Innlent

Viktor Örn Norðurlandameistari í matreiðslu

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
mynd/aðsend
Viktor Örn Andrésson, matreiðslumaður, vann Norðurlandakeppni í matreiðslu  sem haldin var í dag í Herning í Danmörku.

Keppnin hófst snemma í morgun og eldaði Viktor forrétt úr er þorski og humri og nautahrygg og nautakinn í aðalrétt. Í eftirréttinn notaði hann marsipan og lífrænt dökkt súkkulaði.

Helstu matreiðslumenn Norðurlandanna eru samankomnir í Herning og keppti Viktor við þá bestu frá Noregi, Finnlandi, Svíþjóð og Danmörku.

Viktor Örn er matreiðslumaður á Lava í Bláa lóninu og liðsstjóri Kokkalandsliðsins.

Keppendur elduðu réttina í opnu eldhúsi fyrir fimm manna dómnefnd sem lagði mat á gæði eldamennskunnar, bragð og útlit réttanna. Svíþjóð lenti í 2. sæti og Danmörk í 3. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×