Lífið

Hversu oft rúnkar þú þér á viku?

Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar
Lið FG og Flensborgar mætast í fyrsta þættinum.
Lið FG og Flensborgar mætast í fyrsta þættinum.
„Spurningarnar samdi ég uppúr þeim hafsjó af þekkingu sem ég hef sankað að mér í gegnum tíðina,“ segir  Níels Thibaud Girerd, betur þekktur sem Nilli.

Hann stjórnar Hvert í ósköpunum er svarið?, spurningaþætti framhaldsskólanna í vetur.

Þættirnir verða sýndir á Bravó og Vísi á fimmtudögum og fór fyrsti þátturinn í loftið í gærkvöldi. Nilli dró upp úr hatti sex­tán framhaldsskóla sem munu etja kappi. Þátturinn verður einstaklega léttur og skemmtilegur og að sjálfsögðu stútfullur af fróðleik og sprelli. 

Í fyrsta þætti mæta lið Flensborgarskóla og Fjölbrautaskólans í Garðabæ. Keppendur mæta galvaskir til leiks en vita síðan varla hvaðan á þá stendur veðrið þegar spurningar á borð við Hversu oft rúnkar þú þér á viku? koma upp úr hattinum hjá Nilla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×