Stuðningur ríkis og neytenda við mjólkurframleiðslu er um átta milljarðar á ári Jóhann Óli Eiðsson skrifar 9. júní 2015 14:04 Lagt er til að tollar verði lækkaðir, svo að framleiðsla grannlandanna verði samkeppnisfær við íslenskar mjólkurafurðir hér á landi. Í framhaldi af því má leggja af opinbert heildsöluverð á mjólkurvörum. vísir/stefán Hagfræðistofnun Háskóla Íslands hefur skilað af sér skýrslunni Mjólkurvöruframleiðsla á Íslandi – Staða og horfur. Skýrslan var unnin að beiðni atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Meðal þess sem kemur fram í skýrslunni er stuðningur ríkis og neytenda við mjólkurframleiðslu er um átta milljarðar króna á ári. Í skýrslunni er m.a. farið yfir markmið búvörulaga og gerð er grein fyrir þeim meginstoðum sem stuðningskerfi mjólkurframleiðslunnar byggist á. Ítarlegur kafli er um verðlagningu mjólkur, bæði til bænda og í heildsölu. Þá er fjallað um fyrirtæki í mjólkuriðnaði, afkomu kúabúa og samanburður við önnur lönd. Einnig er að finna í skýrslunni fræðilega umfjöllun um innflutningshömlur, áhrif verðbreytinga á eftirspurn og þjóðhagslegan kostnað stuðnings við mjólkurframleiðslu. Að síðustu er fjallað um áhrif landbúnaðarkerfis, m.a. á byggð og hvaða breytingar ætti að gera við endurskoðun á stuðningsfyrirkomulagi í nýjum mjólkursamningi. Í lokakafla skýrslunnar eru gerðar tillögur um breytingar á opinberum stuðningi við mjólkurframleiðslu. Lagt er til að tollar verði lækkaðir, svo að framleiðsla grannlandanna verði samkeppnisfær við íslenskar mjólkurafurðir hér á landi. Í framhaldi af því má leggja af opinbert heildsöluverð á mjólkurvörum. Lagt er til að undanþágur mjólkurvinnslufyrirtækja frá samkeppnislögum verði felldar úr gildi. Í stað greiðslna úr ríkissjóði fyrir mjólkurframleiðslu innan greiðslumarks (framleiðslukvóta) komi annað hvort styrkir sem miðaðir verði við fjölda nautgripa og heyfeng, að ákveðnu marki, eða hreinir búsetustyrkir. Lagt er til að greiðslumark (framleiðslukvóti) verði aflagt. Hér að neðan má lesa nokkrar af niðurstöðum skýrslunnar en hægt er að lesa skýrsluna í heild sinni með því að smella á tengil neðar í fréttinni.Lágmarksverð mjólkur til bænda hefur hækkað miðað við almennt neysluverð síðan 2003. Heildsöluverð mjólkurvara á hefur lækkað á sama tíma miðað við almennt neysluverð. Þá er smásöluverð mjólkurvara lægra árið 2013 en 2003 miðað við verð á almennum neysluvörum. Með öðrum orðum hækkuðu mjólkurafurðir minna í verði en aðrar neysluvörur frá 2003 til 2013.Þegar þróun verðs á einstökum mjólkurafurðum er borin saman við verð á einstökum tegundum annarrar matvöru kemur í ljós að um 70% af öðrum matvörum, sem til skoðunar eru, hækkuðu meira í verði en mjólkurafurðir.Á árunum 1986 til 1988 var opinber stuðningur við íslenska bændur 5% af landsframleiðslu, að mati OECD, en hlutfallið var liðlega 1% árið 2013. Árin 1986 til 1988 var íslensk mjólk á bændaverði 9 sinnum dýrari en innflutt mjólk hefði verið, að dómi OECD, en 2011-2013 var hún að jafnaði um 30% dýrari.Árin 2011-2013 kostaði mjólk á bændaverði neytendur og íslenska ríkið 15½ milljarð króna á ári að jafnaði, en innflutt mjólk hefði kostað tæplega 7½ milljarð króna, með flutningskostnaði. Stuðningur ríkis og neytenda við framleiðsluna var með öðrum orðum um 8 milljarðar króna á ári. Tengdar fréttir Verð mjólkur sveiflast ytra Verð á mjólk hefur fallið í tvígang á heimsmarkaði (GDT, eða Global Dairy Trade) að því er Landssamband kúabænda greinir frá. Verð lækkaði um 8,8 prósent um miðjan mars og svo 10,8 prósent um mánaðamótin. 14. apríl 2015 07:00 „Jógúrt að þykjast vera skyr, týpískt“ Mjólkursamsalan sendir Arla tóninn í nýrri auglýsingu. 28. maí 2015 17:46 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Sjá meira
Hagfræðistofnun Háskóla Íslands hefur skilað af sér skýrslunni Mjólkurvöruframleiðsla á Íslandi – Staða og horfur. Skýrslan var unnin að beiðni atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Meðal þess sem kemur fram í skýrslunni er stuðningur ríkis og neytenda við mjólkurframleiðslu er um átta milljarðar króna á ári. Í skýrslunni er m.a. farið yfir markmið búvörulaga og gerð er grein fyrir þeim meginstoðum sem stuðningskerfi mjólkurframleiðslunnar byggist á. Ítarlegur kafli er um verðlagningu mjólkur, bæði til bænda og í heildsölu. Þá er fjallað um fyrirtæki í mjólkuriðnaði, afkomu kúabúa og samanburður við önnur lönd. Einnig er að finna í skýrslunni fræðilega umfjöllun um innflutningshömlur, áhrif verðbreytinga á eftirspurn og þjóðhagslegan kostnað stuðnings við mjólkurframleiðslu. Að síðustu er fjallað um áhrif landbúnaðarkerfis, m.a. á byggð og hvaða breytingar ætti að gera við endurskoðun á stuðningsfyrirkomulagi í nýjum mjólkursamningi. Í lokakafla skýrslunnar eru gerðar tillögur um breytingar á opinberum stuðningi við mjólkurframleiðslu. Lagt er til að tollar verði lækkaðir, svo að framleiðsla grannlandanna verði samkeppnisfær við íslenskar mjólkurafurðir hér á landi. Í framhaldi af því má leggja af opinbert heildsöluverð á mjólkurvörum. Lagt er til að undanþágur mjólkurvinnslufyrirtækja frá samkeppnislögum verði felldar úr gildi. Í stað greiðslna úr ríkissjóði fyrir mjólkurframleiðslu innan greiðslumarks (framleiðslukvóta) komi annað hvort styrkir sem miðaðir verði við fjölda nautgripa og heyfeng, að ákveðnu marki, eða hreinir búsetustyrkir. Lagt er til að greiðslumark (framleiðslukvóti) verði aflagt. Hér að neðan má lesa nokkrar af niðurstöðum skýrslunnar en hægt er að lesa skýrsluna í heild sinni með því að smella á tengil neðar í fréttinni.Lágmarksverð mjólkur til bænda hefur hækkað miðað við almennt neysluverð síðan 2003. Heildsöluverð mjólkurvara á hefur lækkað á sama tíma miðað við almennt neysluverð. Þá er smásöluverð mjólkurvara lægra árið 2013 en 2003 miðað við verð á almennum neysluvörum. Með öðrum orðum hækkuðu mjólkurafurðir minna í verði en aðrar neysluvörur frá 2003 til 2013.Þegar þróun verðs á einstökum mjólkurafurðum er borin saman við verð á einstökum tegundum annarrar matvöru kemur í ljós að um 70% af öðrum matvörum, sem til skoðunar eru, hækkuðu meira í verði en mjólkurafurðir.Á árunum 1986 til 1988 var opinber stuðningur við íslenska bændur 5% af landsframleiðslu, að mati OECD, en hlutfallið var liðlega 1% árið 2013. Árin 1986 til 1988 var íslensk mjólk á bændaverði 9 sinnum dýrari en innflutt mjólk hefði verið, að dómi OECD, en 2011-2013 var hún að jafnaði um 30% dýrari.Árin 2011-2013 kostaði mjólk á bændaverði neytendur og íslenska ríkið 15½ milljarð króna á ári að jafnaði, en innflutt mjólk hefði kostað tæplega 7½ milljarð króna, með flutningskostnaði. Stuðningur ríkis og neytenda við framleiðsluna var með öðrum orðum um 8 milljarðar króna á ári.
Tengdar fréttir Verð mjólkur sveiflast ytra Verð á mjólk hefur fallið í tvígang á heimsmarkaði (GDT, eða Global Dairy Trade) að því er Landssamband kúabænda greinir frá. Verð lækkaði um 8,8 prósent um miðjan mars og svo 10,8 prósent um mánaðamótin. 14. apríl 2015 07:00 „Jógúrt að þykjast vera skyr, týpískt“ Mjólkursamsalan sendir Arla tóninn í nýrri auglýsingu. 28. maí 2015 17:46 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Sjá meira
Verð mjólkur sveiflast ytra Verð á mjólk hefur fallið í tvígang á heimsmarkaði (GDT, eða Global Dairy Trade) að því er Landssamband kúabænda greinir frá. Verð lækkaði um 8,8 prósent um miðjan mars og svo 10,8 prósent um mánaðamótin. 14. apríl 2015 07:00
„Jógúrt að þykjast vera skyr, týpískt“ Mjólkursamsalan sendir Arla tóninn í nýrri auglýsingu. 28. maí 2015 17:46