Hvetjum alla til að kjósa 16. apríl 2015 13:45 Liðnar vikur hafa verið skemmtilegur tími í Háskóla Íslands. Í tengslum við kjör á nýjum rektor hefur farið fram áhugaverð og uppbyggjandi umræða um það hvernig við viljum sjá þessa mikilvægu menntastofnun þróast á komandi árum. Þrátt fyrir vísbendingar um að starfsfólk skólans sé orðið langþreytt á niðurskurði og óhóflegu vinnuálagi hefur tekist að skapa kröftuga umræðu um áhersluatriði og stefnumál. Rætt hefur verið um nýjar kennsluaðferðir sem samræmast betur breyttu samfélagi og mikilvægi þess að styrkja samband kennara og nemenda. Áhersla hefur verið lögð á að bæta aðstæður starfsmanna skólans, m.a. þess stóra hóps sem sinnir stundakennslu og kallað er eftir nýliðun í röðum kennara með fjölgun kennarastarfa. Jafnframt hefur verið rætt um leiðir til að bæta aðstæður til rannsókna með uppbyggingu innviða skólans. Á mánudaginn veljum við milli tveggja vel hæfra frambjóðenda, þeirra Guðrúnar Nordal og Jóns Atla Benediktssonar. Við sem skrifum þessa grein höfum þekkt Guðrúnu mislengi en líkt og svo margir aðrir höfum við hrifist af forystuhæfileikum hennar og útgeislun í þessari kosningabaráttu. Guðrún hefur einstaka hæfileika til að ná til fólks og fá það með sér. Hún hefur leitt Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum af einstökum skörungsskap. Mörgum er í fersku minni glæsilegt afmælisár Árna Magnússonar árið 2013, en í tengslum við það áttu starfsmenn stofnunarinnar samstarf bæði við fræðimenn í HÍ og ýmsa sem hafa skarað á einhvern hátt fram úr í íslensku samfélagi til að vekja athygli á Árna og handritunum. Einnig viljum við benda á að ásamt félögum sínum í vísinda- og tækniráði tókst Guðrúnu að sannfæra stjórnvöld um mikilvægi þess að auka fjárveitingar til vísindarannsókna á Íslandi verulega. Guðrún á að baki langan feril sem vísindamaður, hefur birt fjölmargar ritrýndar greinar og bækur hjá alþjóðlegum forlögum á fræðasviði sínu. Hún nýtur almennrar virðingar og viðurkenningar bæði hér heima og erlendis og hefur hún m.a. leitt stórt alþjóðlegt rannsóknaverkefni á sviði norrænna fornbókmennta. Hún hefur tekið þátt í margs konar alþjóðlegu rannsóknasamstarfi og hlotið alþjóðlegar viðurkenningar fyrir vísindastörf sín. Niðurstaða okkar er sú að Guðrún muni reynast einstaklega hæfur rektor. Hún hefur víðtæka stjórnunarreynslu, er vandaður vísindamaður og hefur sýnt að hún fær fólk með sér í krefjandi verkefni. Hún leggur áherslu á opna og lýðræðislega umræðu og undir hennar stjórn teljum við að Háskóli Íslands geti vaxið og aðlagast kröfum framtíðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Liðnar vikur hafa verið skemmtilegur tími í Háskóla Íslands. Í tengslum við kjör á nýjum rektor hefur farið fram áhugaverð og uppbyggjandi umræða um það hvernig við viljum sjá þessa mikilvægu menntastofnun þróast á komandi árum. Þrátt fyrir vísbendingar um að starfsfólk skólans sé orðið langþreytt á niðurskurði og óhóflegu vinnuálagi hefur tekist að skapa kröftuga umræðu um áhersluatriði og stefnumál. Rætt hefur verið um nýjar kennsluaðferðir sem samræmast betur breyttu samfélagi og mikilvægi þess að styrkja samband kennara og nemenda. Áhersla hefur verið lögð á að bæta aðstæður starfsmanna skólans, m.a. þess stóra hóps sem sinnir stundakennslu og kallað er eftir nýliðun í röðum kennara með fjölgun kennarastarfa. Jafnframt hefur verið rætt um leiðir til að bæta aðstæður til rannsókna með uppbyggingu innviða skólans. Á mánudaginn veljum við milli tveggja vel hæfra frambjóðenda, þeirra Guðrúnar Nordal og Jóns Atla Benediktssonar. Við sem skrifum þessa grein höfum þekkt Guðrúnu mislengi en líkt og svo margir aðrir höfum við hrifist af forystuhæfileikum hennar og útgeislun í þessari kosningabaráttu. Guðrún hefur einstaka hæfileika til að ná til fólks og fá það með sér. Hún hefur leitt Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum af einstökum skörungsskap. Mörgum er í fersku minni glæsilegt afmælisár Árna Magnússonar árið 2013, en í tengslum við það áttu starfsmenn stofnunarinnar samstarf bæði við fræðimenn í HÍ og ýmsa sem hafa skarað á einhvern hátt fram úr í íslensku samfélagi til að vekja athygli á Árna og handritunum. Einnig viljum við benda á að ásamt félögum sínum í vísinda- og tækniráði tókst Guðrúnu að sannfæra stjórnvöld um mikilvægi þess að auka fjárveitingar til vísindarannsókna á Íslandi verulega. Guðrún á að baki langan feril sem vísindamaður, hefur birt fjölmargar ritrýndar greinar og bækur hjá alþjóðlegum forlögum á fræðasviði sínu. Hún nýtur almennrar virðingar og viðurkenningar bæði hér heima og erlendis og hefur hún m.a. leitt stórt alþjóðlegt rannsóknaverkefni á sviði norrænna fornbókmennta. Hún hefur tekið þátt í margs konar alþjóðlegu rannsóknasamstarfi og hlotið alþjóðlegar viðurkenningar fyrir vísindastörf sín. Niðurstaða okkar er sú að Guðrún muni reynast einstaklega hæfur rektor. Hún hefur víðtæka stjórnunarreynslu, er vandaður vísindamaður og hefur sýnt að hún fær fólk með sér í krefjandi verkefni. Hún leggur áherslu á opna og lýðræðislega umræðu og undir hennar stjórn teljum við að Háskóli Íslands geti vaxið og aðlagast kröfum framtíðarinnar.
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar