Innlent

Lenti í slæmu sjóslysi: Var sagt að hann yrði alltaf sjúklingur

Sindri Sindrason skrifar
Einar Örn vann mál sitt gegn TM fyrir héraðsdómi en málinu var áfrýjað til Hæstaréttar.
Einar Örn vann mál sitt gegn TM fyrir héraðsdómi en málinu var áfrýjað til Hæstaréttar.
„Ég varð reiður þegar læknirinn sagði mér að nú færi ég bara á bætur því ég yrði sjúklingur í framtíðinni,“ segir Einar Örn Jóhannesson, fyrrverandi sjómaður, sem lenti í svo slæmu sjóslysi fyrir sex árum að enginn hafði trú á því að hann gæti gert eitthvað í framtíðinni.

Einar Örn var á öðru máli, sagði við lækninn að hann gæti lært og skráði sig í læknanám. Lækninum leist ekkert á það. Sagði að hann hefði ekki líkamlegan styrk til þess.

„Ég skráði mig strax og er að útskrifast í sumar. En þetta er búið að vera erfitt, ekki síst vegna þess að Tryggingamiðstöðin hefur ekki viljað viðurkenna mig sem sjómann heldur verkamann, til að borga mér lægri bætur. Ég vann þó fyrir Héraðsdómi en þeir ætla með málið í Hæstarétt,“ segir Einar.

Einar Örn Jóhannesson segir sögu sína í Íslandi í dag í kvöld klukkan 18:55.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×