Brutu reglur um meðferð persónuupplýsinga þegar netfangi var ekki lokað Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. febrúar 2015 15:33 Loka á pósthólfi fyrrum starfsmanns ekki síðar en tveimur vikum eftir að hann hættir. Vísir/Getty Fyrirtækið Bus Hostel ehf. braut reglur um rafræna vöktun og meðferð persónuupplýsinga þegar það lokaði ekki netfangi starfsmanns eftir að hann hætti hjá fyrirtækinu. Starfsmaðurinn bað um að netfanginu yrði lokað en það var ekki gert. Í staðinn var lykilorðinu að netfanginu breytt og póstur til starfsmannsins áframsendur á annað netfang. Þá kom fram í kvörtun starfsmannsins til Persónuverndar að einhver annar væri að nota póstinn hans, það er svara póstum sem bárust á netfangið. Þá hafi starfsmaðurinn átt eftir að taka persónuleg gögn úr pósthólfinu en gat það ekki því netfanginu var breytt. Fram kom í svari Bus Hostel til Persónuverndar að starfsmanninum hafi verið tjáð að fyrirtækið myndi enn hafa aðgang að netfangi hennar og áframsenda póst sem þangað bærist á almennt netfang fyrirtækisins. Starfsmaðurinn fyrrverandi hafi í mörgum tilfellum notað póstfangið í samskiptum við bókunarsíður og ýmsa aðra viðskiptavini Bus Hostel. Það kynni því að skapa vandræði og hugsanlegt tjón ef fyrirtækið hefði ekki aðgang að pósthólfinu eða fengi pósta sem væru sendir þangað. Í reglum um rafræna vöktun og meðferð persónuupplýsinga er meðal annars kveðið á um hvernig skuli standa að málum varðandi tölvupóst starfsmanns sem lætur af störfum hjá fyrirtæki. Þar segir meðal annars að starfsmanni skuli gefinn kostur á „að eyða eða taka afrit af þeim tölvupósti sem ekki tengist starfsemi vinnuveitandans.“ Þá eigi að loka pósthólfinu ekki seinna en tveimur vikum eftir að starfsmaðurinn hættir. Þá má vinnuveitandi ekki senda áfram á annan starfsmann þann póst sem berst á netfang fyrrum starfsmanns eftir að hann hættir, nema um annað hafi verið samið. Segir í úrskurði Persónuverndar að ekkert liggi fyrir um samþykki starfsmannsins í þessu máli og því hafi fyrirtækið brotið reglur um meðferð persónuupplýsinga. Tengdar fréttir Yfirkjörstjórn mátti ekki afhenda upplýsingar um stuðningsfólk framboða Persónuvernd hefur úrskurðað að það hafi verið brot á lögum að afhenda upplýsingarnar. 6. janúar 2015 13:53 Persónuvernd rannsakar birtingu myndbandsins frá Höfðatorgi Persónuvernd segir óheimilt að afhenda öðrum en lögreglu gögn úr öryggismyndavélum. Einnig sé óheimilt að birta efni úr öryggismyndavélum, nema með samþykki þeirra sem nást á mynd. 28. október 2014 14:15 Persónuvernd vill skýringar frá lögreglunni vegna mótmælaskýrslu Spyrja hvort til staðar séu reglur eða verkferlar innan embættis lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu varðandi miðlun viðkvæmra persónuupplýsinga til þriðju aðila. 28. október 2014 14:10 Persónuvernd með yfir 2.000 mál til meðferðar á liðnu ári Málum sem komu inn á borð Persónuverndar fjölgaði um 8,5% á milli áranna 2013 og 2014. 4. febrúar 2015 11:00 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Fleiri fréttir Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Fimmti hver á bráðadeild vegna ölvunarástands Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Sjá meira
Fyrirtækið Bus Hostel ehf. braut reglur um rafræna vöktun og meðferð persónuupplýsinga þegar það lokaði ekki netfangi starfsmanns eftir að hann hætti hjá fyrirtækinu. Starfsmaðurinn bað um að netfanginu yrði lokað en það var ekki gert. Í staðinn var lykilorðinu að netfanginu breytt og póstur til starfsmannsins áframsendur á annað netfang. Þá kom fram í kvörtun starfsmannsins til Persónuverndar að einhver annar væri að nota póstinn hans, það er svara póstum sem bárust á netfangið. Þá hafi starfsmaðurinn átt eftir að taka persónuleg gögn úr pósthólfinu en gat það ekki því netfanginu var breytt. Fram kom í svari Bus Hostel til Persónuverndar að starfsmanninum hafi verið tjáð að fyrirtækið myndi enn hafa aðgang að netfangi hennar og áframsenda póst sem þangað bærist á almennt netfang fyrirtækisins. Starfsmaðurinn fyrrverandi hafi í mörgum tilfellum notað póstfangið í samskiptum við bókunarsíður og ýmsa aðra viðskiptavini Bus Hostel. Það kynni því að skapa vandræði og hugsanlegt tjón ef fyrirtækið hefði ekki aðgang að pósthólfinu eða fengi pósta sem væru sendir þangað. Í reglum um rafræna vöktun og meðferð persónuupplýsinga er meðal annars kveðið á um hvernig skuli standa að málum varðandi tölvupóst starfsmanns sem lætur af störfum hjá fyrirtæki. Þar segir meðal annars að starfsmanni skuli gefinn kostur á „að eyða eða taka afrit af þeim tölvupósti sem ekki tengist starfsemi vinnuveitandans.“ Þá eigi að loka pósthólfinu ekki seinna en tveimur vikum eftir að starfsmaðurinn hættir. Þá má vinnuveitandi ekki senda áfram á annan starfsmann þann póst sem berst á netfang fyrrum starfsmanns eftir að hann hættir, nema um annað hafi verið samið. Segir í úrskurði Persónuverndar að ekkert liggi fyrir um samþykki starfsmannsins í þessu máli og því hafi fyrirtækið brotið reglur um meðferð persónuupplýsinga.
Tengdar fréttir Yfirkjörstjórn mátti ekki afhenda upplýsingar um stuðningsfólk framboða Persónuvernd hefur úrskurðað að það hafi verið brot á lögum að afhenda upplýsingarnar. 6. janúar 2015 13:53 Persónuvernd rannsakar birtingu myndbandsins frá Höfðatorgi Persónuvernd segir óheimilt að afhenda öðrum en lögreglu gögn úr öryggismyndavélum. Einnig sé óheimilt að birta efni úr öryggismyndavélum, nema með samþykki þeirra sem nást á mynd. 28. október 2014 14:15 Persónuvernd vill skýringar frá lögreglunni vegna mótmælaskýrslu Spyrja hvort til staðar séu reglur eða verkferlar innan embættis lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu varðandi miðlun viðkvæmra persónuupplýsinga til þriðju aðila. 28. október 2014 14:10 Persónuvernd með yfir 2.000 mál til meðferðar á liðnu ári Málum sem komu inn á borð Persónuverndar fjölgaði um 8,5% á milli áranna 2013 og 2014. 4. febrúar 2015 11:00 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Fleiri fréttir Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Fimmti hver á bráðadeild vegna ölvunarástands Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Sjá meira
Yfirkjörstjórn mátti ekki afhenda upplýsingar um stuðningsfólk framboða Persónuvernd hefur úrskurðað að það hafi verið brot á lögum að afhenda upplýsingarnar. 6. janúar 2015 13:53
Persónuvernd rannsakar birtingu myndbandsins frá Höfðatorgi Persónuvernd segir óheimilt að afhenda öðrum en lögreglu gögn úr öryggismyndavélum. Einnig sé óheimilt að birta efni úr öryggismyndavélum, nema með samþykki þeirra sem nást á mynd. 28. október 2014 14:15
Persónuvernd vill skýringar frá lögreglunni vegna mótmælaskýrslu Spyrja hvort til staðar séu reglur eða verkferlar innan embættis lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu varðandi miðlun viðkvæmra persónuupplýsinga til þriðju aðila. 28. október 2014 14:10
Persónuvernd með yfir 2.000 mál til meðferðar á liðnu ári Málum sem komu inn á borð Persónuverndar fjölgaði um 8,5% á milli áranna 2013 og 2014. 4. febrúar 2015 11:00