Brutu reglur um meðferð persónuupplýsinga þegar netfangi var ekki lokað Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. febrúar 2015 15:33 Loka á pósthólfi fyrrum starfsmanns ekki síðar en tveimur vikum eftir að hann hættir. Vísir/Getty Fyrirtækið Bus Hostel ehf. braut reglur um rafræna vöktun og meðferð persónuupplýsinga þegar það lokaði ekki netfangi starfsmanns eftir að hann hætti hjá fyrirtækinu. Starfsmaðurinn bað um að netfanginu yrði lokað en það var ekki gert. Í staðinn var lykilorðinu að netfanginu breytt og póstur til starfsmannsins áframsendur á annað netfang. Þá kom fram í kvörtun starfsmannsins til Persónuverndar að einhver annar væri að nota póstinn hans, það er svara póstum sem bárust á netfangið. Þá hafi starfsmaðurinn átt eftir að taka persónuleg gögn úr pósthólfinu en gat það ekki því netfanginu var breytt. Fram kom í svari Bus Hostel til Persónuverndar að starfsmanninum hafi verið tjáð að fyrirtækið myndi enn hafa aðgang að netfangi hennar og áframsenda póst sem þangað bærist á almennt netfang fyrirtækisins. Starfsmaðurinn fyrrverandi hafi í mörgum tilfellum notað póstfangið í samskiptum við bókunarsíður og ýmsa aðra viðskiptavini Bus Hostel. Það kynni því að skapa vandræði og hugsanlegt tjón ef fyrirtækið hefði ekki aðgang að pósthólfinu eða fengi pósta sem væru sendir þangað. Í reglum um rafræna vöktun og meðferð persónuupplýsinga er meðal annars kveðið á um hvernig skuli standa að málum varðandi tölvupóst starfsmanns sem lætur af störfum hjá fyrirtæki. Þar segir meðal annars að starfsmanni skuli gefinn kostur á „að eyða eða taka afrit af þeim tölvupósti sem ekki tengist starfsemi vinnuveitandans.“ Þá eigi að loka pósthólfinu ekki seinna en tveimur vikum eftir að starfsmaðurinn hættir. Þá má vinnuveitandi ekki senda áfram á annan starfsmann þann póst sem berst á netfang fyrrum starfsmanns eftir að hann hættir, nema um annað hafi verið samið. Segir í úrskurði Persónuverndar að ekkert liggi fyrir um samþykki starfsmannsins í þessu máli og því hafi fyrirtækið brotið reglur um meðferð persónuupplýsinga. Tengdar fréttir Yfirkjörstjórn mátti ekki afhenda upplýsingar um stuðningsfólk framboða Persónuvernd hefur úrskurðað að það hafi verið brot á lögum að afhenda upplýsingarnar. 6. janúar 2015 13:53 Persónuvernd rannsakar birtingu myndbandsins frá Höfðatorgi Persónuvernd segir óheimilt að afhenda öðrum en lögreglu gögn úr öryggismyndavélum. Einnig sé óheimilt að birta efni úr öryggismyndavélum, nema með samþykki þeirra sem nást á mynd. 28. október 2014 14:15 Persónuvernd vill skýringar frá lögreglunni vegna mótmælaskýrslu Spyrja hvort til staðar séu reglur eða verkferlar innan embættis lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu varðandi miðlun viðkvæmra persónuupplýsinga til þriðju aðila. 28. október 2014 14:10 Persónuvernd með yfir 2.000 mál til meðferðar á liðnu ári Málum sem komu inn á borð Persónuverndar fjölgaði um 8,5% á milli áranna 2013 og 2014. 4. febrúar 2015 11:00 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Fyrirtækið Bus Hostel ehf. braut reglur um rafræna vöktun og meðferð persónuupplýsinga þegar það lokaði ekki netfangi starfsmanns eftir að hann hætti hjá fyrirtækinu. Starfsmaðurinn bað um að netfanginu yrði lokað en það var ekki gert. Í staðinn var lykilorðinu að netfanginu breytt og póstur til starfsmannsins áframsendur á annað netfang. Þá kom fram í kvörtun starfsmannsins til Persónuverndar að einhver annar væri að nota póstinn hans, það er svara póstum sem bárust á netfangið. Þá hafi starfsmaðurinn átt eftir að taka persónuleg gögn úr pósthólfinu en gat það ekki því netfanginu var breytt. Fram kom í svari Bus Hostel til Persónuverndar að starfsmanninum hafi verið tjáð að fyrirtækið myndi enn hafa aðgang að netfangi hennar og áframsenda póst sem þangað bærist á almennt netfang fyrirtækisins. Starfsmaðurinn fyrrverandi hafi í mörgum tilfellum notað póstfangið í samskiptum við bókunarsíður og ýmsa aðra viðskiptavini Bus Hostel. Það kynni því að skapa vandræði og hugsanlegt tjón ef fyrirtækið hefði ekki aðgang að pósthólfinu eða fengi pósta sem væru sendir þangað. Í reglum um rafræna vöktun og meðferð persónuupplýsinga er meðal annars kveðið á um hvernig skuli standa að málum varðandi tölvupóst starfsmanns sem lætur af störfum hjá fyrirtæki. Þar segir meðal annars að starfsmanni skuli gefinn kostur á „að eyða eða taka afrit af þeim tölvupósti sem ekki tengist starfsemi vinnuveitandans.“ Þá eigi að loka pósthólfinu ekki seinna en tveimur vikum eftir að starfsmaðurinn hættir. Þá má vinnuveitandi ekki senda áfram á annan starfsmann þann póst sem berst á netfang fyrrum starfsmanns eftir að hann hættir, nema um annað hafi verið samið. Segir í úrskurði Persónuverndar að ekkert liggi fyrir um samþykki starfsmannsins í þessu máli og því hafi fyrirtækið brotið reglur um meðferð persónuupplýsinga.
Tengdar fréttir Yfirkjörstjórn mátti ekki afhenda upplýsingar um stuðningsfólk framboða Persónuvernd hefur úrskurðað að það hafi verið brot á lögum að afhenda upplýsingarnar. 6. janúar 2015 13:53 Persónuvernd rannsakar birtingu myndbandsins frá Höfðatorgi Persónuvernd segir óheimilt að afhenda öðrum en lögreglu gögn úr öryggismyndavélum. Einnig sé óheimilt að birta efni úr öryggismyndavélum, nema með samþykki þeirra sem nást á mynd. 28. október 2014 14:15 Persónuvernd vill skýringar frá lögreglunni vegna mótmælaskýrslu Spyrja hvort til staðar séu reglur eða verkferlar innan embættis lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu varðandi miðlun viðkvæmra persónuupplýsinga til þriðju aðila. 28. október 2014 14:10 Persónuvernd með yfir 2.000 mál til meðferðar á liðnu ári Málum sem komu inn á borð Persónuverndar fjölgaði um 8,5% á milli áranna 2013 og 2014. 4. febrúar 2015 11:00 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Yfirkjörstjórn mátti ekki afhenda upplýsingar um stuðningsfólk framboða Persónuvernd hefur úrskurðað að það hafi verið brot á lögum að afhenda upplýsingarnar. 6. janúar 2015 13:53
Persónuvernd rannsakar birtingu myndbandsins frá Höfðatorgi Persónuvernd segir óheimilt að afhenda öðrum en lögreglu gögn úr öryggismyndavélum. Einnig sé óheimilt að birta efni úr öryggismyndavélum, nema með samþykki þeirra sem nást á mynd. 28. október 2014 14:15
Persónuvernd vill skýringar frá lögreglunni vegna mótmælaskýrslu Spyrja hvort til staðar séu reglur eða verkferlar innan embættis lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu varðandi miðlun viðkvæmra persónuupplýsinga til þriðju aðila. 28. október 2014 14:10
Persónuvernd með yfir 2.000 mál til meðferðar á liðnu ári Málum sem komu inn á borð Persónuverndar fjölgaði um 8,5% á milli áranna 2013 og 2014. 4. febrúar 2015 11:00