Viðskipti innlent

75% Íslendinga vilja kaupa skattagögnin

ingvar haraldsson skrifar
Bryndís Kristjánsdóttir fékk fyrst upplýsingar um gögnin i apríl á síðasta ári.
Bryndís Kristjánsdóttir fékk fyrst upplýsingar um gögnin i apríl á síðasta ári.
Þrír af hverjum fjórum Íslendingum eru fylgjandi því að skattrannsóknarstjóri kaupi gögn um eigur Íslendinga í skattaskjólum samkvæmt niðurstöðu könnunar MMR. Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri hefur gefið út að hún muni ganga til samninga við huldumanninn sem hefur gögnin undir höndum. Um 9% sögðust vera á móti því að gögnin yrðu keypt en 15% sögðust hvorki vera fylgjandi né andvíg.

Samkvæmt könnuninni eru stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins og ríkisstjórnarinnar ólíklegri en aðrir til þess að vilja kaupa gögnin en 68,6% þeirra sem studdu ríkisstjórnina sem vildu kaupa gögnin samanborið við 80,4% þeirra sem studdu ekki ríkisstjórnina.

„Af þeim sem tóku afstöðu og studdu Sjálfstæðisflokkinn sögðust 60,9% vera fylgjandi því að kaupa gögn um meint skattaundanskot Íslendinga erlendis, borið saman við 93,6% þeirra sem studdu Vinstri græn og 92,4% þeirra sem studdu Samfylkinguna,“ segir í niðurstöðu MMR.

Meirhluti Íslendinga vill kaupa skattagögnin.mynd/mmr

Tengdar fréttir

Skattaskjólsgögnin: Tímalína

Svona var atburðarásin sem leiddi að því að ákveðið var að kaupa gögn um eignir Íslendinga í skattaskjólum fyrir 150 milljónir.

Sum skattaskjólsmálanna gætu verið fyrnd

Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri segir viðbúið að einhver mál í skattaskjólsgögnunum, sem standa íslenska ríkinu til boða, séu fyrnd en elstu málin eru fimmtán ára gömul.

„Ríkið á ekki að kaupa þýfi“

Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, leggst gegn því að ríkið kaupi erlend bankagögn sem gætu innihaldið upplýsingar um skattsvik, ef þeirra er aflað með ólögmætum hætti en þetta kemur fram í ályktun frá félaginu.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Engar hækkanir skráðar í dag

Mesta lækkun dagsins


Engar lækkanir skráðar í dag
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.