Innlent

Konur geri sér oft ekki grein fyrir eigin áhættu

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/getty
Hjarta- og æðasjúkdómar eru algengasta dánarorsök kvenna á Íslandi líkt og annars staðar í heiminum. Jafn margar konur og karlar látast af völdum hjarta- og æðasjúkdóma. Konur gera sér þó oft ekki grein fyrir eigin áhættu því einkennin eru oft óljósari hjá þeim en körlum.

Dagur GoRed er í dag en það er alheimsátak á vegum World Heart Federation. Um er að ræða alþjóðlegt langtímaverkefni sem hófst í Bandaríkjunum og víða í Evrópu árið 2004 og hefur verið haldið á Íslandi frá árinu 2009. Hjartavernd stendur fyrir átakinu hér á landi sem miðar að því að vekja athygli á hjartasjúkdómum kvenna. Það er til þess fallið að auka vitund kvenna á áhættuþáttum sem einnig hafa áhrif á lífsstíl karla og ungmenna.

Sjá einnig: Konur bíða lengur á bráðamóttöku

Samkvæmt rannsóknum Hjartaverndar eykst tíðni áhættuþátta hjá konum eftir 50 ára aldur, svo sem hár blóðþrýstingur, hátt kólesteról, sykursýki og ofþyngd. Með hollu mataræði og reglubundinni hreyfingu má minna líkurnar á flestum þáttum hjarta- og æðasjúkdóma, að því er fram kemur á vef Hjartaverndar.

Konur eru hjartanlega velkomnar í opið hús GoRed í húsnæði Hjartaheilla í Síðumúla 6 á milli klukkan 11-16. Boðið verður upp á heilsufarsmælingar og ýmsa fræðslu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×