Íslendingar ekki þunglyndari en aðrir Jakob Bjarnar skrifar 26. febrúar 2015 10:43 Hafrún Kristjánsdóttir segir ýmsilegt skýra mikla neyslu Íslendinga á þunglyndislyfjum, meðal annars hafi landsmenn almennt jákvæða afstöðu til lyfjanna. Vísir/anton brink/getty Hafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingur, aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík og doktorsnemi við læknadeild, segir tíðni þunglyndis ekki meira á Íslandi en gerist og gengur. Vísir greindi í gær frá nýlegri skýrslu OECD þar sem fram kemur að hvergi er neysla þunglyndislyfja meiri en á Íslandi, sem sker sig úr. Tíu prósent þjóðarinnar notar þunglyndislyf samkvæmt skýrslunni. Magnús Jóhannesson, sem er í lyfjateymi Landlæknisembættisins, segir ekki vitað hvað veldur þessu, þar geti ýmislegt komið til svo sem ofneysla eða hreinlega að Íslendingar séu komnir lengra í meðhöndlun á þunglyndi. Þá segir hann að þunglyndislyf séu notuð við öðrum sjúkdómum en bara þunglyndi. Magnús segir skorta rannsóknir á þessu; erfitt sé að greina algengi þunglyndis.Eins og sjá má á þessari töflu skera Íslendingar sig úr vegna mikillar neyslu á þunglyndislyfjum.Lyfin einkum skrifuð út á heilsugæslunniHafrún segir hins vegar að til séu fjölmargar erlendar rannsóknir á algengi þunglyndis. „Niðurstöður þeirra eru þær að algengið er mjög sambærilegt milli landa. Þær rannsóknir sem gerðar hafa verið hérlendis, meðal annars af Eiríki Líndal, Tómasi Helgasyni og Jóni Stefánssyni, benda til þess að algengið hérlendis sé svipað og algengi annarstaðar. Aðrar íslenskar rannsóknir styðja einnig niðurstöður þeirra félaga,“ segir Hafrún. Hafrún er að ganga frá doktorsritgerð sinni en hún fjallar um hvernig auka megi aðgengi að sálfræðimeðferð í heilsugæslu með hagkvæmum en jafnframt árárangursríkum hætti. Hún segir stóran hluta þessara lyfja skrifaður út af heilsugæslunni. Og 30 prósent þeirra sem leita til heilsugæslu eigi fyrst og fremst við andlegan vanda að stríða.60 prósent þeirra sem svipta sig lífi eru þunglyndirFylgni sjálfsvíga og þunglyndis má ætla að sé nokkurt. Hvernig er tíðni sjálfvíga hér á landi miðað við annars staðar? „Tíðni sjálfsvíga hér eru eiginlega sú sama og í nágrannalöndunum,“ segir Hafrún. „Það sem meira er að tíðni sjálfsvíga hér á landi hefur haldist stöðug í langan tíma Vissulega eru tengsl milli sjálfsvíga og þunglyndis en sjálfsvíg eru samt mjög flókið fyrirbæri, svo flókið að enn sem komið er hefur okkur bara tekist að finna áhættuþætti en ekki forspáþætti. Við vitum þó að 90 prósent þeirra sem fremja sjálfsvíg eru að glíma við geðsjúkdóm á verknaðarstund og 60 prósent þeirra sem fremja sjálfvíg glíma við þunglyndi. En það eru aðrir félagslegir og sálrænir þættir sem eru áhættuþættir eins og áfengisneysla, hvatvísi, hjúskaparstaða og fleira.“Magnús Jóhannsson hjá lyfjateymi Landlækinsembættisins.VísirHugræn atferlismeðferð takmarkað á Íslandi En, aftur að efni skýrslu OECD, hvað telur Hafrún að skýri þessa miklu neyslu þunglyndislyfja hér á landi? „Það er ýmislegt sem getur haft áhrif á það. Vitað er að viðhorf Íslendinga til þunglyndislyfja er frekar jákvætt þannig að þeir eru tilbúnir að nota slík lyf. Það er líklegt til að hafa áhrif. Svo verður líka að hafa í huga að þunglyndislyf eru notuð við fleiri vandamálum en bara þunglyndi. Það sem ég tel þó að skipti töluverðu máli er að aðgengi hérlendis að annarri gagnreyndri meðferð svo sem hugrænni atferlismeðferð við þunglyndi er takmarkað. Í löndunum í kringum okkur er þetta aðgengi betra,“ segir Hafrún og bendir á að rannsóknir hafa ítrekað sýnt fram á að hugræn atferlismeðferð gagnast jafnvel og lyf við þunglyndi. „Og í raun er það þannig að í klínískar leiðbeiningar, bæði íslenskum og erlendum, er lagt til að fyrsta meðferð við vægu til miðlungs alvarlegu þunglyndi skuli vera hugræn atferlismeðferð en ekki lyf. Einnig er sérstaklega tekið fram að æskilegt sé að slík meðferð fari fram á heilsugæslustöðvum. Slík meðferð er ekki í boði fyrir fullorðna á heilsugæslustöðvum hér á Íslandi því miður og ekki er sú meðferð hjá sálfræðingum á stofu heldur niðurgreidd af sjúkratryggingum. Vegna þessa er mjög eðlilegt að læknar ávísi þunglyndislyfjum til fólks sem glímir við þunglyndi því aðrir valkostir eru vart til staðar, sérstaklega út á landi.“ Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Sjá meira
Hafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingur, aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík og doktorsnemi við læknadeild, segir tíðni þunglyndis ekki meira á Íslandi en gerist og gengur. Vísir greindi í gær frá nýlegri skýrslu OECD þar sem fram kemur að hvergi er neysla þunglyndislyfja meiri en á Íslandi, sem sker sig úr. Tíu prósent þjóðarinnar notar þunglyndislyf samkvæmt skýrslunni. Magnús Jóhannesson, sem er í lyfjateymi Landlæknisembættisins, segir ekki vitað hvað veldur þessu, þar geti ýmislegt komið til svo sem ofneysla eða hreinlega að Íslendingar séu komnir lengra í meðhöndlun á þunglyndi. Þá segir hann að þunglyndislyf séu notuð við öðrum sjúkdómum en bara þunglyndi. Magnús segir skorta rannsóknir á þessu; erfitt sé að greina algengi þunglyndis.Eins og sjá má á þessari töflu skera Íslendingar sig úr vegna mikillar neyslu á þunglyndislyfjum.Lyfin einkum skrifuð út á heilsugæslunniHafrún segir hins vegar að til séu fjölmargar erlendar rannsóknir á algengi þunglyndis. „Niðurstöður þeirra eru þær að algengið er mjög sambærilegt milli landa. Þær rannsóknir sem gerðar hafa verið hérlendis, meðal annars af Eiríki Líndal, Tómasi Helgasyni og Jóni Stefánssyni, benda til þess að algengið hérlendis sé svipað og algengi annarstaðar. Aðrar íslenskar rannsóknir styðja einnig niðurstöður þeirra félaga,“ segir Hafrún. Hafrún er að ganga frá doktorsritgerð sinni en hún fjallar um hvernig auka megi aðgengi að sálfræðimeðferð í heilsugæslu með hagkvæmum en jafnframt árárangursríkum hætti. Hún segir stóran hluta þessara lyfja skrifaður út af heilsugæslunni. Og 30 prósent þeirra sem leita til heilsugæslu eigi fyrst og fremst við andlegan vanda að stríða.60 prósent þeirra sem svipta sig lífi eru þunglyndirFylgni sjálfsvíga og þunglyndis má ætla að sé nokkurt. Hvernig er tíðni sjálfvíga hér á landi miðað við annars staðar? „Tíðni sjálfsvíga hér eru eiginlega sú sama og í nágrannalöndunum,“ segir Hafrún. „Það sem meira er að tíðni sjálfsvíga hér á landi hefur haldist stöðug í langan tíma Vissulega eru tengsl milli sjálfsvíga og þunglyndis en sjálfsvíg eru samt mjög flókið fyrirbæri, svo flókið að enn sem komið er hefur okkur bara tekist að finna áhættuþætti en ekki forspáþætti. Við vitum þó að 90 prósent þeirra sem fremja sjálfsvíg eru að glíma við geðsjúkdóm á verknaðarstund og 60 prósent þeirra sem fremja sjálfvíg glíma við þunglyndi. En það eru aðrir félagslegir og sálrænir þættir sem eru áhættuþættir eins og áfengisneysla, hvatvísi, hjúskaparstaða og fleira.“Magnús Jóhannsson hjá lyfjateymi Landlækinsembættisins.VísirHugræn atferlismeðferð takmarkað á Íslandi En, aftur að efni skýrslu OECD, hvað telur Hafrún að skýri þessa miklu neyslu þunglyndislyfja hér á landi? „Það er ýmislegt sem getur haft áhrif á það. Vitað er að viðhorf Íslendinga til þunglyndislyfja er frekar jákvætt þannig að þeir eru tilbúnir að nota slík lyf. Það er líklegt til að hafa áhrif. Svo verður líka að hafa í huga að þunglyndislyf eru notuð við fleiri vandamálum en bara þunglyndi. Það sem ég tel þó að skipti töluverðu máli er að aðgengi hérlendis að annarri gagnreyndri meðferð svo sem hugrænni atferlismeðferð við þunglyndi er takmarkað. Í löndunum í kringum okkur er þetta aðgengi betra,“ segir Hafrún og bendir á að rannsóknir hafa ítrekað sýnt fram á að hugræn atferlismeðferð gagnast jafnvel og lyf við þunglyndi. „Og í raun er það þannig að í klínískar leiðbeiningar, bæði íslenskum og erlendum, er lagt til að fyrsta meðferð við vægu til miðlungs alvarlegu þunglyndi skuli vera hugræn atferlismeðferð en ekki lyf. Einnig er sérstaklega tekið fram að æskilegt sé að slík meðferð fari fram á heilsugæslustöðvum. Slík meðferð er ekki í boði fyrir fullorðna á heilsugæslustöðvum hér á Íslandi því miður og ekki er sú meðferð hjá sálfræðingum á stofu heldur niðurgreidd af sjúkratryggingum. Vegna þessa er mjög eðlilegt að læknar ávísi þunglyndislyfjum til fólks sem glímir við þunglyndi því aðrir valkostir eru vart til staðar, sérstaklega út á landi.“
Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Sjá meira