Formaður samtakanna ´78: „Erum að draga línu í sandinn og segja stopp nú stýrimann“ Stefán Árni Pálsson skrifar 27. apríl 2015 10:03 Hilmar las upp yfirlýsingu á lögreglustöðinni við Hlemm í morgun. vísir/gva „Það sem við erum að gera er að leggja fram kærur eftir að umræður um fræðslustarf okkar komst í hámæli,“ segir Hilmar Hildarson Magnúsarson, formaður Samtakanna 78, í þættinum Í bítið í morgun. Samtökin ´78 hafa ákveðið að kæra tíu einstaklinga til lögreglu fyrir hatursummæli sem þau telja refsinæm. Ummælin sem Samtökin ‘78 kæra telja þau fela í sér háð, róg og smánun í garð hinsegin fólks vegna kynhneigðar þess og/eða kynvitundar. Samtökin lögðu fram kæruna hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í morgun.Sjá einnig: Vill útskýra hinsegin fræðslu fyrir hlustendum Útvarps Sögu „Bæjarstjórn Hafnafjarðar ákvað að taka upp hinsegin fræðslu í grunnskólum bæjarins og umræðan í kjölfarið varð mjög óvægin og illskeytt. Það var í raun í framhaldinu af því sem við vandlega íhuguðum málið og í samráði við okkar lögmann ákveðum að fara þessa leið.“ Hilmar segir umræðuna ekki aðeins hafa farið fram á Útvarpi Sögu.Sjá einnig: Helgi Hrafn vill ekki láta loka síðu Gylfa„Ég ætla ekki að fara út í einstök ummæli eða hvaða fólk sé til skoðunar, það er bara fyrir lögregluna að meta og skoða,“ segir Hilmar og bætir við að því miður séum við Íslendingar ekki komnir lengra í umræðunni.Sjá einnig: Samtökin '78: Kæra tíu einstaklinga fyrir hatursorðræðu í garð hinsegin fólks „Ég geri mér fullkomlega grein fyrir því að ég verð ekki vinsælasti maðurinn á Íslandi í dag en maður stendur í þessari baráttu og hefur verið kallaður ýmsum nöfnum í gegnum tíðina. Við sem stöndum í forystunni höfum brynjað okkur ágætlega fyrir allskonar hlutum en við erum að upplifa það árið 2015 að það er fólk útum allt land sem segir okkur sögur frá börnum sem eiga hinsegin foreldra og mæta aðkasti. Einnig hinsegin fólks sjálf, fjölskyldur og vinir.“Sjá einnig: Útvarp Saga eða Tvíhöfði: Getur þú fundið út hvaðan ummælin koma?Hann segir að þetta snúist ekki aðeins um málið í Hafnafjarðarbæ, heldur sé í mun víðara samhengi. „Hatursumræða á Íslandi er ekkert allt í einu að dúkka upp í síðustu viku. Þetta er viðvarandi og við erum að draga línu í sandinn og segja stopp nú stýrimann. Við þurfum aðeins að skoða þetta mál, hvar sleppir tjáningarfrelsinu og hvar ertu að meiða hreinlega fólk. Þegar fólk situr undir þessu, þá hefur það gríðarleg áhrif á líf fólks og lífsgæði.“Sjá einnig: Vill sjá ríkissaksóknara í fangelsi fyrir að taka þátt í GleðigöngunniHilmar segir að margt hinsegin fólk búi við skert lífsgæði sökum umræðunnar. „Það er mergur málsins og þess vegna setja mörg vestræn ríki löggjöf af þessu tagi. Það er allur gangur á því hvar þetta fólk lét sínar skoðanir í ljós, bara í fjölmiðlum almennt. Ég veit ekkert hvað mun koma út úr þessu en ef þetta verður til þess að vekja umræðuna um þessi mörk þá er einhver tilgangur með þessu.“ Tengdar fréttir Helgi Hrafn vill ekki láta loka síðu Gylfa: „Versti óvinur fordómanna er opin og frjáls umræða“ „Með því að þagga niður í óvinsælum skoðunum lokum við augunum fyrir vandanum.“ 21. apríl 2015 15:49 Vill sjá ríkissaksóknara í fangelsi fyrir að taka þátt í Gleðigöngunni Það fóru fram fjörugar umræður á Útvarpi Sögu í dag. 22. apríl 2015 18:27 Dolli kallar Gylfa Ægis „has-been“ á BBC Adolf Ingi Erlingsson var meðal viðmælanda í innslagi um hinsegin fræðslu á Íslandi. 26. apríl 2015 10:29 Vill útskýra hinsegin fræðslu fyrir hlustendum Útvarps Sögu „Þarf að fara að sýna þeim, kenna þeim eða káfa á þeim?“ spurði hlustandi Útvarp Sögu. Þá svarar þáttastjórnandi: „Þetta er innrætingarstarfsemi, það er alveg ljóst.“ 21. apríl 2015 13:23 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Sjá meira
„Það sem við erum að gera er að leggja fram kærur eftir að umræður um fræðslustarf okkar komst í hámæli,“ segir Hilmar Hildarson Magnúsarson, formaður Samtakanna 78, í þættinum Í bítið í morgun. Samtökin ´78 hafa ákveðið að kæra tíu einstaklinga til lögreglu fyrir hatursummæli sem þau telja refsinæm. Ummælin sem Samtökin ‘78 kæra telja þau fela í sér háð, róg og smánun í garð hinsegin fólks vegna kynhneigðar þess og/eða kynvitundar. Samtökin lögðu fram kæruna hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í morgun.Sjá einnig: Vill útskýra hinsegin fræðslu fyrir hlustendum Útvarps Sögu „Bæjarstjórn Hafnafjarðar ákvað að taka upp hinsegin fræðslu í grunnskólum bæjarins og umræðan í kjölfarið varð mjög óvægin og illskeytt. Það var í raun í framhaldinu af því sem við vandlega íhuguðum málið og í samráði við okkar lögmann ákveðum að fara þessa leið.“ Hilmar segir umræðuna ekki aðeins hafa farið fram á Útvarpi Sögu.Sjá einnig: Helgi Hrafn vill ekki láta loka síðu Gylfa„Ég ætla ekki að fara út í einstök ummæli eða hvaða fólk sé til skoðunar, það er bara fyrir lögregluna að meta og skoða,“ segir Hilmar og bætir við að því miður séum við Íslendingar ekki komnir lengra í umræðunni.Sjá einnig: Samtökin '78: Kæra tíu einstaklinga fyrir hatursorðræðu í garð hinsegin fólks „Ég geri mér fullkomlega grein fyrir því að ég verð ekki vinsælasti maðurinn á Íslandi í dag en maður stendur í þessari baráttu og hefur verið kallaður ýmsum nöfnum í gegnum tíðina. Við sem stöndum í forystunni höfum brynjað okkur ágætlega fyrir allskonar hlutum en við erum að upplifa það árið 2015 að það er fólk útum allt land sem segir okkur sögur frá börnum sem eiga hinsegin foreldra og mæta aðkasti. Einnig hinsegin fólks sjálf, fjölskyldur og vinir.“Sjá einnig: Útvarp Saga eða Tvíhöfði: Getur þú fundið út hvaðan ummælin koma?Hann segir að þetta snúist ekki aðeins um málið í Hafnafjarðarbæ, heldur sé í mun víðara samhengi. „Hatursumræða á Íslandi er ekkert allt í einu að dúkka upp í síðustu viku. Þetta er viðvarandi og við erum að draga línu í sandinn og segja stopp nú stýrimann. Við þurfum aðeins að skoða þetta mál, hvar sleppir tjáningarfrelsinu og hvar ertu að meiða hreinlega fólk. Þegar fólk situr undir þessu, þá hefur það gríðarleg áhrif á líf fólks og lífsgæði.“Sjá einnig: Vill sjá ríkissaksóknara í fangelsi fyrir að taka þátt í GleðigöngunniHilmar segir að margt hinsegin fólk búi við skert lífsgæði sökum umræðunnar. „Það er mergur málsins og þess vegna setja mörg vestræn ríki löggjöf af þessu tagi. Það er allur gangur á því hvar þetta fólk lét sínar skoðanir í ljós, bara í fjölmiðlum almennt. Ég veit ekkert hvað mun koma út úr þessu en ef þetta verður til þess að vekja umræðuna um þessi mörk þá er einhver tilgangur með þessu.“
Tengdar fréttir Helgi Hrafn vill ekki láta loka síðu Gylfa: „Versti óvinur fordómanna er opin og frjáls umræða“ „Með því að þagga niður í óvinsælum skoðunum lokum við augunum fyrir vandanum.“ 21. apríl 2015 15:49 Vill sjá ríkissaksóknara í fangelsi fyrir að taka þátt í Gleðigöngunni Það fóru fram fjörugar umræður á Útvarpi Sögu í dag. 22. apríl 2015 18:27 Dolli kallar Gylfa Ægis „has-been“ á BBC Adolf Ingi Erlingsson var meðal viðmælanda í innslagi um hinsegin fræðslu á Íslandi. 26. apríl 2015 10:29 Vill útskýra hinsegin fræðslu fyrir hlustendum Útvarps Sögu „Þarf að fara að sýna þeim, kenna þeim eða káfa á þeim?“ spurði hlustandi Útvarp Sögu. Þá svarar þáttastjórnandi: „Þetta er innrætingarstarfsemi, það er alveg ljóst.“ 21. apríl 2015 13:23 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Sjá meira
Helgi Hrafn vill ekki láta loka síðu Gylfa: „Versti óvinur fordómanna er opin og frjáls umræða“ „Með því að þagga niður í óvinsælum skoðunum lokum við augunum fyrir vandanum.“ 21. apríl 2015 15:49
Vill sjá ríkissaksóknara í fangelsi fyrir að taka þátt í Gleðigöngunni Það fóru fram fjörugar umræður á Útvarpi Sögu í dag. 22. apríl 2015 18:27
Dolli kallar Gylfa Ægis „has-been“ á BBC Adolf Ingi Erlingsson var meðal viðmælanda í innslagi um hinsegin fræðslu á Íslandi. 26. apríl 2015 10:29
Vill útskýra hinsegin fræðslu fyrir hlustendum Útvarps Sögu „Þarf að fara að sýna þeim, kenna þeim eða káfa á þeim?“ spurði hlustandi Útvarp Sögu. Þá svarar þáttastjórnandi: „Þetta er innrætingarstarfsemi, það er alveg ljóst.“ 21. apríl 2015 13:23