Rektorskosningar Háskóla Íslands 2015 Helga M. Ögmundsdóttir og Jórunn E. Eyfjörð og Ágústa Guðmundsdóttir skrifa 18. apríl 2015 14:16 Háskóli Íslands kýs sér nú nýjan rektor í fyrsta sinn í 10 ár. Tvennt er breytt frá því sem var fyrir 10 árum: Núverandi rektor hefur setið lengur en fyrirrennarar hennar þar sem tímabilið var lengt úr 3 í 5 ár og nú var í fyrsta sinn gefinn kostur á að umsækjandi um embætti rektors Háskóla Íslands gæti verið utanaðkomandi. Undirbúningur rektorskjörs hefur því verið sérlega kærkomið tækifæri til ferskrar umræðu um málefni skólans og hefur hún náð út í samfélagið. Sá umsækjandi sem ekki kom úr HÍ hefur átt sinn þátt í því, bent á margt sem þarfnast skoðunar og endurbóta, enda er glöggt gests augað. Í seinni umferð stendur valið nú milli tveggja mjög hæfra umsækjenda og starfsmönnum og nemendum HÍ er lúxusvandi á höndum. Hvort á að vega þyngra, reynsla i starfi vararektors eða þörf á endurnýjun? Það er tilgangurinn með lýðræðiskosningu til forystu að koma í veg fyrir að hún flytjist sjálfkrafa frá manni til manns innan kerfis. Háskóli Íslands hefur nú tækifæri til að kjósa sér rektor sem hefur vissulega ríkulega stjórnunarreynslu á sviði vísinda á Íslandi en einmitt utan miðlægrar stjórnsýslu Háskóla Íslands. Hlutverk rektors Háskóla Íslands er margþætt og felur í sér víðtæk samskipti. Þar má fyrst nefna samræðuna við þjóðina. Hispurlaus framkoma Guðrúnar Nordal gerir henni auðvelt að ná góðu sambandi við fólk. Háskóli Íslands er lítill á alþjóðamælikvarða en nafn hans er samt stórt á sérstökum fræðasviðum. Þar eru jarðvísindin augljósasta dæmið, en annað dæmi eru miðaldafræði. Í þessu samhengi er rökrétt og vel við hæfi að velja rektor sem nýtur alþjóðaviðurkenningar á sviði miðaldabókmennta. Starfsmönnum HÍ er þó skiljanlega kannski efst í huga það sem snýr að innra starfi hans sjálfs og hefur margt af því komið fram í umræðu undanfarinna vikna. Hér skal nefnt vinnumatskerfið, skoðun á því hvernig til hefur tekist með nýtt stjórnskipulag og skiptingu í svið og síðast en ekki síst nýliðun í akademískum störfum. Þar sem Guðrún hefur ekki verið hluti af stjórnsýslu HÍ undanfarinn áratug hefur hún forsendur til að koma að þessum málum með ferska sýn. Helga M. Ögmundsdóttir, Jórunn E. Eyfjörð og Ágústa Guðmundsdóttir Prófessorar við Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Maðurinn sem óhreinkar ekki skyrtuna sína Það er kaldur þriðjudagsmorgunn í höfuðvígi rafmagns- og tölvuverkfræðinema í Háskóla Íslands. Klukkan er sautján mínútur yfir átta og tíu litlir verkfræðinemar hjúfra sig hver að öðrum í hlýjum, grátóna hettupeysum. 17. apríl 2015 12:43 „Konuspil“ í rektorskjöri? Nú styttist í seinni umferð í rektorskjöri við Háskóla Íslands. Í framboði eru þau Jón Atli Benediktsson og Guðrún Nordal. 16. apríl 2015 11:11 Kjósum Guðrúnu Nordal sem rektor Háskóla Íslands 13. apríl Háskóli Íslands er einn af hornsteinum íslensks samfélags og sú menntastofnun sem tengir saman þjóðfélagslega og vísindalega umræðu í landinu. 7. apríl 2015 13:43 Hvetjum alla til að kjósa Niðurstaða okkar er sú að Guðrún muni reynast einstaklega hæfur rektor. 16. apríl 2015 13:45 Snúum bökum saman – Jón Atla fyrir Háskóla Íslands Það var ánægjulegt að sjá staðfestingu á þeim víðtæka stuðningi sem Jón Atli Benediktsson nýtur innan Háskóla Íslands þegar úrslit úr fyrri umferð rektorskosninga lágu fyrir á mánudag. 15. apríl 2015 12:05 Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Réttindi launafólks og frelsið Orri Páll Jóhannsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Sjá meira
Háskóli Íslands kýs sér nú nýjan rektor í fyrsta sinn í 10 ár. Tvennt er breytt frá því sem var fyrir 10 árum: Núverandi rektor hefur setið lengur en fyrirrennarar hennar þar sem tímabilið var lengt úr 3 í 5 ár og nú var í fyrsta sinn gefinn kostur á að umsækjandi um embætti rektors Háskóla Íslands gæti verið utanaðkomandi. Undirbúningur rektorskjörs hefur því verið sérlega kærkomið tækifæri til ferskrar umræðu um málefni skólans og hefur hún náð út í samfélagið. Sá umsækjandi sem ekki kom úr HÍ hefur átt sinn þátt í því, bent á margt sem þarfnast skoðunar og endurbóta, enda er glöggt gests augað. Í seinni umferð stendur valið nú milli tveggja mjög hæfra umsækjenda og starfsmönnum og nemendum HÍ er lúxusvandi á höndum. Hvort á að vega þyngra, reynsla i starfi vararektors eða þörf á endurnýjun? Það er tilgangurinn með lýðræðiskosningu til forystu að koma í veg fyrir að hún flytjist sjálfkrafa frá manni til manns innan kerfis. Háskóli Íslands hefur nú tækifæri til að kjósa sér rektor sem hefur vissulega ríkulega stjórnunarreynslu á sviði vísinda á Íslandi en einmitt utan miðlægrar stjórnsýslu Háskóla Íslands. Hlutverk rektors Háskóla Íslands er margþætt og felur í sér víðtæk samskipti. Þar má fyrst nefna samræðuna við þjóðina. Hispurlaus framkoma Guðrúnar Nordal gerir henni auðvelt að ná góðu sambandi við fólk. Háskóli Íslands er lítill á alþjóðamælikvarða en nafn hans er samt stórt á sérstökum fræðasviðum. Þar eru jarðvísindin augljósasta dæmið, en annað dæmi eru miðaldafræði. Í þessu samhengi er rökrétt og vel við hæfi að velja rektor sem nýtur alþjóðaviðurkenningar á sviði miðaldabókmennta. Starfsmönnum HÍ er þó skiljanlega kannski efst í huga það sem snýr að innra starfi hans sjálfs og hefur margt af því komið fram í umræðu undanfarinna vikna. Hér skal nefnt vinnumatskerfið, skoðun á því hvernig til hefur tekist með nýtt stjórnskipulag og skiptingu í svið og síðast en ekki síst nýliðun í akademískum störfum. Þar sem Guðrún hefur ekki verið hluti af stjórnsýslu HÍ undanfarinn áratug hefur hún forsendur til að koma að þessum málum með ferska sýn. Helga M. Ögmundsdóttir, Jórunn E. Eyfjörð og Ágústa Guðmundsdóttir Prófessorar við Háskóla Íslands
Maðurinn sem óhreinkar ekki skyrtuna sína Það er kaldur þriðjudagsmorgunn í höfuðvígi rafmagns- og tölvuverkfræðinema í Háskóla Íslands. Klukkan er sautján mínútur yfir átta og tíu litlir verkfræðinemar hjúfra sig hver að öðrum í hlýjum, grátóna hettupeysum. 17. apríl 2015 12:43
„Konuspil“ í rektorskjöri? Nú styttist í seinni umferð í rektorskjöri við Háskóla Íslands. Í framboði eru þau Jón Atli Benediktsson og Guðrún Nordal. 16. apríl 2015 11:11
Kjósum Guðrúnu Nordal sem rektor Háskóla Íslands 13. apríl Háskóli Íslands er einn af hornsteinum íslensks samfélags og sú menntastofnun sem tengir saman þjóðfélagslega og vísindalega umræðu í landinu. 7. apríl 2015 13:43
Hvetjum alla til að kjósa Niðurstaða okkar er sú að Guðrún muni reynast einstaklega hæfur rektor. 16. apríl 2015 13:45
Snúum bökum saman – Jón Atla fyrir Háskóla Íslands Það var ánægjulegt að sjá staðfestingu á þeim víðtæka stuðningi sem Jón Atli Benediktsson nýtur innan Háskóla Íslands þegar úrslit úr fyrri umferð rektorskosninga lágu fyrir á mánudag. 15. apríl 2015 12:05
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar