Ekki búið að kaupa skattagögnin

„Málið er í vinnslu og ég svona ætla að það sé að styttast í þetta,“ segir Bryndís í samtali við Vísi.
Ekki er um að ræða hefðbundnar upplýsingar um bankareikninga í fjármálastofnunum, þ.e að einungis er um að ræða nöfn einstaklinga en ekki upphæðir. Bryndís vildi lítið tjá sig um gögnin að öðru leyti en því að þau gefi ákveðnar vísbendingar um undanskot og tengi einstaklinga við félög í skattaskjólum.
Seljandinn er reiðubúinn til að láta gögnin af hendi fyrir 150 milljónir króna, eða 2.500 evrur fyrir hvert mál, en þau eru 416 talsins.
Tengdar fréttir

Sum skattaskjólsmálanna gætu verið fyrnd
Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri segir viðbúið að einhver mál í skattaskjólsgögnunum, sem standa íslenska ríkinu til boða, séu fyrnd en elstu málin eru fimmtán ára gömul.

75% Íslendinga vilja kaupa skattagögnin
Sjálfstæðismenn vilja síður en aðrir kaupa gögn um eigur Íslendinga í skattaskjólum.

Villl rannsókn á undanbrögðum ráðherra í skattamáli
„Þetta er gamalt trix sem að Davíð Oddsson notaði jafnan til að boxa embættismenn,“ segir Össur Skarphéðinsson um hegðun Bjarna Benediktssonar gagnvart skattrannsóknarstjóra.

„Ríkið á ekki að kaupa þýfi“
Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, leggst gegn því að ríkið kaupi erlend bankagögn sem gætu innihaldið upplýsingar um skattsvik, ef þeirra er aflað með ólögmætum hætti en þetta kemur fram í ályktun frá félaginu.

Leynigögn frá HSBC komin til Íslands
Aðilar sem tengjast Íslandi eru nefndir í gögnum úr útibúi HSBC-bankans í Sviss sem sýna skattaundanskot.

Viðbúið að einhver skattaskjólsmál séu fyrnd
Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri segir viðbúið að einhver mál í skattaskjólsgögnunum, sem standa íslenska ríkinu til boða, séu fyrnd en elstu málin eru fimmtán ára gömul.