„Konuspil“ í rektorskjöri? Birta Austmann Bjarnadóttir skrifar 16. apríl 2015 11:11 Nú styttist í seinni umferð í rektorskjöri við Háskóla Íslands. Í framboði eru þau Jón Atli Benediktsson og Guðrún Nordal. Sem nemanda við HÍ skipta þessar kosningar mig miklu máli, ég vil stunda nám við öflugan og framsækinn háskóla og því tel ég mikilvægt að kynna mér málefni beggja frambjóðenda og taka upplýsta og málefnalega ákvörðun.Jafnréttisáherslur Það sem ég vil meðal annars sjá hjá nýjum rektor HÍ er aukin áhersla á jafnrétti innan skólans. Í aðdraganda kosninganna síðastliðinn mánudag var því afstaða frambjóðenda til jafnréttis nokkuð sem var mér ofarlega í huga þegar ég tók ákvörun um hvern ég kysi. Að mínu mati voru rök Jóns Atla sannfærandi, en hann lagði meðal annars áherslu á mikilvægi þess að nýta kraft beggja kynja og vinna gegn íhaldssömum viðhorfum um hlutverk kynjanna sem hafa meðal annars skilað sér í kynskiptum vinnumarkaði og lágu hlutfalli kvenna í ábyrgðarstörfum. Með aukinni þekkingu má útrýma mismunun á grundvelli kyns og það er það sem Jón Atli vill stefna að.„Konuspil“? Ég fékk í gær miðvikudaginn 15. apríl SMS frá sendanda sem kallar sig „Rektor 2015“, þessi skilaboð voru að mér skilst aðeins send til kvenna á kjörskrá en ekki karla. Í skilaboðunum stóð: „Konur eru 8.699 af nemendum HÍ. Aðeins 3.180 konur kusu síðast. Látum rödd okkar heyrast. Kynnið ykkur frambjóðendur og kjósið á mánudag! Bkv. Guðrún Nordal.“ Ég fagna því að Guðrún hvetji okkur konur til þess að kjósa í komandi kosningum. Best þætti mér þó að hún hvetti alla sem eru kosningabærir til þess að kjósa, bæði konur og karla, sérstaklega í ljósi þess að kosningaþátttaka í heild var aðeins 45,1%. Ég velti því fyrir mér hvort að þetta sé hluti af kosningaherferð. Hvort undirliggjandi skilaboð séu „konur kjósið konu í embættið“, svokallað „konuspil“ eins og ég kýs að kalla það. Sé svo verð ég að lýsa yfir vonbrigðum mínum. Hér er um að ræða kjör í æðsta embætti Háskóla Íslands, menntastofnun sem leggur áherslu á gagnrýna hugsun og málefnaleg rök. Sé minn skilningur á þessum skilaboðum réttur þykir mér miður að verið sé að hvetja til afstöðu á ekki málefnalegri rökum en kyni frambjóðenda. Bæði karlar og konur geta beitt sér fyrir jafnrétti og það er ekki hægt að fullyrða að það að tilheyra ákveðnu kyni geri frambjóðandann að betri rektor. Hvorki fyrir konur né karla. Ég vil hvetja alla þá sem eru á kjörskrá til þess að nýta kosningarétt sinn og kjósa mánudaginn 20. apríl næstkomandi í rektorskjöri við HÍ. Þá vil ég ennfremur hvetja þá hina sömu að taka upplýsta ákvörðun í vali sínu, kynna sér stefnumál beggja frambjóðenda og taka ákvörðun út frá því. Sjálf hef ég ákveðið að styðja Jón Atla Benediktsson. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú styttist í seinni umferð í rektorskjöri við Háskóla Íslands. Í framboði eru þau Jón Atli Benediktsson og Guðrún Nordal. Sem nemanda við HÍ skipta þessar kosningar mig miklu máli, ég vil stunda nám við öflugan og framsækinn háskóla og því tel ég mikilvægt að kynna mér málefni beggja frambjóðenda og taka upplýsta og málefnalega ákvörðun.Jafnréttisáherslur Það sem ég vil meðal annars sjá hjá nýjum rektor HÍ er aukin áhersla á jafnrétti innan skólans. Í aðdraganda kosninganna síðastliðinn mánudag var því afstaða frambjóðenda til jafnréttis nokkuð sem var mér ofarlega í huga þegar ég tók ákvörun um hvern ég kysi. Að mínu mati voru rök Jóns Atla sannfærandi, en hann lagði meðal annars áherslu á mikilvægi þess að nýta kraft beggja kynja og vinna gegn íhaldssömum viðhorfum um hlutverk kynjanna sem hafa meðal annars skilað sér í kynskiptum vinnumarkaði og lágu hlutfalli kvenna í ábyrgðarstörfum. Með aukinni þekkingu má útrýma mismunun á grundvelli kyns og það er það sem Jón Atli vill stefna að.„Konuspil“? Ég fékk í gær miðvikudaginn 15. apríl SMS frá sendanda sem kallar sig „Rektor 2015“, þessi skilaboð voru að mér skilst aðeins send til kvenna á kjörskrá en ekki karla. Í skilaboðunum stóð: „Konur eru 8.699 af nemendum HÍ. Aðeins 3.180 konur kusu síðast. Látum rödd okkar heyrast. Kynnið ykkur frambjóðendur og kjósið á mánudag! Bkv. Guðrún Nordal.“ Ég fagna því að Guðrún hvetji okkur konur til þess að kjósa í komandi kosningum. Best þætti mér þó að hún hvetti alla sem eru kosningabærir til þess að kjósa, bæði konur og karla, sérstaklega í ljósi þess að kosningaþátttaka í heild var aðeins 45,1%. Ég velti því fyrir mér hvort að þetta sé hluti af kosningaherferð. Hvort undirliggjandi skilaboð séu „konur kjósið konu í embættið“, svokallað „konuspil“ eins og ég kýs að kalla það. Sé svo verð ég að lýsa yfir vonbrigðum mínum. Hér er um að ræða kjör í æðsta embætti Háskóla Íslands, menntastofnun sem leggur áherslu á gagnrýna hugsun og málefnaleg rök. Sé minn skilningur á þessum skilaboðum réttur þykir mér miður að verið sé að hvetja til afstöðu á ekki málefnalegri rökum en kyni frambjóðenda. Bæði karlar og konur geta beitt sér fyrir jafnrétti og það er ekki hægt að fullyrða að það að tilheyra ákveðnu kyni geri frambjóðandann að betri rektor. Hvorki fyrir konur né karla. Ég vil hvetja alla þá sem eru á kjörskrá til þess að nýta kosningarétt sinn og kjósa mánudaginn 20. apríl næstkomandi í rektorskjöri við HÍ. Þá vil ég ennfremur hvetja þá hina sömu að taka upplýsta ákvörðun í vali sínu, kynna sér stefnumál beggja frambjóðenda og taka ákvörðun út frá því. Sjálf hef ég ákveðið að styðja Jón Atla Benediktsson.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun