Innlent

11 ára íslensk stúlka vegabréfslaus í tæpt ár

ingvar haraldsson skrifar
Harriet og Duncan Cardew hafa heitið stúlka og drengur Cardew í Þjóðskrá frá fæðingu.
Harriet og Duncan Cardew hafa heitið stúlka og drengur Cardew í Þjóðskrá frá fæðingu. vísir/daníel
„Þetta er búið að taka ótrúlega langan tíma,“ segir Kristín Cardew, móðir Harrietar Cardew, sem síðasta sumar var synjað um íslenskt vegabréf af Þjóðskrá Íslands því nafnið Harriet var ekki samþykkt af mannanafnanefnd. Í kjölfarið kærðu foreldrarnir úrskurðinn til innanríkisráðuneytisins. Ekki er búið að afgreiða kæruna hjá innanríkisráðuneyti tíu mánuðum eftir að hún barst.  Sjá einnig: 10 ára stúlku neitað um vegabréf af Þjóðskrá

„Það er ótrúlegt að hægt sé að synja íslenskum ríkisborgurum um vegabréf,“ segir Kristín. Vegabréf Duncan, bróður Harrietar, er nú einnig runnið út og komast systkinin því ekki úr landi með íslensk vegabréf. Systkinin hafa borið nöfnin stúlka og drengur í Þjóðskrá frá fæðingu.

Fjölskyldunni var tilkynnt við synjunina að verið væri að hreinsa út alla þá sem hétu stúlka og drengur hjá Þjóðskrá. Kristín sagði ákvörðunin fáránlega enda mættu börnin bera erlend nöfn ef báðir foreldrarnir væru erlendir. „Þau mættu einnig bera erlend nöfn ef þau hefðu íslenskt fornafn eða millinafn,“ sagði Kristín síðasta sumar.

„Sem betur fer ætluðum við ekki út í sumar,“ segir Kristín nú. Fjölskyldan getur þó sótt um breskt vegabréf fyrir börnin þar sem þau eru með tvöfalt ríkisfang.

Tvívegis verið tilkynnt um að afgreiðsla sé á næsta leiti

Í nóvember síðastliðnum barst Ragnari Aðalsteinssyni, lögmanni fjölskyldunnar, bréf frá innanríkisráðuneytinu þar sem beðist var velvirðingar á töfunum og að afgreiðslu á málinu væri að vænta innan tveggja mánaða, þ.e. fyrir lok janúar.

Sjá einnig: Segir Þjóðskrá hafa brotið stjórnarskrá

Engin frekari svör höfðu borist frá ráðuneytinu um miðjan mars og þegar fregna var leitað bárust þau svör að vegna mikilla anna hjá ráðuneytinu hefði ekki verið hægt að taka málið fyrir en niðurstöðu væri að vænta í lok maí. Þá verður næstum heilt ár liðið síðan Þjóðskrá neitaði Harriet um vegabréf.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.