Lífið

Brynhildur messar yfir Verzló og FSu

Nilli heldur áfram að etja framhaldsskólum landsins saman í spurningakeppninni sinni, Hvert í ósköpunum er svarið?

Nú er komið að þriðja þætti átta liða úrslita og eru það Verzlunarskólinn og Framhaldsskóli Suðurlands sem berjast um að komast í undanúrslit. 

Í síðustu viku sigraði Kvennaskólinn Borgarholtsskóla.

Tæknimenn þáttarins leika lausum hala í tæknimannaatriðinu.
Í liði FSu eru Erlendur Ágúst Stefánsson, Hrafnhildur Hallgrímsdóttir og Ingibjörg Hjörleifsdóttir. Í liði Verzló eru Þórhallur Valur Benónýsson, Axel Helgi Ívarsson og Ingunn Haraldsdóttir.

Eins og áður fer Nilli um víðan völl í spurningunum þar sem Hraðfréttir, kynlífsstellingin David Copperfield, Egill Ploder, hafís og Löggulíf koma við sögu. Einnig skikkar hann keppendur til að búa til salat handa sér.

Þá er Brynhildur Guðjónsdóttir leikkona sérstakur gestur þáttarins og spyr hún sjóðheitrar spurningar beint af fjölunum í Þjóðleikhúsinu. Hún er reyndar ekkert sérlega ánægð með svörin og skikkar þátttakendur til að mæta í leikhúsið.

Rúsínan í pylsuendanum er síðan tæknimannaatriðið en Nilli hefur nú tekið upp á því að leyfa tæknimönnunum sem aðstoða hann að leika lausum hala í hverjum þætti.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×