Enski boltinn

Bony genginn í raðir Man. City

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Wilfried Bony verður missir fyrir Swansea.
Wilfried Bony verður missir fyrir Swansea. vísir/getty
Wilfried Bony, Fílabeinsstrendingurinn sem hefur spilað með Swansea í ensku úrvalsdeildinni undanfarna 18 mánuði, er genginn í raðir Manchester City.

Knattspyrnusamband Fílabeinsstrandarinnar staðfestir þetta á Twitter-síðu sinni, en Bony mun halda til Manchester eftir Afríkumótið í Miðbaugs-Gíneu þar sem hann er staddur núna.

Sjá einnig:Messan: Gylfi rétti maðurinn fyrir meistara Man. City? | Myndband

Þetta er mikið áfall fyrir Swansea, en Bony er markahæsti leikmaður liðsins á tímabilinu með níu mörk. Hann skoraði mest allra í úrvalsdeildinni árið 2014.

Hann og Gylfi Þór Sigurðsson hafa náð vel saman, en íslenski landsliðsmaðurinn hefur ekki gefið stoðsendingu á annan en Bony síðan í október.

Hjá Manchester City mun Bony berjast um framherjastöðuna við Sergio Agüero og Bosníumanninn Edin Dzeko.


Tengdar fréttir

Swansea samþykkti tilboð City í Bony

Enska úrvalsdeildarliðið Swansea City sem Gylfi Þór Sigurðsson leikur með hefur samþykkt tilboð Englandsmeistara Manchester City í framherjann Wilfried Bony.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×