Innlent

Persónuvernd rannsakar birtingu myndbandsins frá Höfðatorgi

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Myndbandið sló rækilega í gegn á netinu.
Myndbandið sló rækilega í gegn á netinu.

Persónuvernd hefur sent erindi til þeirra sem birtu myndbandið úr öryggismyndavélinni í bílakjalllara Höfðatorgs. Farið er fram á skýringar á því hvers vegna húsfélagið á Höfðatorgi hafi haft í fórum sínum þriggja ára gamalt myndband. Í erindi Persónuverndar er einnig spurt af hverju ekki hafi verið búið að eyða myndbandinu eftir aðkomu lögreglu í málinu.

Í samtali við Ölmu Tryggvadóttur, lögfræðingi hjá Persónuvernd, kemur fram að stofnunin hafi tekið málið upp að eigin frumkvæði.

Myndbandið sló rækilega í gegn á netinu í síðustu viku. Þegar erindi Persónuverndar var skrifað hafði verið horft á myndbandið 455 þúsund sinnum á Youtube. Myndbandið var síðar fjarlægt þaðan en er enn í dreifingu um netheima, meðal annars sem svokölluð gif-mynd.

Í erindi Persónuverndar kemur fram að ekki megi afhenda öðrum myndefni úr öryggismyndavélum nema með samþykki þeirra sem eru á myndbandinu. Undantekningar eru ef slys eða refsiverður verknaður næst á upptöku. Þá er heimilt að afhenda lögreglu myndbandið, en eyða öllum öðrum einötkum af efninu.

Í erindinu segir einnig:

„Þá er óheimilt að varðveita upplýsingar sem verða til við rafræna vöktun lengur en í 90 daga nema lög heimili, sbr. 2. mgr. 7. gr. reglna nr. 837/2006. Ekki liggur fyrir að undantekningar ákvæðisins sem heimila lengri varðveislutíma, s.s. að varðveita hafi þurft upptöku vegna fyrirliggjandi réttarágreinings, eigi við í umræddu tilviki.“

Persónuvernd hefur einnig óskað eftir afriti af reglum húsfélagsins við Höfðatorg um rafræna vöktun. Hafi félagið ekki sett sér sérstakar reglur um vöktunina óskar Persónuvernd eftir afriti af þeirri fræðslu sem félagið veitir þeim starfsmönnum sem sjá um vöktunina.

Persónuvernd óskar eftir svörum ekki síðar en 5. nóvember.

Alma Tryggvadóttir bendir á að ekki sé langt síðan að Persónuvernd fjallaði um það á heimasíðu sinni að það væri óheimilt að birta myndir úr eftirlitsmyndavélum opinberlega. „Persónuvernd áréttar að samkvæmt framangreindu á ekki að afhenda öðrum en lögreglu myndefni úr eftirlitsmyndavél sem sýnir meinta, refsiverða háttsemi, en hún metur hvort ástæða sé til að birta upptökuna í þágu rannsóknar máls,“ segir á síðu Persónuverndar.


Tengdar fréttir

Flips car in parking garage

A video from the security camera from the parking garage under Höfðatorg has been published online, where the driver of the car can be seen trying to reverse at full speed into the gate of the parking garage.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.