Stuðningur ríkis og neytenda við mjólkurframleiðslu er um átta milljarðar á ári Jóhann Óli Eiðsson skrifar 9. júní 2015 14:04 Lagt er til að tollar verði lækkaðir, svo að framleiðsla grannlandanna verði samkeppnisfær við íslenskar mjólkurafurðir hér á landi. Í framhaldi af því má leggja af opinbert heildsöluverð á mjólkurvörum. vísir/stefán Hagfræðistofnun Háskóla Íslands hefur skilað af sér skýrslunni Mjólkurvöruframleiðsla á Íslandi – Staða og horfur. Skýrslan var unnin að beiðni atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Meðal þess sem kemur fram í skýrslunni er stuðningur ríkis og neytenda við mjólkurframleiðslu er um átta milljarðar króna á ári. Í skýrslunni er m.a. farið yfir markmið búvörulaga og gerð er grein fyrir þeim meginstoðum sem stuðningskerfi mjólkurframleiðslunnar byggist á. Ítarlegur kafli er um verðlagningu mjólkur, bæði til bænda og í heildsölu. Þá er fjallað um fyrirtæki í mjólkuriðnaði, afkomu kúabúa og samanburður við önnur lönd. Einnig er að finna í skýrslunni fræðilega umfjöllun um innflutningshömlur, áhrif verðbreytinga á eftirspurn og þjóðhagslegan kostnað stuðnings við mjólkurframleiðslu. Að síðustu er fjallað um áhrif landbúnaðarkerfis, m.a. á byggð og hvaða breytingar ætti að gera við endurskoðun á stuðningsfyrirkomulagi í nýjum mjólkursamningi. Í lokakafla skýrslunnar eru gerðar tillögur um breytingar á opinberum stuðningi við mjólkurframleiðslu. Lagt er til að tollar verði lækkaðir, svo að framleiðsla grannlandanna verði samkeppnisfær við íslenskar mjólkurafurðir hér á landi. Í framhaldi af því má leggja af opinbert heildsöluverð á mjólkurvörum. Lagt er til að undanþágur mjólkurvinnslufyrirtækja frá samkeppnislögum verði felldar úr gildi. Í stað greiðslna úr ríkissjóði fyrir mjólkurframleiðslu innan greiðslumarks (framleiðslukvóta) komi annað hvort styrkir sem miðaðir verði við fjölda nautgripa og heyfeng, að ákveðnu marki, eða hreinir búsetustyrkir. Lagt er til að greiðslumark (framleiðslukvóti) verði aflagt. Hér að neðan má lesa nokkrar af niðurstöðum skýrslunnar en hægt er að lesa skýrsluna í heild sinni með því að smella á tengil neðar í fréttinni.Lágmarksverð mjólkur til bænda hefur hækkað miðað við almennt neysluverð síðan 2003. Heildsöluverð mjólkurvara á hefur lækkað á sama tíma miðað við almennt neysluverð. Þá er smásöluverð mjólkurvara lægra árið 2013 en 2003 miðað við verð á almennum neysluvörum. Með öðrum orðum hækkuðu mjólkurafurðir minna í verði en aðrar neysluvörur frá 2003 til 2013.Þegar þróun verðs á einstökum mjólkurafurðum er borin saman við verð á einstökum tegundum annarrar matvöru kemur í ljós að um 70% af öðrum matvörum, sem til skoðunar eru, hækkuðu meira í verði en mjólkurafurðir.Á árunum 1986 til 1988 var opinber stuðningur við íslenska bændur 5% af landsframleiðslu, að mati OECD, en hlutfallið var liðlega 1% árið 2013. Árin 1986 til 1988 var íslensk mjólk á bændaverði 9 sinnum dýrari en innflutt mjólk hefði verið, að dómi OECD, en 2011-2013 var hún að jafnaði um 30% dýrari.Árin 2011-2013 kostaði mjólk á bændaverði neytendur og íslenska ríkið 15½ milljarð króna á ári að jafnaði, en innflutt mjólk hefði kostað tæplega 7½ milljarð króna, með flutningskostnaði. Stuðningur ríkis og neytenda við framleiðsluna var með öðrum orðum um 8 milljarðar króna á ári. Tengdar fréttir Verð mjólkur sveiflast ytra Verð á mjólk hefur fallið í tvígang á heimsmarkaði (GDT, eða Global Dairy Trade) að því er Landssamband kúabænda greinir frá. Verð lækkaði um 8,8 prósent um miðjan mars og svo 10,8 prósent um mánaðamótin. 14. apríl 2015 07:00 „Jógúrt að þykjast vera skyr, týpískt“ Mjólkursamsalan sendir Arla tóninn í nýrri auglýsingu. 28. maí 2015 17:46 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Hagfræðistofnun Háskóla Íslands hefur skilað af sér skýrslunni Mjólkurvöruframleiðsla á Íslandi – Staða og horfur. Skýrslan var unnin að beiðni atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Meðal þess sem kemur fram í skýrslunni er stuðningur ríkis og neytenda við mjólkurframleiðslu er um átta milljarðar króna á ári. Í skýrslunni er m.a. farið yfir markmið búvörulaga og gerð er grein fyrir þeim meginstoðum sem stuðningskerfi mjólkurframleiðslunnar byggist á. Ítarlegur kafli er um verðlagningu mjólkur, bæði til bænda og í heildsölu. Þá er fjallað um fyrirtæki í mjólkuriðnaði, afkomu kúabúa og samanburður við önnur lönd. Einnig er að finna í skýrslunni fræðilega umfjöllun um innflutningshömlur, áhrif verðbreytinga á eftirspurn og þjóðhagslegan kostnað stuðnings við mjólkurframleiðslu. Að síðustu er fjallað um áhrif landbúnaðarkerfis, m.a. á byggð og hvaða breytingar ætti að gera við endurskoðun á stuðningsfyrirkomulagi í nýjum mjólkursamningi. Í lokakafla skýrslunnar eru gerðar tillögur um breytingar á opinberum stuðningi við mjólkurframleiðslu. Lagt er til að tollar verði lækkaðir, svo að framleiðsla grannlandanna verði samkeppnisfær við íslenskar mjólkurafurðir hér á landi. Í framhaldi af því má leggja af opinbert heildsöluverð á mjólkurvörum. Lagt er til að undanþágur mjólkurvinnslufyrirtækja frá samkeppnislögum verði felldar úr gildi. Í stað greiðslna úr ríkissjóði fyrir mjólkurframleiðslu innan greiðslumarks (framleiðslukvóta) komi annað hvort styrkir sem miðaðir verði við fjölda nautgripa og heyfeng, að ákveðnu marki, eða hreinir búsetustyrkir. Lagt er til að greiðslumark (framleiðslukvóti) verði aflagt. Hér að neðan má lesa nokkrar af niðurstöðum skýrslunnar en hægt er að lesa skýrsluna í heild sinni með því að smella á tengil neðar í fréttinni.Lágmarksverð mjólkur til bænda hefur hækkað miðað við almennt neysluverð síðan 2003. Heildsöluverð mjólkurvara á hefur lækkað á sama tíma miðað við almennt neysluverð. Þá er smásöluverð mjólkurvara lægra árið 2013 en 2003 miðað við verð á almennum neysluvörum. Með öðrum orðum hækkuðu mjólkurafurðir minna í verði en aðrar neysluvörur frá 2003 til 2013.Þegar þróun verðs á einstökum mjólkurafurðum er borin saman við verð á einstökum tegundum annarrar matvöru kemur í ljós að um 70% af öðrum matvörum, sem til skoðunar eru, hækkuðu meira í verði en mjólkurafurðir.Á árunum 1986 til 1988 var opinber stuðningur við íslenska bændur 5% af landsframleiðslu, að mati OECD, en hlutfallið var liðlega 1% árið 2013. Árin 1986 til 1988 var íslensk mjólk á bændaverði 9 sinnum dýrari en innflutt mjólk hefði verið, að dómi OECD, en 2011-2013 var hún að jafnaði um 30% dýrari.Árin 2011-2013 kostaði mjólk á bændaverði neytendur og íslenska ríkið 15½ milljarð króna á ári að jafnaði, en innflutt mjólk hefði kostað tæplega 7½ milljarð króna, með flutningskostnaði. Stuðningur ríkis og neytenda við framleiðsluna var með öðrum orðum um 8 milljarðar króna á ári.
Tengdar fréttir Verð mjólkur sveiflast ytra Verð á mjólk hefur fallið í tvígang á heimsmarkaði (GDT, eða Global Dairy Trade) að því er Landssamband kúabænda greinir frá. Verð lækkaði um 8,8 prósent um miðjan mars og svo 10,8 prósent um mánaðamótin. 14. apríl 2015 07:00 „Jógúrt að þykjast vera skyr, týpískt“ Mjólkursamsalan sendir Arla tóninn í nýrri auglýsingu. 28. maí 2015 17:46 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Verð mjólkur sveiflast ytra Verð á mjólk hefur fallið í tvígang á heimsmarkaði (GDT, eða Global Dairy Trade) að því er Landssamband kúabænda greinir frá. Verð lækkaði um 8,8 prósent um miðjan mars og svo 10,8 prósent um mánaðamótin. 14. apríl 2015 07:00
„Jógúrt að þykjast vera skyr, týpískt“ Mjólkursamsalan sendir Arla tóninn í nýrri auglýsingu. 28. maí 2015 17:46