Sport

Hilmar Örn bætti eigið Íslandsmet

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hilmar Örn í eldlínunni.
Hilmar Örn í eldlínunni. Vísir/Helgi Björnsson
Hilmar Örn Jónsson, sleggjukastari úr FH, bætti eigið Íslandsmet á kastkeppni í. Metið bætti hann í flokki sínum 18-19 ára.

Hilmar, sem hefur farið mikinn á síðustu vikum og mánuðum, kastaði sleggjunni 78,09 metra, en það er einungis tuttugu sentímetrum frá Norðurlandametinu í flokki 18-19 ára.

Hafnfirðingurinn kastaði 75,47 - 78,07 - 76,49 - 77,61 - x - 77,22, en fyrra met hans var 77,54 svo kastsería hans var afar glæsileg.

Sveitungi Hilmars, Vigdís Jónsdóttir úr FH, vann einnig í sleggjukastinu, en hún kastaði lengst 56,48 metrum. Íslendingur var einnig í öðru sætinu, en það var Eir Starradóttir, úr UMSE, en hún kastaði 49,58.

Kristín Karlsdóttir, FH, sigraði í kringukasti, en hún kastaði 40,03 metra, en Hulda Þorsteinsdóttir, ÍR, vann í stangarstökki innanhúss. Hún stökk 4,10 metra sem er þriðji besti árangur íslenskrar konu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×