Innlent

Hvalatalning í fyrsta sinn í átta ár í sumar

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Hvalatalning á norðurslóðum 2015 er komin á áætlun, en Hafró fær 150 milljónir í verkefnið.
Hvalatalning á norðurslóðum 2015 er komin á áætlun, en Hafró fær 150 milljónir í verkefnið. vísir/vilhelm
Hvalatalning mun fara fram á Norður-Atlantshafi í sumar, í fyrsta sinn í átta ár. Ætlunin er að meta stofnstærð hvala og hvort hvalnum fjölgar.

Að leitinni standa, auk Íslendinga, Færeyingar, Norðmenn og Grænlendingar en hún er skipulögð af Norður-Atlantshafssjávarspendýraráðinu, NAMMCO. Hafrannsóknarstofnun fékk sérstaka fjárveitingu frá ríkinu í verkefnið, upp á alls 150 milljónir króna. Talningin mun fara fram í júní/júlí og verður rannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson notað til talninganna ásamt leiguskipi.

Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknarstofnunar.vísir/anton brink
Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknarstofnunar, segir að mikilvægt sé að talningin sé gerð með reglubundnum hætti.

„Það lögðum mikla áherslu á að talningarnar yrðu gerðar í ár, en eftir því sem lengra líður er farið með varfærnari hætti í veiðiráðgjöfina. En þetta eru skepnur sem vaxa hægt og verða gamlar þannig að það verða svosem ekki neinar stórkostlegar breytingar á milli ára, þannig að það er í lagi að gera þetta á fimm til sjö ára fresti,“ segir hann.

Fjölþjóðlegar hvalatalningar hófust á norðurslóðum árið 1986. Síðan þá hafa talningar farið fjórum sinnum fram: árið 1989, 1995, 2001 og 2007 en árið 2009 fóru fram flugtalningar á hrefnu. Talningin árið 2007 var sú allra umfangsmesta.


Tengdar fréttir

Hnúfubakar dvelja hér allt árið

„Við höfum séð hnúfubaka alla mánuði ársins,“ segir Freyr Antonsson, framkvæmdastjóri Arctic Sea Tours á Dalvík, sem í fyrsta sinn bauð upp á hvalaskoðun í vetur.

Veiðum á hval mótmælt hart

Stjórn Ferðamálasamtaka Íslands mótmælir harðlega ákvörðun Kristjáns Loftssonar, forstjóra Hvals hf., um að hefja hvalveiðar í sumar.

Hvalirnir meira virði lifandi

Hvalir eru mun meira virði lifandi en dauðir, segir stjórn Ferðamálasamtaka Íslands sem mótmælir harðlega þeirri ákvörðun Kristjáns Loftssonar að hefja hvalveiðar enn á ný.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×