Lífið

Kvennó og MS berjast um hylli Nilla

Níels Thibaud Girerd , betur þekktur sem  Nilli, lendir í kröppum dansi sem stjórnandi í öðrum þætti Hvert í ósköpunum er svarið?, spurningaþætti framhaldsskólanna.

Þar tekur hann á móti liðum Kvennaskólans og Menntaskólans við Sund. Keppendur mæta galvaskir til leiks en vita síðan varla hvaðan á þá stendur veðrið þegar Nilli byrjar að gefa og draga frá stig út og suður. Er greinilegt að Kvennaskólinn er frekar í náðinni en MS.

Í liði Kvennaskólans eru þau Jóhannes Bjarki, Esther Blær og Unnur Blær. Í liði MS eru Hólmfríður Karlsdóttir, Axel Fannar og Óttar Ásbjörnsson. Nilli ræðir einnig við skólameistara Kvennaskólans, Ingibjörgu S. Guðmundsdóttur, og Ármann MS, Rögnvald Þorsteinsson.

Spurningakeppni Nilla er sýnd á Bravó á fimmtudögum og hér á Vísi. Nilli dró upp úr hatti sex­tán framhaldsskóla sem munu etja kappi. Þátturinn er einstaklega léttur og skemmtilegur og að sjálfsögðu stútfullur af fróðleik og sprelli. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×