá skólavist nema í þeim tilfellum sem um annað val er að ræða hjá viðkomandi nemenda sem kemst inn í annan skóla, hans fyrsta val. Þá eru teknir inn næstu nemendur á listanum. Reiknað er með því að nemendur fái að vita örlög sín í síðasta lagi þann 25. júní. Að neðan má líta upplýsingar frá Námsmatssfonun um hvernig það fer fram:1. Þegar allir verða komnir með skólavist (í síðasta lagi 25. júní, fyrr ef allt gengur vel, þá opnar fyrir á menntagatt.is og þá geta nemendur notað veflykilinn sinn til að sjá í hvaða skóla þeir fengu inngöngu2. Einhverjir skólar senda umsækjendum sínum bréf í pósti, aðrir í tölvupósti3. Allir fá greiðsluseðil í heimabanka (misjafnt hvort sá seðill er sendur á forráðamenn eða nemandann sjálfan) Námsmatsstofnun sér um að útvega þeim sem ekki fá inni í þeim skólum sem þeir sóttu um í skólavist. Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Sjá meira
Svo gæti farið að nemendur með mjög háar einkunnir komist ekki inn í draumaframhaldsskólann sinn í haust vegna plássleysis. Þannig sóttu um tvisvar sinnum fleiri útskrifaðir 10. bekkingar um nám við Verzlunarskóla Íslands en skólinn getur tekið á móti. Verzló virðist langvinsælasti menntaskólinn um þessar mundir miðað við fjölda umsækjenda. Frestur til að sækja um í framhaldsskóla rann út á miðnætti í gær. Kvennaskólinn í Reykjavík, Menntaskólinn í Reykjavík, Menntaskólinn við Hamrahlíð og Verzlunarskóli Íslands eru vinsælustu skólar landsins ef miðað er við þann fjölda sem sótti um. Skólarnir fjórir búa allir við þann vanda að geta ekki tekið við öllum sem sóttu um. 555 nemendur settu Verzló í 1. sæti í vali sínu en nemendur velja tvo skóla, svokallað fyrsta og annað val. 280 laus pláss eru í skólanum þannig að helmingur þeirra sem sóttu um þurfa frá að hverfa. Þá settu 140 Verzló í annað sætið.Fjöldi umsækjenda í fyrsta og öðru vali í skólunum fjórum ásamt þeim plássum sem eru í boði.Kristrún Birgisdóttir hjá Námsmatsstofnun segir í samtali við Vísi að fjöldinn sem sæki um skólavist í ár sé sambærilegur því sem var í fyrra. Hins vegar dreifist enn fleiri nemendur á fyrrnefnda fjóra skóla. Samkeppnin er meiri sem verður til þess að krafan um hærri einkunnir, sem flestir skólanna miða við þegar ákveðið er hvaða nemendur fá inngöngu, verður meiri. „Það gætu verið nemendur með mjög háar einkunnir sem komast ekki í sitt fyrsta val,“ segir Kristrún. Um 87% nemenda komust inn í þann skóla sem þeir settu í 1. val í fyrra og um 99% nemenda komust inn í annan af skólunum tveimur. 40 nemendur þurftu að leita í aðra skóla.Frá busavígslu í MR.Vísir/GVASkólarnir vinna úr umsóknunum þannig að þeir raða upp nemendum sem sóttu um, flestir miðað við einkunnir, óháð fyrsta eða öðru vali. Þeir fá skólavist nema í þeim tilfellum sem um annað val er að ræða hjá viðkomandi nemenda sem kemst inn í annan skóla, hans fyrsta val. Þá eru teknir inn næstu nemendur á listanum. Reiknað er með því að nemendur fái að vita örlög sín í síðasta lagi þann 25. júní. Að neðan má líta upplýsingar frá Námsmatssfonun um hvernig það fer fram:1. Þegar allir verða komnir með skólavist (í síðasta lagi 25. júní, fyrr ef allt gengur vel, þá opnar fyrir á menntagatt.is og þá geta nemendur notað veflykilinn sinn til að sjá í hvaða skóla þeir fengu inngöngu2. Einhverjir skólar senda umsækjendum sínum bréf í pósti, aðrir í tölvupósti3. Allir fá greiðsluseðil í heimabanka (misjafnt hvort sá seðill er sendur á forráðamenn eða nemandann sjálfan) Námsmatsstofnun sér um að útvega þeim sem ekki fá inni í þeim skólum sem þeir sóttu um í skólavist.
Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Sjá meira