Innlent

Faðir mannsins sem varð fyrir frelsissviptingunni óskaði eftir aðstoð lögreglu

Birgir Olgeirsson skrifar
Frelsissviptingarmálið í Efra-Breiðholti telst að mestu upplýst.
Frelsissviptingarmálið í Efra-Breiðholti telst að mestu upplýst. Vísir
Frelsissviptingarmálið í Efra-Breiðholti telst að mestu upplýst. Fimm karlmenn voru grunaðir um að hafa haldið manni í íbúð í nokkrar klukkustundir og beitt hann ofbeldi á sunnudag. Mennirnir fimm voru handteknir en maðurinn sem var beittur ofbeldi var fluttur á slysadeild.

Mennirnir fimm voru allir leystir úr haldi lögreglu í gær en spurður hvort maðurinn sem var beittur ofbeldi sé enn á sjúkrahúsi svarar Kristján Ingi Kristjánsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, að hann hafi verið tiltölulega lítið meiddur.

Óskað var eftir aðstoð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna málsins og var hún með mikinn viðbúnað við fjölbýlishúsið í Breiðholti þar sem frelsissviptingin átti sér stað. Spurður hvernig sú ósk barst lögreglu svarar Kristján Ingi því að faðir mannsins sem varð fyrir ofbeldinu hafi leitað til lögreglunnar.

Mennirnir fimm sem lögreglan handtók eru um þrítugt og segir Kristján Ingi einhverja af þeim hafa áður komið við sögu lögreglu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×