„Langbest að skeytið hafi fundist í Björgvin“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. mars 2015 21:15 Björgvin Matthías Hallgrímsson sendi skeytið árið 1999 þegar hann var nemandi í Höfðaskóla á Skagaströnd. Mynd/Facebook Björgvin Matthías Hallgrímsson var 11 ára gamall nemandi í Höfðaskóla á Skagaströnd þegar hann sendi flöskuskeyti árið 1999. Skeytið rataði alla leið til Noregs, eins og Vísir greindi frá fyrr í dag, og segir Björgvin, sem starfar sem sjómaður, að hann hafi ekki átt von á því að skeytið myndi berast svona langt. „Allir í bekknum sendu svona skeyti en ég veit ekki til þess að skeyti frá bekkjarsystkinum mínum hafi skolað einhvers staðar á land,“ segir Björgvin í samtali við Vísi.Sendi mikið af flöskuskeytum sem barn Hann er úr sveit nærri Skagaströnd og segist hafa sent mikið af flöskuskeytum sem barn. „Ætli flest þeirra hafi nú ekki bara ratað á ströndina hinu megin við fjörðinn, eða eitthvað slíkt, ef þau hafa ekki bara farið eitthvert lengst út á haf. Það er svolítið sérstakt hvað þetta er búið að fara langt en það sem mér finnst langbest í þessu er að skeytið hafi fundist í Björgvin.“Geir Ola Korsnes fann flöskuskeytið við Tofterøy í Noregi.Mynd/VestnyttKomst í samband í gær við þann sem fann skeytið Skeytið fann Norðmaðurinn Geir Ola Korsnes við Tofterøy í Noregi sem er einmitt skammt frá borginni Bergen, eða Björgvin. Geir komst í samband við sendandann í gær. „Hann setti þetta bara á Facebook og hann var kominn í samband við mig fljótt, áður en þetta kom til dæmis í fréttunum hérna heima. Við erum aðeins búnir að spjalla saman og honum finnst þetta bara mjög skemmtilegt og mér auðvitað líka.“Aldrei að vita nema hann sendi annað flöskuskeyti Björgvin segir ótrúlegan fjölda fólks hafa haft samband við sig í gegnum Facebook í dag til að spyrja hann hvort hann væri sendandinn. „Þetta er bæði fólk sem þekkir mig og þekkir mig ekki. Ég hef bara ekki haft undan við að svara þessu, það eru svo margir búnir að hafa samband,“ segir Björgvin og bætir við að lokum að það sé aldrei að vita nema hann sendi eitt skeyti til viðbótar við öll þau sem hann sendi í gegnum tíðina sem strákur. Tengdar fréttir Flöskuskeyti fannst í Noregi: Leitar sendanda skeytisins frá Íslandi Norðmaðurinn Geir Ola Korsnes leitar nú að sendanda flöskuskeytis sem drengur, sem þá var ellefu ára, sendi þann 1. apríl 1999. Undir skeytið skrifaði "Björgvin Matthías“. 28. mars 2015 09:50 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Sjá meira
Björgvin Matthías Hallgrímsson var 11 ára gamall nemandi í Höfðaskóla á Skagaströnd þegar hann sendi flöskuskeyti árið 1999. Skeytið rataði alla leið til Noregs, eins og Vísir greindi frá fyrr í dag, og segir Björgvin, sem starfar sem sjómaður, að hann hafi ekki átt von á því að skeytið myndi berast svona langt. „Allir í bekknum sendu svona skeyti en ég veit ekki til þess að skeyti frá bekkjarsystkinum mínum hafi skolað einhvers staðar á land,“ segir Björgvin í samtali við Vísi.Sendi mikið af flöskuskeytum sem barn Hann er úr sveit nærri Skagaströnd og segist hafa sent mikið af flöskuskeytum sem barn. „Ætli flest þeirra hafi nú ekki bara ratað á ströndina hinu megin við fjörðinn, eða eitthvað slíkt, ef þau hafa ekki bara farið eitthvert lengst út á haf. Það er svolítið sérstakt hvað þetta er búið að fara langt en það sem mér finnst langbest í þessu er að skeytið hafi fundist í Björgvin.“Geir Ola Korsnes fann flöskuskeytið við Tofterøy í Noregi.Mynd/VestnyttKomst í samband í gær við þann sem fann skeytið Skeytið fann Norðmaðurinn Geir Ola Korsnes við Tofterøy í Noregi sem er einmitt skammt frá borginni Bergen, eða Björgvin. Geir komst í samband við sendandann í gær. „Hann setti þetta bara á Facebook og hann var kominn í samband við mig fljótt, áður en þetta kom til dæmis í fréttunum hérna heima. Við erum aðeins búnir að spjalla saman og honum finnst þetta bara mjög skemmtilegt og mér auðvitað líka.“Aldrei að vita nema hann sendi annað flöskuskeyti Björgvin segir ótrúlegan fjölda fólks hafa haft samband við sig í gegnum Facebook í dag til að spyrja hann hvort hann væri sendandinn. „Þetta er bæði fólk sem þekkir mig og þekkir mig ekki. Ég hef bara ekki haft undan við að svara þessu, það eru svo margir búnir að hafa samband,“ segir Björgvin og bætir við að lokum að það sé aldrei að vita nema hann sendi eitt skeyti til viðbótar við öll þau sem hann sendi í gegnum tíðina sem strákur.
Tengdar fréttir Flöskuskeyti fannst í Noregi: Leitar sendanda skeytisins frá Íslandi Norðmaðurinn Geir Ola Korsnes leitar nú að sendanda flöskuskeytis sem drengur, sem þá var ellefu ára, sendi þann 1. apríl 1999. Undir skeytið skrifaði "Björgvin Matthías“. 28. mars 2015 09:50 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Sjá meira
Flöskuskeyti fannst í Noregi: Leitar sendanda skeytisins frá Íslandi Norðmaðurinn Geir Ola Korsnes leitar nú að sendanda flöskuskeytis sem drengur, sem þá var ellefu ára, sendi þann 1. apríl 1999. Undir skeytið skrifaði "Björgvin Matthías“. 28. mars 2015 09:50