Magnús Ver vill 10 milljónir í bætur frá íslenska ríkinu Birgir Olgeirsson skrifar 27. mars 2015 17:00 Magnús Ver sakar lögreglu og ríkissaksóknara um að hafa með freklegum og ósvífnum hætti brotið á grundvallarmannréttindum sínum. Vísir/Valli Fyrrverandi aflraunamaðurinn Magnús Ver Magnússon hefur krafið íslenska ríkið um tíu milljónir króna í miska- og skaðabætur fyrir ólögmæta meingerð. Upphaf málsins má rekja til símtals sem Magnús Ver fékk frá lögreglunni þann 21. ágúst í fyrra. Í því símtali tilkynnti lögreglumaður Magnúsi Ver að lögreglan hefði beitt ýmsum rannsóknarúrræðum í rannsókn sem beindist að honum á sínum tíma, þar með talið að hlera síma hans, nota eftirfararbúnað í bifreið hans sem og að setja hlustunarbúnað í bifreið í umráðum Magnúsar.Rannsakaður í þrjú ár Magnús byggir bótakröfu sína á því að hafa verið rannsakaður af lögreglu í nærri þrjú ár en 1. október árið 2014 var lögmanni Magnúsar tilkynnt um að rannsókn málsins, þar sem Magnús hafði réttarstöðu grunaðs manns, væri lokið. Var Magnús grunaður um stórfellt fíkniefnasmygl að sögn lögmanns hans, Ólafs Karls Eyjólfssonar, en sá grunur reyndist ekki á rökum reistur og var rannsókn málsins hætt.Beittur þvingunaraðgerðum Á tilgreindum tíma var Magnús beittur þvingunaraðgerðum af hálfu lögreglu um tveggja mánaða skeið, í nóvember og desember 2012, þar sem lögreglu var heimilað að fá upplýsingar um úr og í hvaða símanúmer hringt var úr og í símanúmer Magnúsar svo og önnur símanúmer og símtæki sem hann hafði í eigu sinni eða umráðum.Segist hafa verið rannsakaður án rökstudds gruns Magnús byggir kröfu sína á því að rannsókn lögreglu hafi ekki átt rétt á sér og hafi verið tilefnislaus og án rökstudds gruns. Telur hann sig ekki hafa með nokkru móti valdið eða stuðlað að þeim aðgerðum sem hann reisir kröfu sína á. Segir hann gögn lögreglu staðfesta með engu móti rökstuddan grun, þar sem einungis hafi verið vísað til þess að lögreglu hafi borist upplýsingar en þær með engu staðfestar og var því að hans mati ekki um rökstuddan grun að ræða.10 milljónir sanngjarnar bætur Þá sakar hann lögreglu og ríkissaksóknara um að hafa með freklegum og ósvífnum hætti brotið á grundvallar mannréttindum sínum. Hann segir sig ekkert hafa gert til að kalla yfir sig þetta óréttlæti og telur að krafa um 10 milljónir króna í skaðabætur sé sanngjörn sé litið til þess hversu alvarlegt brotið er og hversu mikilvæg réttindi, friðhelgi einkalífs eru, sem vernduð eru af stjórnarskránni og lögum um mannréttindasáttmála Evrópu. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir Lýst eftir Kaspari Sólveigarsyni Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Sjá meira
Fyrrverandi aflraunamaðurinn Magnús Ver Magnússon hefur krafið íslenska ríkið um tíu milljónir króna í miska- og skaðabætur fyrir ólögmæta meingerð. Upphaf málsins má rekja til símtals sem Magnús Ver fékk frá lögreglunni þann 21. ágúst í fyrra. Í því símtali tilkynnti lögreglumaður Magnúsi Ver að lögreglan hefði beitt ýmsum rannsóknarúrræðum í rannsókn sem beindist að honum á sínum tíma, þar með talið að hlera síma hans, nota eftirfararbúnað í bifreið hans sem og að setja hlustunarbúnað í bifreið í umráðum Magnúsar.Rannsakaður í þrjú ár Magnús byggir bótakröfu sína á því að hafa verið rannsakaður af lögreglu í nærri þrjú ár en 1. október árið 2014 var lögmanni Magnúsar tilkynnt um að rannsókn málsins, þar sem Magnús hafði réttarstöðu grunaðs manns, væri lokið. Var Magnús grunaður um stórfellt fíkniefnasmygl að sögn lögmanns hans, Ólafs Karls Eyjólfssonar, en sá grunur reyndist ekki á rökum reistur og var rannsókn málsins hætt.Beittur þvingunaraðgerðum Á tilgreindum tíma var Magnús beittur þvingunaraðgerðum af hálfu lögreglu um tveggja mánaða skeið, í nóvember og desember 2012, þar sem lögreglu var heimilað að fá upplýsingar um úr og í hvaða símanúmer hringt var úr og í símanúmer Magnúsar svo og önnur símanúmer og símtæki sem hann hafði í eigu sinni eða umráðum.Segist hafa verið rannsakaður án rökstudds gruns Magnús byggir kröfu sína á því að rannsókn lögreglu hafi ekki átt rétt á sér og hafi verið tilefnislaus og án rökstudds gruns. Telur hann sig ekki hafa með nokkru móti valdið eða stuðlað að þeim aðgerðum sem hann reisir kröfu sína á. Segir hann gögn lögreglu staðfesta með engu móti rökstuddan grun, þar sem einungis hafi verið vísað til þess að lögreglu hafi borist upplýsingar en þær með engu staðfestar og var því að hans mati ekki um rökstuddan grun að ræða.10 milljónir sanngjarnar bætur Þá sakar hann lögreglu og ríkissaksóknara um að hafa með freklegum og ósvífnum hætti brotið á grundvallar mannréttindum sínum. Hann segir sig ekkert hafa gert til að kalla yfir sig þetta óréttlæti og telur að krafa um 10 milljónir króna í skaðabætur sé sanngjörn sé litið til þess hversu alvarlegt brotið er og hversu mikilvæg réttindi, friðhelgi einkalífs eru, sem vernduð eru af stjórnarskránni og lögum um mannréttindasáttmála Evrópu.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir Lýst eftir Kaspari Sólveigarsyni Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Sjá meira