Ítalarnir óeftirminnilegir: „Ég hafði miklar væntingar“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 26. maí 2015 17:10 Einar Bárðarson og aðrir dómnefndarmeðlimir horfðu á keppnina á föstudag. „Þeir voru ekki lélegir en flutningurinn var miðað við flutninginn á úrslitakvöldinu sjálfu þá munaði töluverðu. Og hann reis ekki upp yfir hin lögin þrátt fyrir að þeir hafi verið síðastir á svið,“ segir Einar Bárðason um flutning ítalska tríósins Il Volo á Eurovision keppninni um helgina. Einar telur ekkert óeðlilegt við það að dómnefndir landanna skuli horfa á aðra keppni heldur en Evrópubúar, og í ár Ástralar. Athygli hefur vakið að íslenskir kjósendur vildu gefa Ítalíu 12 stig og þeir höfnuðu í 1. sæti eftir símakosningu. En dómnefnd Íslands setti Ítalina í 11. sæti hjá sér sem þýðir ekkert stig. Því fengu þeir rétt um 6 stig frá Íslandi.Sjá einnig: Íslenskir kjósendur vildu gefa Ítalíu 12 stigÓeftirminnilegur flutningur Ítalanna„Það sat lítið eftir af flutningnum,“ útskýrir Einar sem var einn af dómnefnd Íslands. Aðrir í dómnefnd voru Í dómnefnd Íslands voru Ragna Kjartansdóttir, einnig þekkt undir listamannsnafninu CELL7, Védís Hervör Árnadóttir, Einar Bárðarson, Unnur Sara Eldjárn, Birgitta Haukdal og Heiðar Örn Kristjánsson. Athygli hefur vakið að tveir dómaranna settu Ítalina afar neðarlega eða í 20. og 25. sæti. Hinir þrír settu Ítalina í efstu fimm sætin eða í það fimmta, þriðja og annað. Einar segist sjálfur hafa sett Ítalina fremur ofarlega en getur ekkert tjáð sig um stigagjöf annarra dómara. „Ef ég er þekktur fyrir eitthvað í tónlist þá er það að hafa náð að blanda klassískri tónlist saman við poppið. Eins og ég gerði með Garðar Cortez sem dæmi. Ég hafði miklar væntingar,“ segir Einar.Klikkaðu á myndina til að sjá stigagjöf íslensku dómnefndarinnar og símakosninguna á Íslandi.Vísir/Skjáskot af Eurovision.tvDómnefnd horfir á aðra keppni en Evrópa Hann bendir á að í það heila hafi dómnefndir Evrópu sett Ítalina í sjötta sæti en Ísland sem ein af fjörutíu þjóðum hafi ekki slegið þá úr fyrsta sætinu. En er ekkert undarlegt við það að dómnefndir skuli fylgjast með í raun annarri keppni en Evrópa? „Nei það er ekkert óeðlilegt. Eins og ég skil þetta þá sinna dómnefndir tvenns konar hlutverki, annars vegar að gefa stigin og hins vegar erum við varaaflstöð ef eitthvað skyldi koma upp í símaatkvæðagreiðslunni hérna heima.“ Hann bendir á að það taki tíma að leggja saman atkvæði dómnefndar, það eru fimm einstaklingar í hverri nefnd og um fjörutíu lönd taka þátt í að velja það atriði sem sigrar.Sjá einnig: Ítalir sigruðu í símakosningu „Við erum ekki í tölvu, það þarf að leggja þetta allt saman og passa að það sé allt rétt og tryggja svo að þetta skili sér rétt á áfangastað.“ Mikið umstang er í kringum atkvæðagreiðslu dómnefndar sem hefur 50 prósent vægi á móti símakosningu. „Við þurfum með margra vikna fyrirvara að koma upp í útvarp og skrifa undir heilindayfirlýsingu og afhenda afrit af vegabréfunum okkar,“ útskýrir Einar. „Svo kemur fulltrúi frá alþjóðlegum endurskoðanda sem fylgist með því að réttir aðilar mæti til dómnefndastarfa.“ Tengdar fréttir Íslenskir kjósendur vildu gefa Ítalíu 12 stig Dómnefndin setti tríóið hins vegar í ellefta sæti. 24. maí 2015 13:02 Íslendingar fengu flest stig frá Aserum Noregur og Svíþjóð gáfu Íslandi samtals 4 stig. 24. maí 2015 10:11 Ítalir sigruðu í símakosningu Måns Zelmerlöw var ekki jafnvinsæll meðal kjósenda í Evrópu og hann var meðal dómnefnda. 24. maí 2015 10:31 Mest lesið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Lífið Melanie Watson er látin Lífið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Lífið Fleiri fréttir Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Sjá meira
„Þeir voru ekki lélegir en flutningurinn var miðað við flutninginn á úrslitakvöldinu sjálfu þá munaði töluverðu. Og hann reis ekki upp yfir hin lögin þrátt fyrir að þeir hafi verið síðastir á svið,“ segir Einar Bárðason um flutning ítalska tríósins Il Volo á Eurovision keppninni um helgina. Einar telur ekkert óeðlilegt við það að dómnefndir landanna skuli horfa á aðra keppni heldur en Evrópubúar, og í ár Ástralar. Athygli hefur vakið að íslenskir kjósendur vildu gefa Ítalíu 12 stig og þeir höfnuðu í 1. sæti eftir símakosningu. En dómnefnd Íslands setti Ítalina í 11. sæti hjá sér sem þýðir ekkert stig. Því fengu þeir rétt um 6 stig frá Íslandi.Sjá einnig: Íslenskir kjósendur vildu gefa Ítalíu 12 stigÓeftirminnilegur flutningur Ítalanna„Það sat lítið eftir af flutningnum,“ útskýrir Einar sem var einn af dómnefnd Íslands. Aðrir í dómnefnd voru Í dómnefnd Íslands voru Ragna Kjartansdóttir, einnig þekkt undir listamannsnafninu CELL7, Védís Hervör Árnadóttir, Einar Bárðarson, Unnur Sara Eldjárn, Birgitta Haukdal og Heiðar Örn Kristjánsson. Athygli hefur vakið að tveir dómaranna settu Ítalina afar neðarlega eða í 20. og 25. sæti. Hinir þrír settu Ítalina í efstu fimm sætin eða í það fimmta, þriðja og annað. Einar segist sjálfur hafa sett Ítalina fremur ofarlega en getur ekkert tjáð sig um stigagjöf annarra dómara. „Ef ég er þekktur fyrir eitthvað í tónlist þá er það að hafa náð að blanda klassískri tónlist saman við poppið. Eins og ég gerði með Garðar Cortez sem dæmi. Ég hafði miklar væntingar,“ segir Einar.Klikkaðu á myndina til að sjá stigagjöf íslensku dómnefndarinnar og símakosninguna á Íslandi.Vísir/Skjáskot af Eurovision.tvDómnefnd horfir á aðra keppni en Evrópa Hann bendir á að í það heila hafi dómnefndir Evrópu sett Ítalina í sjötta sæti en Ísland sem ein af fjörutíu þjóðum hafi ekki slegið þá úr fyrsta sætinu. En er ekkert undarlegt við það að dómnefndir skuli fylgjast með í raun annarri keppni en Evrópa? „Nei það er ekkert óeðlilegt. Eins og ég skil þetta þá sinna dómnefndir tvenns konar hlutverki, annars vegar að gefa stigin og hins vegar erum við varaaflstöð ef eitthvað skyldi koma upp í símaatkvæðagreiðslunni hérna heima.“ Hann bendir á að það taki tíma að leggja saman atkvæði dómnefndar, það eru fimm einstaklingar í hverri nefnd og um fjörutíu lönd taka þátt í að velja það atriði sem sigrar.Sjá einnig: Ítalir sigruðu í símakosningu „Við erum ekki í tölvu, það þarf að leggja þetta allt saman og passa að það sé allt rétt og tryggja svo að þetta skili sér rétt á áfangastað.“ Mikið umstang er í kringum atkvæðagreiðslu dómnefndar sem hefur 50 prósent vægi á móti símakosningu. „Við þurfum með margra vikna fyrirvara að koma upp í útvarp og skrifa undir heilindayfirlýsingu og afhenda afrit af vegabréfunum okkar,“ útskýrir Einar. „Svo kemur fulltrúi frá alþjóðlegum endurskoðanda sem fylgist með því að réttir aðilar mæti til dómnefndastarfa.“
Tengdar fréttir Íslenskir kjósendur vildu gefa Ítalíu 12 stig Dómnefndin setti tríóið hins vegar í ellefta sæti. 24. maí 2015 13:02 Íslendingar fengu flest stig frá Aserum Noregur og Svíþjóð gáfu Íslandi samtals 4 stig. 24. maí 2015 10:11 Ítalir sigruðu í símakosningu Måns Zelmerlöw var ekki jafnvinsæll meðal kjósenda í Evrópu og hann var meðal dómnefnda. 24. maí 2015 10:31 Mest lesið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Lífið Melanie Watson er látin Lífið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Lífið Fleiri fréttir Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Sjá meira
Íslenskir kjósendur vildu gefa Ítalíu 12 stig Dómnefndin setti tríóið hins vegar í ellefta sæti. 24. maí 2015 13:02
Íslendingar fengu flest stig frá Aserum Noregur og Svíþjóð gáfu Íslandi samtals 4 stig. 24. maí 2015 10:11
Ítalir sigruðu í símakosningu Måns Zelmerlöw var ekki jafnvinsæll meðal kjósenda í Evrópu og hann var meðal dómnefnda. 24. maí 2015 10:31
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein