Óæskilegar og afleitar hækkanir að mati forsætisráðherra Heimir Már Pétursson skrifar 16. apríl 2015 19:00 Forsætisráðherra segir óæskilegt og afleitt á allan hátt að stjórnarmenn fyrirtækja hækki laun sín um tugi prósenta. Formaður Vinstri grænna fordæmir hækkun stjórnarlauna á sama tíma og HB Grandi gefi starfsfólki íspinna fyrir vel unnin störf. Eins og fram hefur komið eru stjórnarlaunin ekkert slor hjá HB Granda. Þau bar á góma á Alþingi í dag en forsætisráðherra hefur sagt að það væri svigrúm til almennra launahækkana. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna sagðist í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun hafa gríðarlegar gríðarlegar áhyggjur af stöðu mála á vinnumarkaði. „Og nýjustu tíðindin af kjaraviðræðum eru nú ekki björguleg þegar þegar stjórnarmenn í HB Granda ákveða að hækka sín laun og eru nýlega hins vegar búnir að bjóða starfsmönnum íspinna í bónus. Satt að segja, herra forseti, finnst mér þetta eins og úr skáldsögu eftir Halldór Laxness,“ sagði Katrín. Það væri ástæða til að óttast afleiðingar verkfalla og nauðsynlegt væri að samningar tækjust sem fyrst. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tók undir áhyggjur Katrínar af stöðunni á vinnumarkaðnum og gerð kjarasamninga. Það væru sóknarfæri í stöðunni til bættra kjara og því mikilvægt að traust ríkti um að kjarabótum yrði skipt jafnt milli ólíkra hópa í samfélaginu. „Og þess vegna er ástæða til að taka undir athugasemdir háttvirts þingmanns um hversu óæskilegt og raunar bara afleitt á allan hátt það er þegar á sama tíma er farið í tug prósenta hækkun t.d. á stjórnarlaunum. En ekki bara í þessu tiltekna fyrirtæki sem háttvirtur þingmaður nefndi, því við höfum séð ýmis dæmi um slíkar hækkanir á stjórnarlaunum annars staðar að undanförnu,“ sagði forsætisráðherra. En Katrín vildi ásamt formanni Bjartrar framtíðar fá að vita hvort von væri á einhverju útspili að hálfu ríkisstjórnarinnar til að stuðla að gerð kjarasamninga. Forsætisráðherra sagði stjórnvöld reiðubúin til þess ef slíkir samningar fóðruðu ekki verðbólguna. „Ef menn hins vegar sjá fram á að það náist það sem kalla mætti stöðugleikasamninga, þá er ríkisvaldið opið fyrir ýmsum leiðum sem að sjálfsögðu yrðu unnar í samráði við aðila vinnumarkaðarins,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Alþingi Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Forsætisráðherra segir óæskilegt og afleitt á allan hátt að stjórnarmenn fyrirtækja hækki laun sín um tugi prósenta. Formaður Vinstri grænna fordæmir hækkun stjórnarlauna á sama tíma og HB Grandi gefi starfsfólki íspinna fyrir vel unnin störf. Eins og fram hefur komið eru stjórnarlaunin ekkert slor hjá HB Granda. Þau bar á góma á Alþingi í dag en forsætisráðherra hefur sagt að það væri svigrúm til almennra launahækkana. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna sagðist í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun hafa gríðarlegar gríðarlegar áhyggjur af stöðu mála á vinnumarkaði. „Og nýjustu tíðindin af kjaraviðræðum eru nú ekki björguleg þegar þegar stjórnarmenn í HB Granda ákveða að hækka sín laun og eru nýlega hins vegar búnir að bjóða starfsmönnum íspinna í bónus. Satt að segja, herra forseti, finnst mér þetta eins og úr skáldsögu eftir Halldór Laxness,“ sagði Katrín. Það væri ástæða til að óttast afleiðingar verkfalla og nauðsynlegt væri að samningar tækjust sem fyrst. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tók undir áhyggjur Katrínar af stöðunni á vinnumarkaðnum og gerð kjarasamninga. Það væru sóknarfæri í stöðunni til bættra kjara og því mikilvægt að traust ríkti um að kjarabótum yrði skipt jafnt milli ólíkra hópa í samfélaginu. „Og þess vegna er ástæða til að taka undir athugasemdir háttvirts þingmanns um hversu óæskilegt og raunar bara afleitt á allan hátt það er þegar á sama tíma er farið í tug prósenta hækkun t.d. á stjórnarlaunum. En ekki bara í þessu tiltekna fyrirtæki sem háttvirtur þingmaður nefndi, því við höfum séð ýmis dæmi um slíkar hækkanir á stjórnarlaunum annars staðar að undanförnu,“ sagði forsætisráðherra. En Katrín vildi ásamt formanni Bjartrar framtíðar fá að vita hvort von væri á einhverju útspili að hálfu ríkisstjórnarinnar til að stuðla að gerð kjarasamninga. Forsætisráðherra sagði stjórnvöld reiðubúin til þess ef slíkir samningar fóðruðu ekki verðbólguna. „Ef menn hins vegar sjá fram á að það náist það sem kalla mætti stöðugleikasamninga, þá er ríkisvaldið opið fyrir ýmsum leiðum sem að sjálfsögðu yrðu unnar í samráði við aðila vinnumarkaðarins,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Alþingi Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira