Íbúum Hlíðarhjalla tjáð hvar maðurinn er niðurkominn Bjarki Ármannsson skrifar 3. júní 2015 11:00 Enn liggur ekki fyrir hvort skotið hafi verið úr byssu í Hlíðarhjalla í gær. Vísir/Vilhelm Íbúum fjölbýlishússins við Hlíðarhjalla 53 hefur verið tilkynnt hvar eigandi íbúðarinnar sem setið var um í sex tíma í gær er niðurkominn. Enn liggur ekki fyrir hvort hvellirnir sem heyrðust við íbúðina í gær hafi verið skothvellir en lögregla mætti á svæðið á mánudag eftir að högl fundust í garðinum um helgina.Telja botn kominn í málið Sem kunnugt er, reyndist íbúðin mannlaus þegar lögregla fór inn í hana seint í gær. Þá hafði verið uppi grunur um að maður væri þar vopnaður haglabyssu. Lögregla náði tali af eiganda íbúðarinnar í gær en hefur ekki viljað greina frá því opinberlega hvar maðurinn er staddur. Þeir íbúar hússins sem fréttastofa hefur rætt við í dag segjast nokkuð rólegir yfir málinu og telja að botn sé kominn í það, þrátt fyrir að enginn sé í haldi lögreglu vegna málsins. „Við upplifum það þannig,“ segir Helga Þóra Jónsdóttir, formaður húsfélagsins. „Það er öllum brugðið eftir gærdaginn en svo er bara léttir að þetta var ekki neitt.“Frá vettvangi í gær.Vísir/VilhelmSkot í garði og í bíl Á laugardag fundust við vorhreingerningar högl í garðinum við fjölbýlishúsið og ummerki um haglaskot í girðingu. Íbúar tilkynntu lögreglu strax um málið og hún mætti á vettvang á mánudeginum. Þá hefur Vísir einnig greint frá því að þann 9. apríl síðastliðinn var skotið á bíl úr haglabyssu á bílastæði við Hjallakirkju, sem er við hliðina á fjölbýlishúsinu. Þegar svo var tilkynnt um hvelli í gær, mætti lögregla og sérsveit á staðinn, rýmdi húsið og sátu um íbúð mannsins mannsins. Helga segir lögreglu eiga skilið þakkir fyrir hvernig staðið var að aðgerðinni. „Ég var úti og ég átti dóttur og barnabarn inni,“ segir hún. „Lögregla aðstoðaði þau út og passaði svo vel upp á að barnið yrði ekki hrætt. Þannig að það eru allir rólegir. Þetta fór mjög vel.“ Samkvæmt lögreglu hefur maðurinn ekki verið heima „að undanförnu“ en það útilokar þó ekki að hann hafi getað skotið höglunum sem fundust í garðinum, þar sem þau gætu verið margra vikna gömul. Tengdar fréttir Lögregla kölluð út vegna skothvella í Kópavogi Svæði í kringum Hlíðarhjalla hefur verið lokað og fólk beðið um að halda sig fjarri. 2. júní 2015 16:18 Skotið á bíl úr haglabyssu á sama svæði fyrir tveimur mánuðum "Mér er alveg sama um bíldrusluna en mér fannst lögreglan gera heldur lítið úr þessu,“ segir Hjörtur Örn Arnarson. 2. júní 2015 17:50 Öll börnin voru farin heim úr Álfhólsskóla Hjalla Skólinn stendur rétt við blokkina í Hlíðahjalla þar sem lögregluaðgerðir hafa staðið yfir frá því um fjögurleytið. 2. júní 2015 18:27 Fundu högl í garðinum við Hlíðarhjalla um helgina Íbúi í fjölbýlishúsinu í Hlíðarhjalla segir að íbúar hafi heyrt hvell í síðustu viku og fundið högl um helgina. 2. júní 2015 18:04 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Íbúum fjölbýlishússins við Hlíðarhjalla 53 hefur verið tilkynnt hvar eigandi íbúðarinnar sem setið var um í sex tíma í gær er niðurkominn. Enn liggur ekki fyrir hvort hvellirnir sem heyrðust við íbúðina í gær hafi verið skothvellir en lögregla mætti á svæðið á mánudag eftir að högl fundust í garðinum um helgina.Telja botn kominn í málið Sem kunnugt er, reyndist íbúðin mannlaus þegar lögregla fór inn í hana seint í gær. Þá hafði verið uppi grunur um að maður væri þar vopnaður haglabyssu. Lögregla náði tali af eiganda íbúðarinnar í gær en hefur ekki viljað greina frá því opinberlega hvar maðurinn er staddur. Þeir íbúar hússins sem fréttastofa hefur rætt við í dag segjast nokkuð rólegir yfir málinu og telja að botn sé kominn í það, þrátt fyrir að enginn sé í haldi lögreglu vegna málsins. „Við upplifum það þannig,“ segir Helga Þóra Jónsdóttir, formaður húsfélagsins. „Það er öllum brugðið eftir gærdaginn en svo er bara léttir að þetta var ekki neitt.“Frá vettvangi í gær.Vísir/VilhelmSkot í garði og í bíl Á laugardag fundust við vorhreingerningar högl í garðinum við fjölbýlishúsið og ummerki um haglaskot í girðingu. Íbúar tilkynntu lögreglu strax um málið og hún mætti á vettvang á mánudeginum. Þá hefur Vísir einnig greint frá því að þann 9. apríl síðastliðinn var skotið á bíl úr haglabyssu á bílastæði við Hjallakirkju, sem er við hliðina á fjölbýlishúsinu. Þegar svo var tilkynnt um hvelli í gær, mætti lögregla og sérsveit á staðinn, rýmdi húsið og sátu um íbúð mannsins mannsins. Helga segir lögreglu eiga skilið þakkir fyrir hvernig staðið var að aðgerðinni. „Ég var úti og ég átti dóttur og barnabarn inni,“ segir hún. „Lögregla aðstoðaði þau út og passaði svo vel upp á að barnið yrði ekki hrætt. Þannig að það eru allir rólegir. Þetta fór mjög vel.“ Samkvæmt lögreglu hefur maðurinn ekki verið heima „að undanförnu“ en það útilokar þó ekki að hann hafi getað skotið höglunum sem fundust í garðinum, þar sem þau gætu verið margra vikna gömul.
Tengdar fréttir Lögregla kölluð út vegna skothvella í Kópavogi Svæði í kringum Hlíðarhjalla hefur verið lokað og fólk beðið um að halda sig fjarri. 2. júní 2015 16:18 Skotið á bíl úr haglabyssu á sama svæði fyrir tveimur mánuðum "Mér er alveg sama um bíldrusluna en mér fannst lögreglan gera heldur lítið úr þessu,“ segir Hjörtur Örn Arnarson. 2. júní 2015 17:50 Öll börnin voru farin heim úr Álfhólsskóla Hjalla Skólinn stendur rétt við blokkina í Hlíðahjalla þar sem lögregluaðgerðir hafa staðið yfir frá því um fjögurleytið. 2. júní 2015 18:27 Fundu högl í garðinum við Hlíðarhjalla um helgina Íbúi í fjölbýlishúsinu í Hlíðarhjalla segir að íbúar hafi heyrt hvell í síðustu viku og fundið högl um helgina. 2. júní 2015 18:04 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Lögregla kölluð út vegna skothvella í Kópavogi Svæði í kringum Hlíðarhjalla hefur verið lokað og fólk beðið um að halda sig fjarri. 2. júní 2015 16:18
Skotið á bíl úr haglabyssu á sama svæði fyrir tveimur mánuðum "Mér er alveg sama um bíldrusluna en mér fannst lögreglan gera heldur lítið úr þessu,“ segir Hjörtur Örn Arnarson. 2. júní 2015 17:50
Öll börnin voru farin heim úr Álfhólsskóla Hjalla Skólinn stendur rétt við blokkina í Hlíðahjalla þar sem lögregluaðgerðir hafa staðið yfir frá því um fjögurleytið. 2. júní 2015 18:27
Fundu högl í garðinum við Hlíðarhjalla um helgina Íbúi í fjölbýlishúsinu í Hlíðarhjalla segir að íbúar hafi heyrt hvell í síðustu viku og fundið högl um helgina. 2. júní 2015 18:04