Íslenski boltinn

Naglarnir í Fylki hentu sér báðir niður en bara annar fékk spjald | Myndbönd

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Ásgeir Börkur vildi fá aukaspyrnu en fékk ekkert fyrir sinn snúð.
Ásgeir Börkur vildi fá aukaspyrnu en fékk ekkert fyrir sinn snúð. vísir/stefán
Fylkir og Breiðablik skildu jöfn, 1-1, í lokaleik 1. umferðar Pepsi-deildar karla í fótbolta í gærkvöldi.

Albert Brynjar Ingason skoraði mark Fylkis með fallegum skalla í fyrri hálfleik en Guðjón Pétur Lýðsson jafnaði metin úr vítaspyrnu í upphafi síðari hálfleiks.

Fylkismenn vildu fá brot á Andra Rafn Yeoman í aðdraganda vítaspyrnunnar, en þeim fannst miðjumaðurinn brjóta á Ásgeiri Berki Ásgeirssyni, miðjumanni Árbæjarliðsins.

Sjá einnig:Uppbótartíminn: Þristaregn á Hlíðarenda - Myndbönd

Börkur lék boltanum framhjá Andra Rafni en missti svo fótana sem varð til þess að Höskuldur Gunnlaugsson fékk boltann í teignum. Tonci Radovnikovic braut á Höskuldi og Gunnar Jarl Jónsson dæmdi umsvifalaust vítaspyrnu.

Gunnar Jarl gaf Ásgeiri Berki ekki gult spjald þó hann hafi fallið til jarðar en sömu sögu var ekki að segja um Jóhannes Karl Guðjónsson þegar hann henti sér niður á 69. mínútu.

Jói Kalli vann boltann eftir klafs á miðjunni en var fljótur niður þegar hann fann snertingu frá Davíð Kristján Ólafssyni, kantmanni Breiðabliks.

Gunnar Jarl dæmdi ekki aukaspyrnu á Davíð Kristján heldur gaf hann Jóhannesi Karli gult spjald fyrir dýfu.

Atvikin bæði má sjá hér að neðan.

Ásgeir Börkur vill aukaspyrnu: Jóhannes Karl fær gult fyrir dýfu:Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.