Kokkarnir sneru aftur eftir að fyrirkomulaginu var breytt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. febrúar 2015 15:15 Fjöldi þátttakenda í keppninni Matreiðslumaður ársins rúmlega fjórfaldaðist eftir að fyrirkomulagi keppninnar var breytt. Engin kona var á meðal þeirra sem komust í tíu manna undanúrslit en á sama tíma var dreifing þeirra meiri en oft hefur verið. Engir tveir starfa á sama veitingahúsi og landsbyggðin átti tvo fulltrúa sem er hærra hlutfall en oft áður. Tíu kepptu í undanúrslitum í dag og mun liggja fyrir klukkan 16 hvaða fjórir munu keppa í úrslitum um titilinn Matreiðslumaður ársins næstkomandi sunnudag. Um frestaða keppni er að ræða en hætt var við að halda keppnina í september síðastliðnum þar sem aðeins fjórir skráðu sig til leiks. Úr varð nokkuð hitamál þar sem Jakob H. Magnússon, matreiðslumeistari og dómari, sagðist meðal annars telja að um metnaðar-, áhuga- og hvatningarleysi væri um að kenna. „Ef kokkar ætla sér að keppa gera þeir það þrátt fyrir allar úrtölur og neikvæðni,“ skrifaði Jakob í pistli við það tilefni. Matreiðslumaður ársins 2013 velti fyrir sér hvort menn væru eitthvað smeykir við að keppa. „Það er bara eins og þessir nýju strákar þori ekki í keppnina,“ sagði Viktor Örn Andrésson í samtali við Vísi við sama tilefni.Þorskur á dagskrá Björn Bragi Bragason, sem situr í skipulagsnefnd keppninnar auk þess að vera einn dómara, segir að staðsetningin og tímasetningin hafi verið stóra vandamál. „Á þessum tíma var mikið annríki á veitingastöðum borgarinnar og svo var landsliðið á fullu að keppa líka. Það fara margar hendur í það. Því fór sem fór,“ segir Björn Bragi. Hann er afar ánægður með hvernig til hafi tekist í ár. Fyrirkomulaginu var líka breytt á þann veg að kostnaður við þátttöku var enginn, þátttakendur sendu inn nafnlausar uppskriftir og einu leiðbeiningarnar voru að gera flottan rétt með þorsk í aðalhlutverki. Björn Bragi segir að við mat á uppskriftunum hafi meðal annars horft til hráefnanýtingar, frumlegheita og samsetningu. Í dag framreiddu svo kokkarnir tíu réttina sína en þeir urðu að vera nákvæmlega í takt við uppskriftina sem þeir skiluðu. Í dag er sérstaklega horft til útlits á matnum, hvernig uppskrift var fylgt, framsetningu og svo bragðið sem vegur 60 prósent.Hvorug konan komst áfram Sautján sendu inn uppskrift en tveir umsækjenda voru konur. Hvorug þeirra komst áfram í úrslitin. Uppskriftirnar voru sendar inn án nafns. „Það hallar mjög á konur í faginu okkar. Það vantar fleiri stelpur í kokkinn,“ segir Björn Bragi. Hann hafi engar upplýsingar um hlutfallið í stéttinni en gæti trúað að það væri ein kona fyrir hverja tíu karla. „Ef þú horfir enn lengra aftur í tímann þá voru karlar ekkert í þessu. Konurnar elduðu heima og mönnuðu mötuneytin. Svo þegar þetta varð að atvinnugrein tóku karlarnir þetta,“ segir Björn Bragi.Viktor Örn fagnar sigri í keppninni árið 2013.Vísir/ValliFara til fólksins Úrslitin fara fram á sunnudaginn fyrir framan Smurstöðina þar sem fólki gefst kostur á að fylgjast með kokkunum athafna sig. Það var ekki í boði þegar keppnirnar fóru fram í húsakynnum Menntaskólans í Kópavogi. „Við höfum átt frábært samstarf við Hótel og matvælaskólann undanfarin ár. En nú erum við að fara til fólksins. Það er ekki sjálfgefið að allir komi til okkar,“ segir Björn Bragi. Sigurvegarinn keppir fyrir hönd Íslands í keppninni Matreiðslumaður Norðurlandanna í Danmörku í júní. Viktor Örn í Bláa lóninu vann keppnina í fyrra og því eiga Íslendingar titil að verja. Einu sinni áður hefur Ísland átt sigurvegara en árið 2003 vann Ragnar Ómarsson, kokkur á Nordica keppnina.Einn þorskréttanna sem borin var fram í Hörpu í dag.Vísir/PjeturBjörn Bragi, lengst til hægri, ásamt kollegum sínum í dómarateyminu á Kolabrautinni í hádeginu í dag.Vísir/PjeturEinn þeirra sem kepptu í undanúrslitum í dag.Vísir/Pjetur Tengdar fréttir Kokkalandsliðið vann til gullverðlauna á HM Kokkalandsliðið vann gullverðlaun í Heimsmeistarakeppninni í Lúxemborg eftir frammistöðu sína í keppninni í gærkvöldi. Kokkalandsliðið hafði 6 klukkustundir til að matreiða þriggja rétta máltíð fyrir dómara og 110 gesti. 24. nóvember 2014 10:43 Viktor Örn Norðurlandameistari í matreiðslu Keppnin hófst snemma í morgun og eldaði Viktor forrétt úr er þorski og humri og nautahrygg og nautakinn í aðalrétt. Í eftirréttinn notaði hann marsipan og lífrænt dökkt súkkulaði. 18. mars 2014 17:40 Viktor Örn matreiðslumaður ársins Viktor Örn Andrésson, yfirmatreiðslumaður hjá Bláa lóninu, er matreiðslumaður ársins 2013 en úrslitakeppnin fór fram í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi í dag. 29. september 2013 22:23 „Eins og nýju strákarnir þori ekki í keppnina“ Reyndur dómari í keppninni um Matreiðslumann ársins sakar íslenska kokka um metnaðar-, áhuga- og hvatningarleysi. 19. september 2014 13:25 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Fjöldi þátttakenda í keppninni Matreiðslumaður ársins rúmlega fjórfaldaðist eftir að fyrirkomulagi keppninnar var breytt. Engin kona var á meðal þeirra sem komust í tíu manna undanúrslit en á sama tíma var dreifing þeirra meiri en oft hefur verið. Engir tveir starfa á sama veitingahúsi og landsbyggðin átti tvo fulltrúa sem er hærra hlutfall en oft áður. Tíu kepptu í undanúrslitum í dag og mun liggja fyrir klukkan 16 hvaða fjórir munu keppa í úrslitum um titilinn Matreiðslumaður ársins næstkomandi sunnudag. Um frestaða keppni er að ræða en hætt var við að halda keppnina í september síðastliðnum þar sem aðeins fjórir skráðu sig til leiks. Úr varð nokkuð hitamál þar sem Jakob H. Magnússon, matreiðslumeistari og dómari, sagðist meðal annars telja að um metnaðar-, áhuga- og hvatningarleysi væri um að kenna. „Ef kokkar ætla sér að keppa gera þeir það þrátt fyrir allar úrtölur og neikvæðni,“ skrifaði Jakob í pistli við það tilefni. Matreiðslumaður ársins 2013 velti fyrir sér hvort menn væru eitthvað smeykir við að keppa. „Það er bara eins og þessir nýju strákar þori ekki í keppnina,“ sagði Viktor Örn Andrésson í samtali við Vísi við sama tilefni.Þorskur á dagskrá Björn Bragi Bragason, sem situr í skipulagsnefnd keppninnar auk þess að vera einn dómara, segir að staðsetningin og tímasetningin hafi verið stóra vandamál. „Á þessum tíma var mikið annríki á veitingastöðum borgarinnar og svo var landsliðið á fullu að keppa líka. Það fara margar hendur í það. Því fór sem fór,“ segir Björn Bragi. Hann er afar ánægður með hvernig til hafi tekist í ár. Fyrirkomulaginu var líka breytt á þann veg að kostnaður við þátttöku var enginn, þátttakendur sendu inn nafnlausar uppskriftir og einu leiðbeiningarnar voru að gera flottan rétt með þorsk í aðalhlutverki. Björn Bragi segir að við mat á uppskriftunum hafi meðal annars horft til hráefnanýtingar, frumlegheita og samsetningu. Í dag framreiddu svo kokkarnir tíu réttina sína en þeir urðu að vera nákvæmlega í takt við uppskriftina sem þeir skiluðu. Í dag er sérstaklega horft til útlits á matnum, hvernig uppskrift var fylgt, framsetningu og svo bragðið sem vegur 60 prósent.Hvorug konan komst áfram Sautján sendu inn uppskrift en tveir umsækjenda voru konur. Hvorug þeirra komst áfram í úrslitin. Uppskriftirnar voru sendar inn án nafns. „Það hallar mjög á konur í faginu okkar. Það vantar fleiri stelpur í kokkinn,“ segir Björn Bragi. Hann hafi engar upplýsingar um hlutfallið í stéttinni en gæti trúað að það væri ein kona fyrir hverja tíu karla. „Ef þú horfir enn lengra aftur í tímann þá voru karlar ekkert í þessu. Konurnar elduðu heima og mönnuðu mötuneytin. Svo þegar þetta varð að atvinnugrein tóku karlarnir þetta,“ segir Björn Bragi.Viktor Örn fagnar sigri í keppninni árið 2013.Vísir/ValliFara til fólksins Úrslitin fara fram á sunnudaginn fyrir framan Smurstöðina þar sem fólki gefst kostur á að fylgjast með kokkunum athafna sig. Það var ekki í boði þegar keppnirnar fóru fram í húsakynnum Menntaskólans í Kópavogi. „Við höfum átt frábært samstarf við Hótel og matvælaskólann undanfarin ár. En nú erum við að fara til fólksins. Það er ekki sjálfgefið að allir komi til okkar,“ segir Björn Bragi. Sigurvegarinn keppir fyrir hönd Íslands í keppninni Matreiðslumaður Norðurlandanna í Danmörku í júní. Viktor Örn í Bláa lóninu vann keppnina í fyrra og því eiga Íslendingar titil að verja. Einu sinni áður hefur Ísland átt sigurvegara en árið 2003 vann Ragnar Ómarsson, kokkur á Nordica keppnina.Einn þorskréttanna sem borin var fram í Hörpu í dag.Vísir/PjeturBjörn Bragi, lengst til hægri, ásamt kollegum sínum í dómarateyminu á Kolabrautinni í hádeginu í dag.Vísir/PjeturEinn þeirra sem kepptu í undanúrslitum í dag.Vísir/Pjetur
Tengdar fréttir Kokkalandsliðið vann til gullverðlauna á HM Kokkalandsliðið vann gullverðlaun í Heimsmeistarakeppninni í Lúxemborg eftir frammistöðu sína í keppninni í gærkvöldi. Kokkalandsliðið hafði 6 klukkustundir til að matreiða þriggja rétta máltíð fyrir dómara og 110 gesti. 24. nóvember 2014 10:43 Viktor Örn Norðurlandameistari í matreiðslu Keppnin hófst snemma í morgun og eldaði Viktor forrétt úr er þorski og humri og nautahrygg og nautakinn í aðalrétt. Í eftirréttinn notaði hann marsipan og lífrænt dökkt súkkulaði. 18. mars 2014 17:40 Viktor Örn matreiðslumaður ársins Viktor Örn Andrésson, yfirmatreiðslumaður hjá Bláa lóninu, er matreiðslumaður ársins 2013 en úrslitakeppnin fór fram í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi í dag. 29. september 2013 22:23 „Eins og nýju strákarnir þori ekki í keppnina“ Reyndur dómari í keppninni um Matreiðslumann ársins sakar íslenska kokka um metnaðar-, áhuga- og hvatningarleysi. 19. september 2014 13:25 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Kokkalandsliðið vann til gullverðlauna á HM Kokkalandsliðið vann gullverðlaun í Heimsmeistarakeppninni í Lúxemborg eftir frammistöðu sína í keppninni í gærkvöldi. Kokkalandsliðið hafði 6 klukkustundir til að matreiða þriggja rétta máltíð fyrir dómara og 110 gesti. 24. nóvember 2014 10:43
Viktor Örn Norðurlandameistari í matreiðslu Keppnin hófst snemma í morgun og eldaði Viktor forrétt úr er þorski og humri og nautahrygg og nautakinn í aðalrétt. Í eftirréttinn notaði hann marsipan og lífrænt dökkt súkkulaði. 18. mars 2014 17:40
Viktor Örn matreiðslumaður ársins Viktor Örn Andrésson, yfirmatreiðslumaður hjá Bláa lóninu, er matreiðslumaður ársins 2013 en úrslitakeppnin fór fram í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi í dag. 29. september 2013 22:23
„Eins og nýju strákarnir þori ekki í keppnina“ Reyndur dómari í keppninni um Matreiðslumann ársins sakar íslenska kokka um metnaðar-, áhuga- og hvatningarleysi. 19. september 2014 13:25