Innlent

Barist við TM í sex ár

Sindri Sindrason skrifar
Í Íslandi í dag heyrðum við ótrúlega sögu sjómanns sem elskaði starfið sitt en var svo óheppinn að slasast. Læknar sögðu honum að nú tæki við líf sjúklings. Hann hélt þó ekki.

Fyrst hann gat ekki verið í starfinu sem hann elskaði, gæti hann lært eitthvað annað og sagði lækninum að hann gæti lært hans fag. Læknirinn var hins vegar á öðru máli, hann hefði ekki þann styrk í líkamanum sem þyrfti til. Í dag er Einar Örn Jóhannesson að útskrifast og hann langar að verða heilaskurðlæknir.

Hann stendur þó í annarri baráttu, baráttunni við Tryggingamiðstöðina sem vill ekki viðurkenna hann sem fyrrverandi sjómann heldur verkamann. Þessi barátta hefur að mörgu leyti reynst honum erfiðara en námið sjálft. Hún hefur í það minnsta staðið jafn lengi yfir og námið, eða sex ár.

Hér fyrir ofan má sjá viðtal Sindra Sindrasonar við Einar Örn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×