Viðskipti innlent

Leynigögn frá HSBC komin til Íslands

Á þessari mynd má sjá viðskiptavini bankans í London.
Á þessari mynd má sjá viðskiptavini bankans í London. vísir/epa
Skattrannsóknarstjóri hefur nú undir höndum gögn tengd Íslandi úr stórbankanum HSBC. Gögnin komu frá frönskum skattayfirvöldum, að sögn Bryndísar Kristjánsdóttur skattrannsóknarstjóra.Fjölmiðlar víða um heim greindu í febrúar frá rannsókn á skjölum sem sýndi að HSBC-bankinn hefði aðstoðað viðskiptavini við að fela fé og komast hjá því að greiða skatta. Skjölin um skattaundanskot voru frá útibúi bankans í Sviss sem fyrrverandi starfsmaður hans, Hervé Falciani, lak árið 2007.Samkvæmt frásögn erlendra fjölmiðla nú í febrúar voru í gögnunum 18 bankareikningar í eigu sex aðila sem tengjast Íslandi. Greint var frá því að heildarfjárhæðin á þessum reikningum næmi 9,5 milljónum dollara og að hæsta fjárhæðin tengd einum þessara aðila næmi 8 milljónum dollara.Bryndís vill ekki tjá sig um hvort svo sé. „Ég vil ekkert segja um þetta. Það er verið að fara yfir gögnin,“ segir hún.

Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri vill ekki tjá sig efnislega um gögnin. Hún segir embættið nú fara yfir þau.
Skattrannsóknarstjóri hefur einnig nýlega fengið hluta viðbótargagna frá Bretlandi sem beðið hefur verið eftir vegna rannsókna á skattaundanskotum. Bresk yfirvöld sendu skattrannsóknarstjóra í fyrra lista með nöfnum 10 Íslendinga sem tengjast svokölluðum skattaskjólum. Nöfn Íslendinganna voru í leyniskjölum ICIJ, alþjóðlegs samstarfsvettvangs rannsóknarblaðamanna. ICIJ birti í hittifyrra niðurstöður viðamesta rannsóknarverkefnis síns sem er um skattaskjól en verkefnið er byggt á um 2,5 milljónum leyniskjala.

 

Samningaviðræður um kaup á gögnum með nöfnum nokkurra hundraða Íslendinga sem tengjast skattaskjólum standa enn yfir, að því er Bryndís greinir frá. Eftir að hafa farið yfir sýnishorn af þessum gögnum í sumar sendi skattrannsóknarstjóri fjármálaráðuneytinu greinargerð í september. Það var mat skattrannsóknarstjóra að sýnishornin gæfu vísbendingar um skattaundanskot.

 

Í frétt á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins þann 3. desember síðastliðinn segir meðal annars í kjölfar erindis skattrannsóknarstjóra:

 

„Meti skattrannsóknarstjóri það svo að gögnin geti nýst embættinu við úrlausn mála sem það sinnir og að mögulegt sé að skilyrða greiðslu til seljanda gagnanna þannig að þær nemi að hámarki tilteknu hlutfalli af innheimtu þeirra skattkrafna sem af gögnunum leiðir er ráðuneytið reiðubúið að tryggja þær fjárheimildir sem nauðsynlegar eru til að ráðast í öflun umræddra gagna, með eðlilegum fyrirvörum um samráð áður en til skuldbindinga er gengið.“


Tengdar fréttir

Skattaskjólsgögnin: Tímalína

Svona var atburðarásin sem leiddi að því að ákveðið var að kaupa gögn um eignir Íslendinga í skattaskjólum fyrir 150 milljónir.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
1,01
15
420.885
REGINN
0,78
4
25.030
REITIR
0,28
7
136.997
EIK
0,1
4
12.109
KVIKA
0
16
263.607

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
VIS
-1,85
4
34.769
MAREL
-1,25
22
326.280
ARION
-1,17
15
145.600
EIM
-0,99
4
24.545
SJOVA
-0,77
7
69.704
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.