Innlent

Veiðum á hval mótmælt hart

Svavar Hávarðsson skrifar
Hvalveiðar á stórhvelum hófust árið 2006 eftir langt hlé.
Hvalveiðar á stórhvelum hófust árið 2006 eftir langt hlé. Fréttablaðið/Danni
Stjórn Ferðamálasamtaka Íslands mótmælir harðlega ákvörðun Kristjáns Loftssonar, forstjóra Hvals hf., um að hefja hvalveiðar í sumar.

Fullyrða samtökin að veiðarnar séu ósjálfbærar og að það veki furðu að „sérhagsmunir eins aðila gangi fyrir almannahagsmunum auk þess sem veiðarnar eru stundaðar í algjörri andstöðu við okkar helstu viðskiptalönd“.

Samtökin vilja benda á „að eina leiðin til sjálfbærrar nýtingar hvalastofnanna hér við land er að sýna þá með ábyrgum hætti erlendum og innlendum ferðamönnum, þ.e. hvalirnir eru mun meira virði lifandi en dauðir“, eins og segir í tilkynningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×