Ásmundur um tjáningarfrelsið: Fótum troðið og aðeins fyrir útvalda Samúel Karl Ólason skrifar 17. febrúar 2015 14:13 Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/GVA „Enn gerast hræðilegir atburðir í okkar nágrannalöndum. Í gær komu þúsundir Dana saman í Kaupmannahöfn til að mótmæla drápum á saklausum borgurum um síðustu helgi. Fulltrúar Íslands voru þar mættir,“ sagði Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi á öðrum tímanum í dag. Í máli sínu undir liðnum störf þingsins, fjallaði Ásmundur um umræðuna um forvirkar rannsóknarheimildir hér á landi. Hann sagði umræðuna í nágrannalöndum okkar vera opna, en að hér ætti hún sér ekki stað og þeir sem reyndu að koma henni af stað væru „skotnir niður og ataðir auri“. „Um síðustu helgi voru saklausir borgarar og lögregluþjónar særðir í árásum í Kaupmannahöfn. Okkar gömlu höfuðborg Þar sem hundruð Íslendinga ganga um á hverjum degi. Með morðunum var verið að mótmæla gildum frelsis og laga og nú lýsa trúbræður morðingjans yfir stuðningi við hann,“ sagði Ásmundur. „Í nágrannalöndum okkar er opin umræða um þá hættu sem steðjar að hinum frjálsa heimi og þjóðfélögum vegna fjölgunar á árásum einstaklinga og hvers konar öfgahópa.“ Hann sagði enga slíka umræðu eiga sér stað hér á landi og spurningin væri hve lengi við ætluðum að skila auðu í umræðunni um öryggi íbúanna. „Hér hafast menn öðruvísi að. Þeim sem vekja athygli á hættunni er steðjar að nágrönnum okkar eru skotnir niður og ataðir auri í samfélagsumræðunni sem aldrei kemst á það stig að ræða um málefnið,“ sagði Ásmundur. „Virðulegi forseti. Tjáningarfrelsið er fótum troðið, en það virðist oft og tíðum aðeins vera fyrir útvalda.“ Ásmundur þakkaði Ólöfu Nordal, innanríkisráðherra fyrir að hefja umræðuna um hvort að taka eigi upp forvirkar rannsóknarheimildir hér á landi. „Tökum umræðuna í samfélaginu um þá ógn sem að steðjar að nágrannalöndum okkar en við getum ekki tekið áhættu á að hún berist ekki hingað.“ Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira
„Enn gerast hræðilegir atburðir í okkar nágrannalöndum. Í gær komu þúsundir Dana saman í Kaupmannahöfn til að mótmæla drápum á saklausum borgurum um síðustu helgi. Fulltrúar Íslands voru þar mættir,“ sagði Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi á öðrum tímanum í dag. Í máli sínu undir liðnum störf þingsins, fjallaði Ásmundur um umræðuna um forvirkar rannsóknarheimildir hér á landi. Hann sagði umræðuna í nágrannalöndum okkar vera opna, en að hér ætti hún sér ekki stað og þeir sem reyndu að koma henni af stað væru „skotnir niður og ataðir auri“. „Um síðustu helgi voru saklausir borgarar og lögregluþjónar særðir í árásum í Kaupmannahöfn. Okkar gömlu höfuðborg Þar sem hundruð Íslendinga ganga um á hverjum degi. Með morðunum var verið að mótmæla gildum frelsis og laga og nú lýsa trúbræður morðingjans yfir stuðningi við hann,“ sagði Ásmundur. „Í nágrannalöndum okkar er opin umræða um þá hættu sem steðjar að hinum frjálsa heimi og þjóðfélögum vegna fjölgunar á árásum einstaklinga og hvers konar öfgahópa.“ Hann sagði enga slíka umræðu eiga sér stað hér á landi og spurningin væri hve lengi við ætluðum að skila auðu í umræðunni um öryggi íbúanna. „Hér hafast menn öðruvísi að. Þeim sem vekja athygli á hættunni er steðjar að nágrönnum okkar eru skotnir niður og ataðir auri í samfélagsumræðunni sem aldrei kemst á það stig að ræða um málefnið,“ sagði Ásmundur. „Virðulegi forseti. Tjáningarfrelsið er fótum troðið, en það virðist oft og tíðum aðeins vera fyrir útvalda.“ Ásmundur þakkaði Ólöfu Nordal, innanríkisráðherra fyrir að hefja umræðuna um hvort að taka eigi upp forvirkar rannsóknarheimildir hér á landi. „Tökum umræðuna í samfélaginu um þá ógn sem að steðjar að nágrannalöndum okkar en við getum ekki tekið áhættu á að hún berist ekki hingað.“
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira