Enski boltinn

Terry svaf ekki dúr eftir leikinn gegn PSG

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Sofðu unga ástin mín.
Sofðu unga ástin mín. vísir/getty
John Terry, fyrirliði Chelsea, svaf ekki dúr eftir að liðið féll úr leik í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinanr gegn Paris Saint-Germain á dögunum.

Eftir 1-0 sigur á útivelli töpuðu lærisveinar José Mourinho, 2-1, á heimavelli eftir framlengingu gegn franska liðinu og Evrópudraumar liðsins úti þetta tímabilið.

„Ég svaf ekki dúr alla nóttina. En vitiði, mér hefði liðið mjög illa með sjálfan mig hefði ég sofnað,“ segir Terry í viðtali við The Sun.

„Ef ég hefði farið heim og sofnað væri eitthvað að segja mér að mér væri alveg sama. Þá væri einhver neisti farinn.“

„En auðvitað átta ég mig líka á því að það er leikur þremur til fjórum dögum síðar þannig maður þarf að rífa sig í gang. Það þýðir ekkert að dvelja við svona úrslit,“ segir John Terry.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×