Ásmundur um tjáningarfrelsið: Fótum troðið og aðeins fyrir útvalda Samúel Karl Ólason skrifar 17. febrúar 2015 14:13 Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/GVA „Enn gerast hræðilegir atburðir í okkar nágrannalöndum. Í gær komu þúsundir Dana saman í Kaupmannahöfn til að mótmæla drápum á saklausum borgurum um síðustu helgi. Fulltrúar Íslands voru þar mættir,“ sagði Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi á öðrum tímanum í dag. Í máli sínu undir liðnum störf þingsins, fjallaði Ásmundur um umræðuna um forvirkar rannsóknarheimildir hér á landi. Hann sagði umræðuna í nágrannalöndum okkar vera opna, en að hér ætti hún sér ekki stað og þeir sem reyndu að koma henni af stað væru „skotnir niður og ataðir auri“. „Um síðustu helgi voru saklausir borgarar og lögregluþjónar særðir í árásum í Kaupmannahöfn. Okkar gömlu höfuðborg Þar sem hundruð Íslendinga ganga um á hverjum degi. Með morðunum var verið að mótmæla gildum frelsis og laga og nú lýsa trúbræður morðingjans yfir stuðningi við hann,“ sagði Ásmundur. „Í nágrannalöndum okkar er opin umræða um þá hættu sem steðjar að hinum frjálsa heimi og þjóðfélögum vegna fjölgunar á árásum einstaklinga og hvers konar öfgahópa.“ Hann sagði enga slíka umræðu eiga sér stað hér á landi og spurningin væri hve lengi við ætluðum að skila auðu í umræðunni um öryggi íbúanna. „Hér hafast menn öðruvísi að. Þeim sem vekja athygli á hættunni er steðjar að nágrönnum okkar eru skotnir niður og ataðir auri í samfélagsumræðunni sem aldrei kemst á það stig að ræða um málefnið,“ sagði Ásmundur. „Virðulegi forseti. Tjáningarfrelsið er fótum troðið, en það virðist oft og tíðum aðeins vera fyrir útvalda.“ Ásmundur þakkaði Ólöfu Nordal, innanríkisráðherra fyrir að hefja umræðuna um hvort að taka eigi upp forvirkar rannsóknarheimildir hér á landi. „Tökum umræðuna í samfélaginu um þá ógn sem að steðjar að nágrannalöndum okkar en við getum ekki tekið áhættu á að hún berist ekki hingað.“ Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
„Enn gerast hræðilegir atburðir í okkar nágrannalöndum. Í gær komu þúsundir Dana saman í Kaupmannahöfn til að mótmæla drápum á saklausum borgurum um síðustu helgi. Fulltrúar Íslands voru þar mættir,“ sagði Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi á öðrum tímanum í dag. Í máli sínu undir liðnum störf þingsins, fjallaði Ásmundur um umræðuna um forvirkar rannsóknarheimildir hér á landi. Hann sagði umræðuna í nágrannalöndum okkar vera opna, en að hér ætti hún sér ekki stað og þeir sem reyndu að koma henni af stað væru „skotnir niður og ataðir auri“. „Um síðustu helgi voru saklausir borgarar og lögregluþjónar særðir í árásum í Kaupmannahöfn. Okkar gömlu höfuðborg Þar sem hundruð Íslendinga ganga um á hverjum degi. Með morðunum var verið að mótmæla gildum frelsis og laga og nú lýsa trúbræður morðingjans yfir stuðningi við hann,“ sagði Ásmundur. „Í nágrannalöndum okkar er opin umræða um þá hættu sem steðjar að hinum frjálsa heimi og þjóðfélögum vegna fjölgunar á árásum einstaklinga og hvers konar öfgahópa.“ Hann sagði enga slíka umræðu eiga sér stað hér á landi og spurningin væri hve lengi við ætluðum að skila auðu í umræðunni um öryggi íbúanna. „Hér hafast menn öðruvísi að. Þeim sem vekja athygli á hættunni er steðjar að nágrönnum okkar eru skotnir niður og ataðir auri í samfélagsumræðunni sem aldrei kemst á það stig að ræða um málefnið,“ sagði Ásmundur. „Virðulegi forseti. Tjáningarfrelsið er fótum troðið, en það virðist oft og tíðum aðeins vera fyrir útvalda.“ Ásmundur þakkaði Ólöfu Nordal, innanríkisráðherra fyrir að hefja umræðuna um hvort að taka eigi upp forvirkar rannsóknarheimildir hér á landi. „Tökum umræðuna í samfélaginu um þá ógn sem að steðjar að nágrannalöndum okkar en við getum ekki tekið áhættu á að hún berist ekki hingað.“
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira