Fótbolti

Skoraði svipað mark og John Barnes á Maracana fyrir 21 ári | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
John Barnes og Eni Aluko skoruðu bæði frábær mörk.
John Barnes og Eni Aluko skoruðu bæði frábær mörk. vísir/getty
Eni Aluko, framherji kvennaliðs Chelsea og enska landsliðsins í fótbolta, skoraði frábært mark í jafntefli Englands og Hollands í Kýpur-mótinu í gær.

Aluko fékk boltann á miðjum vallarhelmingi Hollands og fíflaði fimm leikmenn hollenska liðsins áður en hún setti knöttinn í netið. Algjörlega frábært mark.

Á vefsíðu Sky Sports er markinu líkt við markið fræga sem John Barnes skoraði fyrir karlalandslið Englands í vináttuleik gegn Brasilíu á Maracana-vellinum í júní 1984.

Barnes skoraði þá algjörlega frábært mark eftir rosalegan einleik rétt eins og Aluko gerði í leiknum gegn Hollandi í gær.

Hér má sjá myndband af marki Aluko en hér að neðan má svo sjá markið fræga hjá verðandi Íslandsvininum John Barnes.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×