Innlent

Stolnir símar á leið úr landi: Öllum stolið á veitingahúsum í Reykjavík

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Embætti tollstjóra mun halda eftirlitinu áfram í ljósi atviksins.
Embætti tollstjóra mun halda eftirlitinu áfram í ljósi atviksins. vísir/getty
Nýverið stöðvuðu tollverðir póstsendingu sem var á leið úr landi og reyndist hafa að geyma fjóra stolna farsíma. Sendingin var stíluð á erlendan einstakling í París í Frakklandi og skráður sendandi var karlmaður sem búsettur hefur verið hér á landi síðan 2011.

Fylgst hefur verið sérstaklega með póstsendingum úr landi að beiðni lögreglu vegna tíðra símaþjófnaða á skemmtistöðum að undanförnu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór með rannsókn málsins og í ljós kom að símunum í umræddri sendingu hafði öllum verið stolið á veitingastöðum í Reykjavík. Eigendum símtækjanna hefur verið tilkynnt að þau séu í vörslu lögreglu og þeir fái þau í hendurnar á næstu dögum.

Embætti tollstjóra mun halda eftirlitinu áfram í ljósi atviksins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×