Innlent

Leita lausnar fyrir lesbíur

Snærós Sindradóttir skrifar
Margrét Hauksdóttir, forstjóri Þjóðskrár.
Margrét Hauksdóttir, forstjóri Þjóðskrár.
Þjóðskrá hefur óskað eftir fundi með tæknisæðingastofunni Art Medica til að bera undir hana hugmyndir Þjóðskrár og innanríkisráðuneytisins um lausn í deilum við lesbískar mæður.

Fréttablaðið hefur greint frá því á síðustu vikum að ekki gildi það sama um samkynhneigðar mæður eða gagnkynhneigð pör. Móðirin sem ekki gengur með barnið þarf að skila inn staðfestingu frá Art Medica, sem er eina læknastofan á landinu sem sér um tæknifrjóvgun, um að hún hafi verið samþykk frjóvguninni og sé móðir barnsins.

Hugmyndir Þjóðskrár snúast um að spara mæðrunum pappírsvinnu svo fljótlega eftir fæðingu barns með því að Art Medica veiti upplýsingarnar sjálfkrafa við fæðingu. Þessu til stuðnings vísar Þjóðskrá í úrskurð Persónuverndar frá 2013 þar sem segir: „Er það mat Persónuverndar að upplýsingar um samþykki kvartanda, um að eiginkona hennar hafi undirgengist tæknifrjóvgunarmeðferð, teljist ekki viðkvæmar persónuupplýsingar um kvartanda þrátt fyrir að umræddar upplýsingar geti borið með sér viðkvæmar persónuupplýsingar um þriðja aðila, þ.e. maka hennar.“

„Ég get ekki sagt að þetta sé alveg í höfn þótt við séum búin að finna þarna leið sem okkur og ráðuneytinu líst vel á fyrr en við erum búin að fá samþykki fyrir þessu hjá Art Medica. Það er velvilji hjá ráðuneytinu að taka við þessum ábendingum og sjá hvað okkur er fært samkvæmt lagaumhverfinu,“ segir Margrét Hauksdóttir, forstjóri Þjóðskrár. 


Tengdar fréttir

Lesbíum mismunað hjá Þjóðskrá

Lesbískar mæður þurfa að staðfesta við opinberar stofnanir hvernig barn þeirra kom undir. Hið sama gildir ekki um gagnkynhneigð pör sem eignast barn með tæknifrjóvgun.

Vilja breyta reglum um lesbíur

"Við vildum svo gjarnan að sama staða gilti fyrir gagnkynhneigð pör í hjúskap og samkynhneigð pör,“ segir Margrét Hauksdóttir, forstjóri Þjóðskrár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×