Sport

Myndaveisla frá einstaklingskeppninni í júdó

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hart barist.
Hart barist. vísir/stefán
Einstaklingskeppni í júdó á Smáþjóðaleikunum í Reykjavík 2015 fór fram í gær um miðjan dag í gær og úrslitin kláruðust svo í gærkvöldi.

Hermann Unnarsson komst í úrslit í -73 kg flokki þar sem hann beið lægri hlut fyrir júdómanni frá Svartfjallalandi.

Sveinbjörn Jun Iura komst í úrslit í -81kg flokki þar ssem hann tapaði fyrir Srdjan Mrvaljevic frá Svartfjallalandi.

Í -90kg flokki tapaði Ægir Valsson bronsglímu sinni og í -100kg flokki sigraði Þór Davísson bronsglímuna af miklu harðfylgi þar sem hann meiddist á fæti fyrr í keppninni og haltraði alla glímuna með þykkan teygjusokk til að hlífa höggum.

Anna Soffía Víkingsdóttir sigraði sinn flokk og var því eini Íslendingurinn sem vann til gullverðlauna á Smáþjóðaleikunum í júdó. Íslensku keppendurnir fengu því eitt gull, tvenn silfurverðlaun og eitt brons í sinn hlut.

Hér að ofan má sjá myndaveislu frá Stefáni Karlssyni, ljósmyndara Vísis og Fréttablsðsins, sem gerði sér ferð í Laugardalinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×