Lífið

Um hvað er texti lagsins Fjólublátt ljós við barinn?

Fjölmiðlaundrið Níels Thibaud Girerd, eða Nilli, heldur áfram að etja framhaldsskólum landsins saman í spurningakeppninni sinni, Hvert í ósköpunum er svarið?



Nú er komið að fyrri þætti undanúrslita og eru það Menntaskólinn við Hamrahlíð og Flensborgarskólinn í Hafnarfirði sem berjast um að komast í úrslit. 



Í liði MH eru Guðrún Úlfarsdóttir, Helgi Grímur Hermannsson og Þórgnýr E. J. Albertsson.

Í liði Flensborgar eru Laufey Njálsdóttir, Jón Gunnar Vopnfjörð Ingólfsson og Sturla Hólm Skúlason.

Eins og áður er stigagjöf Nilla með undarlegra móti og fer hann um víðan völl í spurningunum þar sem Léttir réttir Rikku, lygapróf og rússnesk rúlletta koma við sögu.

Ein af undarlegri spurningunum þáttarins er síðan um lagið Fjólublátt ljós við barinn, en Nilli spyr um umfjöllunarefni lagsins. Enginn svarar rétt, sem er ekki skrýtið þar sem Nilli segir svarið vera „fermingarbróðir“ Eyjólfs Kristjánssonar söngvara, eða hið fjólubláa tröll við barinn.

Keppnin er æsispennandi en í seinni undanúrslitaþættinum í næstu viku eigast við Kvennaskólinn í Reykjavík og Verzlunarskóli Íslands.



Tengdar fréttir

Brynhildur messar yfir Verzló og FSu

Þriðji þáttur átta liða úrslita í spurningakeppni Nilla. Brynhildur Guðjónsdóttir leikkona mætir með sjóðheita spurningu beint úr leikhúsinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×